Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Efnisyfirlit Ásbyrgi ........................................ 29 Berg .............................................. 45 Bifröst .......................................... 30 Borgir ...................................... 10—11 Búmenn ....................................... 40 Eignaborg .................................... 43 Eignalistinn ................................ 47 Eignamiðlun ............................. 4—5 Eignaval ....................................... 48 Fasteign.is ............................ 14—15 Fasteignamarkaðurinn .... 26—27 Fasteignamiðstöðin .................. 36 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 29 Fasteignasala Íslands ............... 15 Fasteignastofan ......................... 37 Fjárfesting .................................. 43 Fold .................................................. 6 Foss ................................................. 3 Garðatorg ................................... 44 Gimli ....................................... 18—19 Heimili ............................................. 7 Híbýli ............................................. 12 Hof ................................................ 40 Hóll ....................................... 34—35 Hraunhamar ............................. 8—9 Húsakaup ..................................... 23 Húsavík ......................................... 21 Húsið Smárinn ........................... 22 Höfði ....................................... 16—17 Kjöreign ....................................... 20 Lundur ................................. 24—25 Lyngvík ......................................... 41 Miðborg ................................ 38—39 Remax ........................................... 31 Skeifan .......................................... 13 Stakfell ........................................ 40 Valhöll .................................. 32—33 Xhús .............................................. 36 skeið sem ýmist eru almenns eðlis eða sérhæfð. Nemendur fá að loknu hverju námskeiði viðurkenningu frá skólanum. Námskeiðin eru almennt 4 einingar sem svarar til 80 kennslu- stunda eða 200 klukkustunda vinnu- framlags nemenda. Unnt er að safna einingum með því að ljúka fleiri en einu námskeiði og afla sér viðameiri réttinda til dæmis sem skoðunarmaður fasteigna, tjónamatsmaður eða matsmaður með sérþekkingu á arðgefandi eign- um. Ljúki nemandi 30 einingum, þar af stóru sjálfstæðu verkefni, útskrif- ast hann frá Tækniháskólanum með diplóma í matsfræðum. Diplómanámið er jafngilt hefð- bundnu eins árs háskólanámi. Til samanburðar má geta þess að nám í iðnfræði við Tækniháskóla Íslands er 45 einingar, nám í rekstrarfræði 60 einingar, hefðbundið B.Sc. nám 90 einingar og tæknifræði 105 einingar. Það er mat þeirra sem að skipulagn- Á símenntunarsviði Tækniháskóla Íslands er að hefjast kennsla í mats- fræðum. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum fagmanna sem fram- kvæma möt, nota niðurstöður mats- manna eða taka út fasteignir. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynn- ingu frá Tækniháskólanum, en skól- inn ákvað á síðasta ári í samráði við Matsmannafélag Íslands að taka upp símenntun á þessu sviði. Matsfræði hafa ekki verið kennd sem sjálfstætt fag á háskólastigi hér á landi áður þó að hliðstætt nám megi stunda við ýmsa háskóla í nágrannalöndum okkar. Að mati skólans er tímabært að hefja kennslu í þessu fagi sem í dag tengist fjölmörgum greinum at- vinnulífsins, ekki síst fasteigna- og húsnæðismarkaðinum. Námið sjálft er nokkuð nýstárlegt. Það er byggt upp úr sjálfstæðum ein- ingum sem gefa réttindi einar sér eða mynda einingar í viðameira námi. Boðið er uppá 9 ólík stór nám- ingu námsins hafa komið að þetta skipulag henti fagmönnum sem sækja endurmenntun í nútíma at- vinnuumhverfi. Fyrsta námskeiðið hefst þriðju- daginn 14. október og lýkur í janúar 2004. Um er að ræða námskeið sem nefnist mat fasteigna. Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir við matsstörf auk fræðilegs bakgrunns. Nemendur munu leysa raunveru- leg verkefni einir og í hópum. Þeir sem ljúka námskeiðinu eiga að hafa vald á því að meta helstu gerðir fast- eigna og skila faglegri matsgerð. Námskeiðið gefur 4 einingar. Í febr- úar hefst síðan námskeið um skoðun fasteigna sem miðar að því að gera nemendur hæfa til að skoða og semja tæmandi lýsingu á algengustu gerð- um fasteigna. Fleiri námskeið Í framhaldinu koma fleiri nám- skeið, til dæmis framhaldsnámskeið í skoðun fasteigna, námskeið í kostn- aðarmati og gerð kostnaðaráætlana og sérhæfð námskeið í markaðsmati fasteigna og mati arðgefandi eigna á borð við fasteignir og fyrirtæki. Þá má nefna námskeið fyrir tjónamats- menn, mat á mjög sérhæfðum eign- um á borð við lönd, lóðir og réttindi auk mats á eignum í dreifbýli og landbúnaðareignum og er þá ekki allt talið. Frekari lýsingu á náminu er að finna á heimasíðu Tæknihá- skólans. Margir vinna við matsstörf án þess að hafa sótt skóla eða lokið prófum. Þessir menn hafa margir öðlast tals- verða reynslu og þekkingu. Þessir menn munu geta fengið reynslu sína metna til eininga ef þeir sækja námið og geta þannig stytt sér leið. Tækniháskólinn hefur skipað fagráð 6 manna sem allir hafa langa reynslu af matsstörfum. Fagráð mun auk þess að stýra náminu faglega meta þekkingu einstaklinga sem þess óska. Inntökuskilyrði í námið er stúdentspróf eða hliðstætt nám. Meistararéttindi og hliðstæð réttindi verða metin allhátt. Þá er nauðsyn- legt að umsækjendur hafi reynslu af fasteignamarkaðinum. Tækniháskólinn heldur sérstakan kynningarfund fimmtudaginn 2. október kl 17.30 í húsakynnum skól- ans Höfðabakka 9. Kennsla hefst þriðjudaginn 14. október kl 17.00. Aðgangur að námskeiðinu er tak- markaður við 20 nemendur. Nánari upplýsingar veitir Jens Arnljótsson verkefnisstjóri símenntunar THÍ. Nýtt nám í matstækni Tækniháskóli Íslands TÆKNINNI fleygir sífellt fram. Hann er ekki fyrirferðarmikill tölvustýribún- aðurinn sem stýrir hita og raka og loftflæði, sem og þvotti á húsnæðinu í nútíma svínabúi, sem er vel útbúið hvað tölvubúnað varðar. Tölvustýring Morgunblaðið/Guðrún alla mánudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.