Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 28

Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss og Rán koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10. Fé- lagsvist í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 10 söngstund, kl. opin smíðastofa/út- skurður, kl. 13–16.30 opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11, samverustund, kl. 13.30–14. 30 söngur við píanóið Kristjana H. kl. 13–16 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofa Félags eldri borgara í Kópavogi er opin í dag frá kl. 10– 11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30, kl. 9–12 hár- greiðsla. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 11.15 leikfimi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið opnað kl. 9 rabb og kaffi á könn- uni, pútt og billjard- salur opnir til kl.16. Æfing hjá Gaflara- kórnum kl. 10.30–12.30 tréútskurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Gerðuberg, félagsstarf kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. almenn handavinna, frá hádegi spilasalur opinn, dans fellur niður. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 9–17. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 postlínsmálun, perlu- saumur og kortagerð og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 jóga, kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 frjáls spila- mennska. Fótaaðgerð- ir. Norðurbrún 1. kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 10–11 ganga, kl. 13–16.45 op- in vinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9–12 mósaik, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.11–12 leik- fimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia-æfing, kl. 13 handmennt al- menn, glerbræðsla og frjáls spil. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar í fé- lagsheimilinu í Gull- smára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Veitingar seldar í kaffihléi. Allir eldri bridsarar velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást í Reykjavík, Hafnarfirði og Sel- tjarnarnesi á Skrif- stofu LHS, Síðumúla 6, Reykjavík, s. 552-5744, fax 562-5744, Hjá Hirti, Bónushúsinu, Suðurströnd 2, Sel- tjarnarnesi, s. 561 4256 Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, s. 565 1630. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Penninn Bókabúð Andrésar, Kirkjubraut 54 Akranesi, s. 431 1855 Dalbrún ehf., Brákarbraut 3, Borg- arnesi, s. 437 1421 Hrannarbúðin, Hrann- arstíg 5, Grundarfirði, s. 438 6725 Verslunin Heimahornið, Borgar- braut 1, Stykkishólmi, s. 438 1110. Í dag er mánudagur 15. september, 258. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður. (Lk. 6, 27.)     Björn Bjarnason fjallará vef sínum um tíð- indin frá Svíþjóð: „Morð- tilræðið við Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, vekur óhug allra og þó einkum að sjálf- sögðu Svía, sem búa enn við þá staðreynd, að ekki hefur tekist að leysa morðgátuna um Olof Palme, forsætisráðherra þeirra, þótt við hana hafi verið glímt í áratugi.     Nú sér lögreglan á eftirungum, hávöxnum manni hlaupa út úr versl- unarhúsi í hjarta Stokk- hólms. Hann kastar frá sér felujakka og blóð- ugum hnífi, sem hann not- aði til að stinga ráð- herrann á hol, þegar hún var á síðdegisstundu á milli pólitískra stríða að skoða fatnað á slá með vinkonu sinni.     Atburðir sem þessirskilja eftir djúp sár hjá þeim, sem eftir lifa, en þau gróa vonandi, því að maðurinn hefur hæfileika til að sigrast á sorg. Sárin í þjóðarsálinni eru kannski erfiðari viðfangs, því að þau mótast meðal annars af sektarkennd, vegna þess að ekki var meira gert til að tryggja öryggi ráðherrans og stjórnmálamannsins.