Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 36

Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HAGFRÆÐINGURINN dr. Jeffrey D. Sachs segir í samtali við Morgunblaðið að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki á sviði fiskveiði- stjórnunar í heiminum. Vís- indalegar mælingar Íslend- inga á stærð fiskistofna geti nýst víða um heim og Ís- lendingar geti verið fátæk- um smáríkjum fyrirmynd, einkum þeim sem byggi af- komu sína á sjávarútvegi. Sachs, sem er bandarísk- ur þróunarhagfræðingur, heldur tvo fyrirlestra í Há- skóla Íslands í dag en hann er hér á vegum forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Sá fyrri er hluti af málstofu sem haldin er á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og viðskipta- og hagfræðideildar HÍ. Þar mun Sachs fjalla um áhrif alþjóðavæð- ingar á þróunarmynstur í hagvexti í heiminum. Síðari fyrirlestur Sachs er á ráðstefnu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins um málefni þróunarlanda og þróunaraðstoð Íslendinga. Jeffrey D. Sachs er einn af virtustu hagfræð- ingum heims. Hann er margverðlaunaður fyrir störf sín og ritverk og hefur hlotið heiðurs- gráður við fjölda háskóla. Ísland gegni lykilhlutverki í fiskveiði- stjórnun  Lítið hagkerfi/11 Jeffrey D. Sachs ÞEIR máttu hafa sig alla við þessir drengir er þeir hlupu undan öld- unni sem elti þá í fjörunni við Hraunskeið í gær. Brimið var gríðar- mikið en myndin er tekin nálægt ósum Ölfusár. Drengirnir virtust skemmta sér hið besta – en skyldi þeim ekki hafa orðið dálítið kalt? Morgunblaðið/Ómar Strákar leika sér í fjörunni HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir skynsamlegt að sameina SH og SÍF og að því beri að stefna. Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að sameining að hluta eða í heild hljóti að vera ein af þeim leiðum sem eigendur félaganna muni skoða. Halldór segir að hugsanlega megi fram- kvæma sameiningu í áföngum en hann telur aftur á móti lítils virði að velta sér upp úr for- tíðinni: „Mikilvægast nú er að halda áfram að leita leiða til að styrkja starfsemi þessara mikil- vægu félaga en endamarkmiðið ætti að vera skýrt,“ segir bankastjóri Landsbankans. Bjarni Ármannsson segir „getgátur“ fráfar- andi stjórnarformanns SÍF í viðtali í Morgun- blaðinu um markmið Íslandsbanka í samein- ingartilraunum á árinu fráleitar. Í umræddu viðtali hélt Friðrik Pálsson því fram að Ís- landsbanki hafi aldrei gefið færi á öðru en yf- irtöku SH á SÍF og að bankinn hafi látið stjórnast af þröngum hagsmunum sínum og erlendra samstarfsaðila. „Vangaveltur um að Íslandsbanki gangi erinda ákveðinna hópa eða fyrirtækja, hvort sem er innlendra eða er- lendra, eiga sér enga stoð í veruleikanum,“ segir Bjarni. Að því er varðar hlut Landsbankans í SH og ráðgjöf hans vegna hugsanlegrar sameiningar við SÍF segir Halldór að þar hafi bankinn stað- ið faglega að verki. „Fullt samkomulag var um þessa vinnu bankans. Því er það afar ósann- gjarnt að gagnrýna Landsbankann síðar fyrir þátt hans sérstaklega af þeim sem að því sam- komulagi stóðu þá.“ Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbanka Íslands Enn ber að stefna að sameiningu SH og SÍF  Ósanngjarnt/4  Getgátur/4 FJÖLMENNUR fundur Eldingar, félags smábátasjómanna á norðanverðum Vestfjörð- um, skoraði í gær á Alþingi að lögfesta án tafar landsfundasamþykktir stjórnarflokkanna um línuívilnun og tryggja þar með að ákvæðið þar um í stjórnarsáttmála komi til framkvæmda eigi síðar en 1. nóvember. Það sé krafa strand- byggðanna að endurheimta þann aldagamla rétt að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum. Fundurinn lýsti og þeirri skoðun sinni að það væru dapurleg skilaboð til þjóðarinnar ef orð alþingismanna stæðu ekki, það myndi grafa undan virðingu Alþingis. Að auki var skorað á ríkisstjórnina að festa í lög lágmarksfjölda sóknardaga krókabáta. Fundurinn var haldinn í íþróttahúsinu á Ísa- firði og sótti hann á fjórða hundrað manns. Alþingi lög- festi loforð um línuívilnun  Stórar útgerðir/10 SG-hús á Selfossi stefna að því að hefja út- flutning á timburhúsum til Grænlands. Nú þegar beinar siglingar eru hafnar á milli Ís- lands og Grænlands kann að opnast veruleg- ur markaður fyrir framleiðslu fyrirtækisins þar í landi. Kanadamenn hafa einnig sýnt starfsemi SG-húsa mikinn áhuga og vilja koma á sam- starfsverkefni milli Íslands og Nýfundna- lands í framleiðslu á timburhúsum hér á landi með útflutning til Evrópu í huga en Kanada stendur utan við EES. Í þessari viku kemur til Íslands hópur Kan- adamanna gagngert í því skyni að kynna sér starfsemi og framleiðslu SG-húsa. Hyggjast selja timburhús til Grænlands  Styrkur nýrra/C26 GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra er nýkominn úr opinberri heimsókn til Mongólíu. Heimsótti ráðherrann meðal annars hirðingja- fjölskyldu ásamt föruneyti og var leystur út með gjöfum. „Þeir höfðu frétt af því að ég væri áhuga- maður um hestinn. Til þess að gleðja mig gaf hirðingjabóndinn mér því hest, sem hann mun fóðra og hafa í hjörð sinni. Þarna á ég því hest- inn Skjóna á beit í högum Mongólíu,“ segir landbúnaðarráðherra. Skjóni mun vera átta vetra og sést hér með bláan hátíðarborða. Landbúnaðarráðherrar Íslands og Mongólíu undirrituðu samkomulag um samstarf á sviði landbúnaðarrannsókna í ferðinni.  Stórbrotin upplifun/6 Skjóni í Mongólíu Guðni Ágústsson heldur í tauminn á Skjóna sínum sem mun halda til á sléttum Mongólíu. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.