Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 29

Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 29 DAGBÓK 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.903.582 kr. 2.580.716 kr. 258.072 kr. 25.807 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10.056.645 kr. 2.011.329 kr. 201.133 kr. 20.113 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.641.497 kr. 1.928.299 kr. 192.830 kr. 19.283 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.626.355 kr. 162.635 kr. 16.264 kr. Innlausnardagur 15. september 2003 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1,62635485 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1,25314603 Enska fyrir börn Það er leikur að læra Barnanámskeið hefjast 20. september Það er leikur að læra 6-7 ára Talnámskeið 8-9 ára, 10-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk 588 0303 fyrir 13. sept. STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert félagslynd/ur en vilt þó eiga þér rólegt athvarf. Á komandi ári verður aðal- áhersla þín á þínu nánasta sambandi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Næstu vikurnar verða ánægjulegar í samskiptum við maka þinn og samstarfsmenn. Þú finnur til vinsemdar og hlýju gagnvart þeim sem eru í kringum þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú færð hugsanlega peninga í gegnum maka þinn. Komandi mánuður hentar sérstaklega vel til að fara fram á lán eða annars konar aðstoð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Næstu fjórar vikur ættu að verða skemmtilegar. Það eru líka miklar líkur á því að þú lendir í ástarævintýri. Njóttu þess sem að höndum ber. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samband þitt við foreldra þína mun batna á næstu vik- um. Á sama tíma finnurðu til löngunar til að fegra heimili þitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert að gera þér grein fyrir því hvað það er mikil ást í lífi þínu. Láttu ástvini þína vita hversu mikils þú metur þá. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samningaviðræður sem tengj- ast fjármálum ættu að snúast þér í hag á næstu vikum. Þetta er einnig góður tími til að leita að vinnu. Fjármálin líta vel út. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu það sem veitir þér ánægju hafa forgang fram yfir vinnuna. Láttu það eftir þér að kaupa þér eitthvað fallegt. Það þarf ekki að kosta mikið til að veita þér ánægju. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur vaxandi áhuga á and- legum málefnum. Þú veist að það er mikið ónotað rými í hjarta þínu. Reyndu að tengj- ast þeim ónýtta krafti sem þar býr. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Komandi mánuður mun ein- kennast af skemmtunum og annríki í félagslífinu. Vina- sambönd munu hugsanlega breytast í ástarsambönd og ástarsambönd í vinasambönd. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður hugsanlega beðin/n um að taka að þér verkefni sem tengist einhvers konar hönnun eða skreytingu. Not- aðu tækifærið til að fegra um- hverfi þitt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur áhuga á að fara í ferðalag. Verkefni sem tengj- ast útgáfustarfsemi, fjar- lægum löndum, framhalds- menntun og lögfræði munu ganga vel á næstunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert óvenju ástríðufull/ur og finnur til mikillar hlýju bæði gagnvart sjálfri/sjálfum þér og öðrum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVANASÖNGUR Á HEIÐI Ég reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði; þá styttist leiðin löng og ströng, því ljúfan heyrði’ eg svanasöng, já, svanasöng á heiði. Á fjöllum roði fagur skein, og fjær og nær úr geimi að eyrum bar sem englahljóm, í einverunnar helgidóm, þann svanasöng á heiði. Svo undurblítt ég aldrei hef af ómi töfrazt neinum; í vökudraum ég veg minn reið og vissi’ ei, hvernig tíminn leið við svanasöng á heiði. