Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 28
28 C MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir R ammaskipulagi Reykjanes- bæjar er ætlað mikið hlut- verk. Vinna við gerð þess hófst 2002 og markmiðið er að móta heildarhugmynd að frek- ari þróun þeirrar byggðar, sem fyrir er og að framtíðaruppbyggingu bæj- arfélagsins á nýju landsvæði til aust- urs. Þetta er aðgengilegt rit, prýtt fjölda mynda og skemmtileg lesning fyrir alla. Saga byggðarinnar er rak- in á ljóslifandi hátt, en Keflavík og Ytri- og Innri-Njarðvík hafa vaxið upp sem sjálfstæð samfélög og ber Reykjanesbær þess glögg merki. Byggðin er fremur lág og eru einn- ar til þriggja hæða hús einkum áber- andi. Hafnargata, Njarðarbraut og Hringbraut eru helztu götur bæjar- ins og bæjarbragur einkum líflegur við Hafnargötu og nágrenni hennar. „Reykjanesbær hefur margvíslega sérstöðu,“ segja arkitektarnir Hall- dóra Bragadóttir og Helgi B. Thor- oddsen hjá Kanon-arkitektum ehf., en þau eru aðalhönnuðir ramma- skipulagsins. „Þar má nefna strand- lengjuna, hafnirnar og tengslin við sjóinn ásamt nábýli við alþjóðaflug- völl og orkusvæði. En það vantar upp á að bærinn sé nægilega sýnilegur og eitt af mark- miðum skipulagsins, ásamt því að efla gömlu bæjarfélögin í eina heild, er að bæta úr því. Takmarkið er að gera bæinn sýnilegri jafnt út á við sem inn á við, ef svo má segja, með því að skapa fjölbreyttara og forvitni- legra umhverfi. Næsta skref er að kynna þetta fyrir almenningi.“ Forsendur fyrir deiliskipulagi Rammaskipulag er ekki hluti af lögformlegu skipulagi heldur tæki til að stýra því á markvissan hátt. „Þeg- ar stórt svæði er lagt til skipulags, er nauðsynlegt að sjá allt svæðið fyrir í heild og í samhengi við eldri byggð, áður en hafizt er handa við deiliskipu- lagningu,“ segja höfundarnir. „Rammaskipulag felur að auki í sér kynningar- og upplýsingarefni fyrir almenning. Það er nauðsynlegt, að þau sjónarmið, sem sett eru fram í rammaskipulagi séu augljós og að- gengileg fyrir alla. Auk þss að marka stefnuna fyrir framtíðina, er þessu rammaskipulagi fyrir Reykjanesbæ ætlað að varð- veita og efla sérstöðu hvers bæjar- hluta en um leið að skapa samhengi í byggðinni.“ Hugmyndir eru settar fram um að viðhalda og skapa nýtt bæjarum- hverfi, þar sem íbúðir, verzlanir, þjónustuhúsnæði, götur og torg móta umgjörð mannlífsins. Í samræmi við þetta er ekki gert ráð fyrir hreinni aðgreiningu íbúða frá verzlunar- og þjónustusvæðum heldur blöndun byggðarinnar. Lífæð og áherzlusvæði Rammaskipulagið byggist annars vegar á áherzlusvæðum og hins veg- ar á lífæð, en hún liggur eftir endi- löngum bænum í gegnum áherzlu- svæðin. Ennfremur er gert ráð fyrir, að strandleið þræði standlengju bæj- arins. „Lífæðin er þungamiðja skipulags- hugmyndarinnar,“ segja arkitekt- arnir. „Hún liggur eftir endilöngum bænum, gefur byggðinni samhengi og tengir bæjarfélagið í eina heild. Hugmyndin er að eitt bæjarsvæðið taki við af öðru og fléttist saman í fjölskrúðuga heild.“ Lífæðin mun liggja frá Grófinni um Hafnargötu og Njarðarbraut í átt að framtíðarbyggð bæjarins til aust- urs. Þar myndar hún vaxtarbrodd og ný hverfaþjónusta getur byggzt upp samhliða íbúðarbyggðinni. „Þessi framtíðarbyggð mun byggj- ast upp á löngum tíma og því er nauð- synlegt, að rammaskipulagið feli í sér skýra og einfalda heildarhugmynd að uppbyggingu, sem rúmað geti breyti- leg skipulagssjónarmið,“ segja arki- tektarnir. Samtímis verður lögð áherzla á að styrkja lífæðina, þar sem hún liggur um þá byggð, sem fyrir er. Þar má nefna þéttingu byggðar, endurbætur gatna og gangstétta og notkun trjá- gróðurs. Ásýnd bæjarins frá Reykjanesbraut Eitt af markmiðunum með rammaskipulaginu er að taka til skoðunar ásýnd bæjarins frá Reykja- nesbraut og hefur sá hluti skipulags- vinnunar verið unninn í samstarfi við Birki Einarsson landslagsarkitekt hjá MFF ehf. „Fjöldi fólks ekur á degi hverjum framhjá bænum, án þess að gefa hon- um sérstakan gaum, jafnvel þótt leið- in liggi um land bæjarfélagsins,“ segja arkitektarnir. „Þetta skýrist m. a. af legu byggð- arinnar meðfram sjó, niður af hrað- braut. Sérstaða bæjarins birtist að- komumanni fyrst þegar komið er að sjávarsíðunni.