Morgunblaðið - 03.11.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.11.2003, Qupperneq 14
14 C MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fífusel - björt, falleg og rúmgóð - 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Suðvestursvalir. Íbúðin skiptist í gott hol, 3 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherb. og þvottahús. Hjónaher- bergi með nýjum fataskápum og nýju park- eti á gólfi. Parket á stofu og holi. Flísalagðar svalir. Falleg eign Áhv, 4.7 m. Verð 12.7 m. Svarthamrar Góð íbúð með sérinngangi á annarri hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er 106,0 fm. Komið er inn í forstofu, með skáp og flísum á gólfi. Parket á stofu. Eldhúsið er rúmgott með góðum borðkrók. Svalir eru að hluta til yfirbyggðar og þar er gólf flísalagt. Mjög rúmgóð íbúð og björt. Verð 13,7 millj. Urðarstígur Vorum að fá í einkasölu 2ja herbergja séreign á Urðarstíg. Með húsinu er fylgieign 27,9 fm en húsið sjálft er 37,5 fm. Húsið skiptist í stofu, herbergi, salerni og eldhús ásamt fylgieign. Skemmtileg staðsetning í hjarta borgarinnar. Eignin þarfnast standsetningar. Verð 9,9 millj. Hringbraut Glæsileg og mikið endurnýjuð 2ja herb. íbúð í góðu fjölbýli á þessum sívin- sæla stað. Parketlagt hol. Allt nýtt í eldhúsi. Stofan er parketlögð með útgangi út á góð- ar suðursvalir. Svefnherbergið parketlagt og nýr skápur. Baðherbergið er flísalagt, sturt- uklefi, ný innrétting. Glæsileg eign. Verð 11,9 millj. Engihjalli 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í lyftuhúsi. Gengið upp nokkrar tröppur. Íbúðin skiptist í forstofu með parketi. Sér sjónvarpshol. Eldhús með upprunalegri innréttingu. Stofa með parketi. Baðher- bergi flísalagt. Tvö svefnherbergi með skápum og viðargólfum. Þvottahús á stiga- gangi með tækjum. Sérgeymsla fylgir íbúð- inni. Snyrtileg sameign. Húsið hefur verið tekið í gegn að utan. Verð 11,9 millj. Lautasmári Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð. Hol með góðum skáp- um úr beiki. Rúmgott hjónaherbergi með stórum skápum úr beiki sem og barnaher- bergi. Snyrting með flísum. Eldhús með ljósri eldhúsinnréttingu með beikiköntum. Inn af eldhúsi er þvottahús. Rúmgóð og björt stofa með svölum í vestur. Þetta er björt og mjög snyrtileg íbúð í góðu hverfi þar sem leikskóli, skóli, verslanir og öll önn- ur þjónusta er innan seilingar. Verð 12,9 m. Kríuhólar Glæsileg 3ja-4ja herbergja íbúð í litlu fjölbýli. Íbúðin er öll mikið endurnýjuð með parketi á gólfum, fallegum innrétting- um og flísalögðu baði með nuddbaðkari. Eign sem vert er að skoða.Á eigninni hvíla 7.4 millj. Verð 12,5 millj. Sveighús Stórglæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum (þremur pöllum). Hellulagt bílaplan, holtagrjót, verönd með heit- um potti og gróður umlykur húsið á alla vegu. Eign á frábærum stað þar sem öll þjónusta er innan seilingar. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 6,8 millj. Verð 31,9 millj. Byggðarendi Glæsilegt 234,5 fm einbýlishús á tveimur hæðum á vinsælum stað í rólegum botnlanga með fallegu út- sýni yfir sjóinn og Elliðaárdalinn auk 25,3 fm bílskúrs. EIGN Í SÉRFLOKKI. Verð tilboð Suðurhús Stórglæsilegt einbýlishús, 299,2 fm ásamt ca 50 fm aukarými á frábær- um stað í Grafarvogi. Húsið stendur á jaðri óbyggðs svæðis og er útsýnið óviðjafnanlegt til austurs og vesturs. Um er að ræða skemmtilegt skipulag þar sem forstofa, borðstofa, stofa, eldhús og sólstofa eru á efri hæðinni ásamt bílskúr sem er innréttaður sem íbúð. Á neðri hæð er síðan stórt baðherbergi, og a.m.k. 6 herbergi þar með talinn tvö herbergi í ósamþykktu rými. Húsið þarfnast einhverrar stands- etningar. Verð 35,9 millj. Lindarberg - Hafnarf. Glæsilegt 206,4 fermetra parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, vel staðsett, fallegt útsýni, góð staðsetning í Hafnarfirði. Gólfefni eru náttúrusteinn og massíft merbau- parket. Glæsilegar sérsmíðaðar inn- réttingar. Hellulagt bílaplan ásamt glæsilegum garði. Verð 27,9 millj. Þorláksgeisli Stórglæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum á frábærum útsýnisstað rétt hjá golfvellinum. Húsið skilast í nú- verandi ástandi þ.e. fokhelt að innan og ómúrað að utan. Nánari uppl. á skrifstofunni. Grænlandsleið Glæsilegar efri og neðri sérhæðir til sölu á frábærum stað í Grafarholti. Húsin skilast fullbúin að utan, hraun- uð en ómáluð. Lóð verður grófjöfnuð. efri hæð er 111 fm en sú neðri 117,4 fm. Verð frá 17,4 millj. Vantar í Grafarvogi Vantar lítið sérbýli í Grafarvogi fyrir ákveðinn kaupanda verð frá 15-25 millj. Grænlandsleið Stórglæsileg raðhús á tveimur hæð- um, 215 fm að stærð auk 21 fm auk- arýmis á neðri hæð. Raðhúsin af- hendast fokheld að innan en fullbúin að utan, hraunuð, með hvítmáluðum gluggum og hurðum. Lóð er grófjöfn- uð. Húsin eru sérlega björt og bjóða upp á skemmtilega innanhússhönn- un. Sjón er sögu ríkari. Verð 16,5 m. Reykjavík. Eignamiðlun er með í sölu núna einbýlishús að Þjórsárgötu 6, 101 Reykjavík. Um er að ræða timburhús á steinsteyptum grunni, byggt árið 1934. Það er 207 fermetrar og því fylgir rösklega 20 fermetra bíl- skúr og mjög stór garður, en húsið stendur á eignarlóð. „Þetta er fallegt og hlýlegt hús sem töluvert hefur verið endurnýjað og er á mjög góðum stað,“ sagði Magnea Sverrisdóttir hjá Eignamiðlun. „Komið er inn í forstofu, þaðan sem liggur fallegur og breiður stigi upp á loft og annar niður í kjallara. Á aðalhæð er gengið inn í lítinn gang og úr honum inn í stóra og bjarta stofu og borðstofu. Í stofunni er stór og myndarlegur arinn. Úr stofu er gengt út á verönd og út í garð. Á aðalhæð- inni er ennfremur eldhús og her- bergi. Á efri hæð eru tvö herbergi og stórt baðherbergi og geymsluris er þar yfir. Í kjallara er tveggja her- bergja íbúð með sér inngangi og þvottahús. Upprunalegar gólffjalir eru á gólfum. Garðurinn er sem fyrr sagði mjög stór og snýr í suður. Ásett verð er 27 millj. kr.“ Þjórsárgata 6 Þjórsárgata 6 er til sölu hjá Eignamiðlun, þetta er 207 fermetra hús með aukaíbúð í kjallara. Ásett verð er 27 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.