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA LÍTUM á spil norðurs, sem er gjafari og vekur á einum spaða. Það eru allir á hættu: Norður ♠ DG1074 ♥ ÁKD6 ♦ 53 ♣K2 Austur passar og makker lyftir í tvo spaða. Geim eða ekki geim? Það er sú ákvörð- un sem blasir við að taka, en vestur setur strik í reikning- inn með því að koma inn á tveimur gröndum, sem sýnir láglitina: Vestur Norður Austur Suður – 1 spaði Pass 2 spaðar 2 grönd ? Hvernig á að bregðast við í stöðunni? Ýmislegt kemur til greina. Laufkóngurinn hefur öðlast aukið vægi, en innákoman bendir til að legan geti verið slæm. Það mætti reyna vís- indalega við geim með því að segja þrjú hjörtu, en aðrir möguleikar eru þeir að dobla og leita eftir sekt, eða stökkva beint í fjóra spaða. Spilið er frá úrslitaleik Ítala og Dana á heimsmeist- aramóti ungmenna og þar voru viðbrögð norðurs ólík: Norður ♠ DG1074 ♥ ÁKD6 ♦ 53 ♣K2 Vestur Austur ♠ 53 ♠ ÁK9 ♥ – ♥ G1054 ♦ KG762 ♦ D1084 ♣DG9875 ♣104 Suður ♠ 862 ♥ 98732 ♦ Á9 ♣Á63 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður S. di Bello J. Houmöll- er F. di Bello B. Hou- möller – 1 spaði Pass 2 spaðar 2 grönd 4 spaðar 5 tíglar Pass Pass Dobl Allir pass Jonas Houmöller fór beint í fjóra spaða og Furio di Bello gat ekki stillt sig um að segja fimm tígla á fjórlitinn. Sú þróun var norðri ekki á móti skapi, hann doblaði og uppskar 200. Í lokaða salnum fór Lo Presti rólegu leiðina og doblaði tvö grönd: Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Schaltz Lo Presti Gjaldbaek Mazzadi – 1 spaði Pass 2 spaðar 2 grönd Dobl 3 tíglar Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Dobl ! Allir pass Gjaldbaek tók doblið al- varlega og lét þrjá tígla duga og blandaði sér ekki meira í sagnir. En Martin Schaltz doblaði fjóra spaða í þeirri von að makker skildi það sem beiðni um hjartaútspil. Sannkallað hetjudobl, en Schaltz varð fyrir vonbrigð- um þegar Gjaldbaek spilaði út trompkóngi og skipti svo yfir í lauf. Það breytti þó engu, því Gjaldbaek spilaði tígli síðar og vörnin náði fjóra slagi. Einn niður, 200 til Dana og 9 IMPar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Rge2 cxd4 6. exd4 d5 7. c5 Rc6 8. a3 Bxc3+ 9. Rxc3 0–0 10. Bb5 e5 11. Bxc6 bxc6 12. 0–0 Ba6 13. He1 e4 14. Bg5 h6 15. Bh4 He8 16. Da4 Dc8 17. Bxf6 gxf6 18. He3 f5 19. Hh3 Kh7 20. f4 Bd3 21. Rd1 He6 22. Re3 Db8 23. He1 Dxf4 24. Hh5 Hf6 25. Dd1 Hg8 26. g3 Hg5 27. Rg2 Df3 28. Dxf3 exf3 29. Rf4 Be4 30. He3 Hxh5 31. Rxh5 He6 32. Rf4 He7 33. Hb3 Bc2 34. Hxf3 He1+ 35. Kf2 Hh1 36. h4 a5 37. He3 Hb1 38. He7 Hxb2 39. He2 Ha2 Staðan kom upp á rúss- neska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Sergei Volkov (2.620) hafði hvítt gegn Dimitry Bocharov (2.526). 40. Rxd5! og svartur gafst upp enda rennur c-peðið upp í borð eftir 40 … cxd5 41. c6. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessi fríði stúlknahópur stóð nýlega fyrir flöskusöfnun á Akureyri til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna, og söfnuðust 5.443 krónur. Þær heita Ólöf Katrín Elling- sen, Birna María Ellingsen, Emelía Lára Magnúsdóttir, Nanna Rán Brynjarsdóttir, Sara Dögg Eiðsdóttir, Fanndís Eva Friðriksdóttir, Greta Karen Friðriksdóttir og Amanda Sjöfn Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessir duglegu krakkar söfnuðu dósum að andvirði kr. 1.656 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Valur Snær, Daníel Ingi, Björn, Víðir, Guðmundur og Halldóra.    alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.