“     Dagný Jónsdóttir fjallareinnig um morðið á heimasíðu sinni: „Hinn 11. september er greinilega ekki dagur hinna gleði- legu tíðinda. Eðlilega eru allir harmi slegnir yfir láti Önnu Lindh, en hún var virkileg fyrirmynd allra kvenna í stjórnmálum. Ég ætla ekki að fjalla um það nánar hér, enda eru allir netmiðlar uppfullir af fréttum um hið hörmu- lega morð. Þó fannst mér mjög ósmekklegt að sjá í Aftenposten frétt um að sænskir nýnasistar deili ekki sorg Svía, þeir fagna láti hennar. Þeir eru ekki mannlegir og gera sér ekki grein fyrir að fyrir utan það að vera einn fremsti stjórnmálamaður Svía var hún móðir og eig- inkona.     Í dag hafa margir veriðað rifja upp hvar þeir voru staddir fyrir tveimur árum þegar hörmung- arnar dundu á í Banda- ríkjunum. Þá var ég að vinna uppi á Stúdentaráði og við Tjörvi fengum inn til okkar mjög ringlaða erlenda nema sem vissu ekkert hvað var að gerast. Við lokuðum því skrifstof- unni og fórum yfir á Gamla garð og þýddum fréttirnar fyrir þau. Það var nokkuð einkennilegt að upplifa þetta í mjög svo fjölþjóðlegum hópi. Um kvöldið höfðum við aug- lýst skemmtikvöld fyrir erlendu nemana. Við ákváðum að halda það en þó undir öðrum formerkj- um þ.e. fólk bara hittist og spjallaði um það sem hafði gengið á og stemmningin var afar einkennileg. Ég vona innilega að maður eigi aldrei eftir að upplifa slíkan dag aftur.“ STAKSTEINAR Sár í þjóðarsálinni Víkverji skrifar... ENGINN vafi er áþví í huga Víkverja að evran hefur leikið Spánverja grátt. Vík- verji hefur á undan- liðnum árum notið þeirrar gæfu að hafa nokkur kynni af þeirri góðu þjóð sem Spán byggir. Sumarleyfi sitt nýtti Víkverji að hluta til dvalar í Andalúsíu þar sem hann hefur oftlega hlaðið andlega sem líkamlega raf- geyma sína. Vinir Víkverja í Andalúsíu höfðu raun- ar sagt honum að evr- an hefði haft verulegar verðhækk- anir í för með sér þar. Sögðu þeir gjarnan að verðlagið hefði loks „náð skýjunum“ en á spænskri tungu er sú líking gjarnan notuð til að lýsa dýrtíð. Nú kann að vera að verðlagsþróun hafi verið misjöfn eftir því hvar dval- ið er á Spáni en Víkverja sýndist sem máltíð á veitingahúsi hefði hækkað um 30–50% með tilkomu evrunnar. Hið sama á við um kaffi- hús og markaði. Verð í mat- vöruverslunum hefur sömuleiðis hækkað þótt ekki sé sú hækkun sambærileg við veitingahúsin. Al- mennt gildir að mun dýrara er nú en áður fyrir ferðamenn að dveljast á Spáni. Víkverji minntist samtala (og deilna) sem hann átti við spænska vini og kunningja áður en evran var tekin upp þar syðra. Víkverji taldi þá að hún myndi hafa umtalsverðar verðhækkanir í för með sér og nú liggur fyrir að það mat hans var rétt. Hins vegar er það svo að þrátt fyrir nefndar verðhækkanir á Spáni er enn ódýrt fyrir Íslendinga að dveljast þar. Fyrir þá sem hafa af því nokkra skemmtan að fara út að borða er enn ódýrt að næra líkams- hulstrið á spænskum veitingastöð- um. Víkverji undrast jafnan verðlag á hinum íslensku og telur að um þá gildi almennt að við- skiptavinir fái lítið fyrir krónurnar. Verð á víni á íslenskum veitinga- stöðum er að mati Vík- verja hróplegt og hann fær ekki skilið að við- skiptavinir þeirra, ís- lenskir sem erlendir, sætti sig við það. x x x VÍKVERJI tilheyrirsístækkandi hópi áhugafólks um spænska knattspyrnu. Víkverji telur spænsku deildina þá skemmti- legustu í Evrópu, hún er jöfn og ekki er óalgengt að það lið sem sigrar tapi tíu leikjum á leiktíðinni. Hið sama á t.a.m. ekki við um ensku knattspyrnuna, sem er um flest fyr- irsegjanleg þótt ágæt sé. Það gladdi því Víkverja mjög þeg- ar hann fékk af því fréttir að ákveðið hefði verið að bjóða upp á beinar út- sendingar úr spænsku knattspyrn- unni í viku hverri á Sýn í vetur. Þar með hafði gamall draumur ræst. Víkverji telur lofsverðan metnað og þjónustulund einkenna afstöðu ráða- manna Sýnar til viðskiptavina sinna. Reuters Víkverji, í dulargervi, á ónefndum veitingastað. Bleksvart blek Í MORGUNBLAÐINU 2. september sl. var fróðleg umfjöllun um verðlagningu á prenthylkjum. Þar er sýnt fram á að framleiðend- ur hafa lækkað verð á prenturum en verði á prenthylkjum halda þeir miklu hærra en eðlilegt getur talist. Þarna kom í ljós að fleiri en ég hafa furðað sig á þessum við- skiptamáta. En sem betur fer eru nú aðrir aðilar farn- ir að bjóða blekhylki á eðli- legu verði sem hægt er að nota í staðinn. En það eru ekki ein- göngu útlendir framleið- endur sem nota sér þörfina fyrir prenthylki. 