“ Ætlunin er að kennileiti í formi umhverfisverka af ýmsum toga verði útverðir bæjarins að Reykjanes- braut. „Nefna má t.d. landmótun, að- flutt björg og raflýsingu,“ segja arki- tektarnir. Austasta kennileitið fengi hlutverk hliðs að Reykjanesbæ. „Orkugarður“ gæti verið á einum þessara staða t. d. í hvilft nálægt hita- veitutönkum.“ Þetta er ekki síður gert til þess að auka ánægju ökumanna sem um svæðið fara. Tvöföldun Reykjanes- brautar og stækkun byggðar til aust- urs munu skapa góð tækifæri í þeim tilgangi. Kennileiti við strandleiðina eiga aftur á móti að vera minni í sniðum, enda miðuð við hægari umferð ak- andi og gangandi fólks. Nyrstu tvö kennileitin eru minnismerki sjó- manna á móts við Norðfjörðsgötu og Vatnsnesviti og því næst nýtt kenni- leiti við Njarðvíkurhöfn. Naust vík- ingaskipsins Íslendings, sem verður hluti af fyrirhuguðum Víkingaheimi, verður kennileiti við Njarðvíkurfitj- ar. Nýtt íbúðasvæði í Innri-Njarðvík Í Innri-Njarðvík er fyrirhuguð uppbygging íbúðasvæðis í framhaldi af núverandi byggð, sem yrði þá all- stórt hverfi, en miðað er við að full- byggt myndi svæðið eitt skólahverfi. Lagt er til að tjarnarsvæðið og um- hverfi þess, haldi sér að miklu leyti og tjarnirnar framlengdar til suðurs. Þetta svæði gefur byggðinni sérstöðu og fallegt umhverfi. Núverandi leik- skóli og nýr grunnskóli eru innlimuð í tjarnar- og náttúrusvæðið. Sunnan lífæðarinnar tekur við blönduð byggð íbúða og hverfisþjón- ustu ásamt íþrótta-, spark- og leik- völlum. Sjálfstæður markaður Fasteignamarkaðurinn í Reykja- nesbæ hefur haft yfir sér mjög sjálf- stætt yfirbragð og verið algerlega óháður markaðnum á höfuðborgar- svæðinu. Íbúar í bænum eru nú tæp- lega 11.000 og hefur sú tala haldizt nær óbreytt undanfarin ár. Bærinn hefur að kalla alveg staðið utan við þá byggingarþenslu, sem einkennt hefur höfuðborgarsvæðið á undanförnum árum. Á því kann samt að verða breyting fyrr en nokkurn varir. Bygging nokkurra háhýsa inni í bænum eru vísbending í þá átt. Nú er unnið að því að breikka Reykjanesbrautina og það verður því enn greiðara að komast á milli til Reykjavíkur en áður. Byggðin stefn- ir í austur í átt til Hafnarfjarðar, þannig að nýsvæðin austur af Innri- Njarðvík verða ekki eins fjarlæg í vit- und fólks á höfuðborgarsvæðinu og ella. Fjarlægðir eru oft meira merki um afstöðu og hugarástand en nokkuð annað. Sú var tíðin að mörgum Reyk- víkingum fannst það vera að flytja út í buskann að fara suður fyrir Kópa- vogslæk. Enginn hugsar þannig nú. Þetta er vert að hafa í huga, þegar gengið er um strandlengjuna í Innri- Njarðvík, en þá blasir við bygging- arland með sjávarútsýni, sem óvíða á sinn líkan á öllu höfuðborgarsvæðinu. Nýtt rammaskipulag fyrir Reykjanesbæ Markmiðið er að gera bæinn sýnilegri Morgunblaðið/Þorkell Höfundar rammaskipulagsins eru arkitektarnir Helgi B. Thoroddsen og Hall- dóra Bragadóttir hjá Kanon-arkitektum ehf. og Birkir Einarsson (fyrir miðju), landslagssarkitekt hjá MFF ehf. Gera á bæinn sýnilegri m.a. með því að koma fyrir björgum meðfram Reykja- nesbraut, sem blasa við þeim, sem aka þar um. Meginhugmynd að skipulagsáætlun fyrir Reykjanesbæ. Hún byggist annars vegar á áherzlusvæðum og hins vegar á meginlífæð. Lífæðin liggur eftir endilöngum bænum gegnum áherzlusvæðin, sem ganga þvert á lífæðina. Hún tengir bæjarfélagið í eina heild. Ennfremur er gert ráð fyrir strandleið, sem þræðir strandlengju bæjarins. Hverfis- kjarnar eru þar sem lífæð og áherzlusvæði skerast. Myndin sýnir dæmi um byggðamynstur, sem endurspeglar skipulagssjónarmið rammaskipulagsins í Vatnsnesi. Þar er nú atvinnuhúsnæði, sem stendur tómt að hluta. Varpað er fram hugmyndinni um blandaða byggð íbúða, verzlunar, at- vinnuhúsnæðis og hafnar. Horft yfir Reykjanesbæ. Íbúar eru nú um 11.000. Reykjanesbær horfir til framtíðar. Magnús Sigurðs- son kynnti sér nýja rammaskipulagið, en þar eru línurnar lagðar fyrirframtíðarþróun bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.