Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 1
mánudagur 29. september 2003 mbl.is w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Nýtt nám Nýtt nám í matstækni er nú að hefjast á símenntunarsviði Tækniháskóla Íslands, kennsla í matsfræðum, sniðin að þörfum fagmanna. 2 // Baldursgata Freyja Jónsdóttir fjallar hér um áberandi hús við Baldursgötu/Óðinsgötu sem bræðurnir Jón og Eiríkur Ormssynir byggðu um 1920. 19 // Hótel Snæfell Hjá Hóli á Egilsstöðum er til sölu Austur- vegur 3 á Seyðisfirði, betur þekkt sem Hótel Snæfell. Hús þetta á sér langa, merki- lega sögu. 42 // Einbýli í Gíneu Eila Kivekäs, stofnandi þróunarfélags V-Afríku, valdi hina þekktu arkitektastofu Heikkinen+Komonen til að hanna fyrir sig hús. 46 EINKANEYSLA hefur aukist í þjóðfélaginu að undanförnu. Íbúða- lánasjóður telur að mikill vöxtur einkaneyslu sé að mestu fjármagn- aður af bönkum og fyrirtækjum í þeirra eigu með dýrum háum vöxt- um skammtímalána. Þetta hafi valdið þrýstingi á verð fasteigna og hækkað ávöxtunarkröfu á skulda- bréfamarkaði. „Þótt sumar greiningardeildir bankanna telji að vöxtur í útlánum Íbúðalánasjóðs sé að valda þenslu, þá gleymist að það er heildarvöxt- ur útlána og heildarstærðir mark- aðarins sem hafa efnahagsleg áhrif. Staðhæfingar um að húsbréfaút- gáfu Íbúðalánasjóðs sé um að kenna standast ekki þótt ljóst sé að Íbúðalánasjóður sé einn af áhrifa- völdum á fjármálamarkaði,“ segir Hallur Magnússon, sérfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. „Heildarútlánaaukning lánakerf- isins til heimila á árinu 2003 er um 4,15% eða um 30 milljarðar króna. Útlánaaukning til fyrirtækja nem- ur hins vegar 12,75% eða 125 millj- örðum króna. Útlánaaukning til heimila skipt- ist á milli tveggja meginþátta. Lán vegna íbúðahúsnæðis sem eru hrein fjárfestingarlán og önnur lán einstaklinga sem fyrst og fremst eru neyslulán. Þegar skoðaðar eru tölur Seðla- banka Íslands um flokkun útlána Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða, banka og ýmissa annarra lánafyr- irtækja svo sem eignaleigufyrir- tækja og greiðslukortafyrirtækja kemur í ljós að neyslulán einstak- linga hafa vaxið mun meira á þessu ári en fjárfestingalán til íbúða- kaupa.“ Hallur bendir á að Íbúðalána- sjóður lögum samkvæmt lánar ein- göngu fjárfestingalán til íbúðarhús- næðis. „Vöxturinn í einkaneyslu sem er umfram launahækkanir eigi sér því fyrst og fremst stað í vexti útlána til fyrirtækja og einstak- linga af hendi bankakerfisins og fyrirtækja í þeirra eigu. Ástæður útlánaaukningarinnar séu lækkandi stýrivextir Seðlabanka, lækkun bindiskyldu banka og sparisjóða og óvenju góð lausafjárstaða þeirra á sama tíma og eftirspurn eftir lánsfé hafi aukist. Íbúðalánasjóður er fjárfestinga- sjóður íslenskra heimila en ekki neyslulánasjóður eins og sumir talsmenn viðskiptabankanna hafa haldið fram að undanförnu. Eigna- myndun íslenskra heimila í gegn- um séreignastefnuna hefur verið gríðarleg á síðustu 50 árum, en alls nemur brunabótaverðmæti íslensks íbúðarhúsnæðis 1.500 milljörðum íslenskra króna. Íbúðalánasjóður og forverar hans hafa leikið lykilhlutverk í þessari eignamyndun heimilanna sem er einn af hornsteinum öflugs samfélags og grundvöllur fé- lagslegrar jöfnunar,“ segir Hallur. Vextir hækka vegna auk- inna útlána bankakerfisins                      Í RAMMASKIPULAGI fyrir Reykja- nesbæ koma fram ýmsar hugmynd- ir varðandi þróun bæjarins. Gera á bæinn sýnilegri m.a. með því að koma fyrir björgum meðfram Reykjanesbraut, sem blasa við þeim, sem aka þar um. Svokölluð lífæð er þungamiðja skipulagshugmyndarinnar. Hún liggur eftir endilöngum bænum, gefur byggðinni samhengi og tengir bæjarfélagið í eina heild. Lífæðin mun liggja frá Grófinni um Hafn- argötu og Njarðarbraut í átt að framtíðarbyggð bæjarins til aust- urs. Þar myndar hún vaxtarbrodd og ný hverfaþjónusta getur byggzt upp samhliða íbúðarbyggðinni. Í Innri Njarðvík er fyrirhuguð uppbygging íbúðasvæðis í framhaldi af núverandi byggð, sem yrði þá all- stórt hverfi, en miðað er við að full- byggt myndi svæðið eitt skóla- hverfi. /28 Reykja- nesbær  !      &'         &( ) * + , - - ). " - / 0 0     !            *)* . " 0+ - / , 0 - -      " #  $ % 1 # *   0  2 3# 4  5  6 33  7% %8 0 7% %8 , 7% %8 0 7% %8 ( '  9 ! : %' 9( &9 &( 99 9( 9 ( !9 !( 9 "& ' ( ### ) ! &  ! ! ! !" !((( 9(( ((( 9(( ((( 9(( * + # + , + * +' #'+ '# - & ! .       %' % '! %;&    0% %     $  % %!' %:99 % (; !%( &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.