30. júní sl. vantaði mig hylki í prentarann minn. Það er svart HP 29. Ég hafði orðið var við að verð þeirra er misjafnt svo ég hringdi í fjórar búðir. Í Office One í Skeifunni kost- uðu þau 4.190 kr., í Tölvu- listanum Nóatúni 3.490 kr., í Pennanum, Hallarmúla, 3.840 kr. og í Griffli, Skeif- unni, 3.030 kr. Já, auðvitað keypti ég þar. Á þessu eina prenthylki er 1.160 kr. munur á verði í búðum í sama hverfi. Sami framleiðandi, sami innflytj- andi. Er þetta eðlilegt? Ég er ekki vanur að hlaupa eftir auglýsingum og kaupa það sem ég get verið án, en þegar ég sá um daginn auglýstan prentara sem prentar svart og í lit, er einnig ljósritunarvél fyr- ir svart og í litmyndir og auk þess „scanner“ þá stóðst ég ekki mátið. Þessum prentara fylgdu tvö blekhylki, annað svart og hitt í lit. Prentarinn með öllu saman kostaði 14.900 kr. eða svipað og þrjú og hálft blekhylki í einni búð- inni. Nú mun verð á blek- hylkjum fara að lækka og verða eðlilegt. Þegar prent- arar eru ódýrari og full- komnari en áður þarf mað- ur ekki að kvarta. En það er alltaf þörf á að kynna sér hver býður besta verðið. Með því vinnst tvennt, maður sparar peninga og þeir njóta viðskiptanna sem bestu kjörin bjóða. Óskar Jóhannsson. Traust og vinátta besta forvörnin MARGIR foreldrar og for- ráðamenn barna hafa mikl- ar áhyggjur af því hvernig börnum þeirra reiðir af í harðnandi heimi þar sem eiturlyf eru víða á boðstól- um. Bestu forvarnirnar eru að byggja upp traust og vináttu milli foreldra og barna. Námskeið sem hald- in eru af Húgó Þórissyni og Vilhelm Norðfjörð í sam- skiptum foreldra og barna eru án efa með því besta sem boðið er upp á í þeim efnum í dag. Þar er foreldr- um kennt, en ekki kennt um, því að það er ekki með- fæddur eiginleiki að ala upp börn og margir eru óörugg- ir í þeim efnum þegar börn- in komast á unglingsár. Lesandi. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust í síðustu viku SILHOUETTE titan-gler- augu með gylltum örmum og rauðu gleraugnabandi týndust á Reykjavíkur- svæðinu miðvikudaginn 3. sept. sl. Finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 692 9048. Farangurshlíf týndist SVÖRT farangurshlíf af Volkswagen Golf tapaðist sunnudaginn 7. september sl. milli Holtavegar og Sorpu við Sævarhöfða. Finnandi vinsamlegast hringið í síma 822 7745 Fundarlaun. Telpnahjól týndist BLÁTT (var áður fjólu- blátt) hjól týndist við Breiðholtslaug sl. mánu- dagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898- 6423. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 fara höndum um, 8 lag- vopn, 9 skúta, 10 aðgæti, 11 fiskur, 13 illa, 15 skammt, 18 dapurt, 21 ótta, 22 óþétt, 23 eru í vafa, 24 farangur. LÓÐRÉTT 2 ákveð, 3 raka, 4 lok, 5 lítil tunna, 6 dæld í jörð- ina, 7 efa, 12 ferskur, 14 tré, 15 fokka, 16 hæsta, 17 höfðu uppi á, 18 ekki framkvæmt, 19 púkans, 20 pinna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 drúpa, 4 flíka, 7 lepps, 8 Óttar, 9 aum, 11 röng, 13 gaur, 14 eigra, 15 volt, 17 treg, 20 æra, 22 tómur, 23 lyfið, 24 rýran, 25 akrar. Lóðrétt: 1 dulur, 2 úlpan, 3 assa, 4 fróm, 5 ístra, 6 aurar, 10 ungar, 12 get, 13 gat, 15 vitur, 16 lemur, 18 rófur, 19 góður, 20 ærin, 21 alda. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.