Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 30

Morgunblaðið - 03.11.2003, Side 30
svar er sent frá miðlara Morgun- blaðsins til miðlara Loftmynda, sem þá svara með því að senda loftmynd með rauðum punkti ofan á þeirri eign sem skoðuð er í viðkomandi til- viki.“ Hvað sést á loftmyndunum? „Á loftmyndum þessum sést allt sem sést á venjulegum loftmyndum vegna þess að þær eru teknar í lág- flugi og eru með mikilli upplausn. Á loftmyndinni sést eignin og hennar næsta nágrenni í þremur mismun- andi mælikvörðum.“ Næsta skref að sjá loftmynd- ir í samhengi við þjónustu Getur fólk þá séð afstöðu eignar- innar í samhengi við skóla, leikskóla og verslanir t.d.? „Sú þjónusta er ekki fyrir hendi enn þá, en hún er næsta skref. Við hyggjumst á næsta ári á höfuðborg- arsvæðinu bjóða upp á að sýna þjón- ustu sem fólk almennt leitar eftir við íbúðakaup á slíkum loftmyndum. Einnig verður þá hægt að sjá stræt- isvagnaleiðir og biðskýli. Að svo komnu máli er þessi þjón- usta bundin við Suðvesturland en Loftmyndir ehf hafa í hyggju á næstu tveimur árum að byggja upp svona gögn fyrir allt þéttbýli. Um það bil hundrað staði nánar til tekið.“ Er svona þjónusta fyrir hendi er- lendis? „Já, svona þjónusta er orðin al- menn, einkum á Norðurlöndum.“ Þarf mjög sérhæfð tæki til að skila svona myndum? „Já til þess að geta tekið svona myndir þarf mjög sérhæfðan búnað, bæði myndavél og flugvél og síðan gagnamiðlara. Þessum tækjabúnaði hafa Loftmyndir nú komið sér upp.“ Er þetta dýr þjónusta? „Okkar von er sú að notkunin verði það almenn að notandinn taki nánast ekki eftir kostnaðinum sem er þessu samfara.“ Er þessi þjónusta nú veitt gegnum fasteignasölur? „Fasteignasalan Gimli tók að sér að „prufukeyra“ þessa þjónustu og hefur hún verið virk síðustu tvo mán- uði. Til þess að veita þessa þjónustu höfum nú safnað í gagnabanka hverju einasta heimilisfangi á Suð- vesturlandi og stefnum á að ljúka öllu landinu á næstu tveimur árum.“ Hefur þetta verið kostnaðarsöm vinna? „Já, vissulega hefur þetta verið kostnaðarsamt en við lítum á þetta sem langtímafjárfestingu og for- sendur fyrir að geta veitt þessa þjón- ustu.“ Hver innheimtir gjöldin fyrir þessa þjónustu? „Það gerir Morgunblaðið með því að senda fasteignasölum ákveðinn þjónustureikning í hverjum mán- uði.“ L oftmyndatökur hefur fyrir- tækið Loftmyndir ehf stundað frá 1996. Nú býður fyrirtækið upp á það sem á ensku kallast WMS þjónustu, sem er Web Base Mapservice - eða svoköll- uð vefkort. „Þetta er fyrsta þjónustutilboðið af þessu tagi hér á landi sem við bjóðum hér í samvinnu við Morgun- blaðið,“ segir Örn Arnar Ingólfsson hjá Loftmyndum ehf. Hvað felst í þessari þjónustu? „Það að þegar væntanlegur við- skiptamaður, í þessu tilfelli við- skiptavinur fasteignasölu, skoðar til- tekna eign á mbl.is þá hefur bæst inn lína sem segir: „Skoða kort.“ Það Ný þjónusta — loftmyndir fyrir fasteignakaupendur Ný þjónusta er nú í boði hjá Loftmyndum ehf. í samstarfi við Morgun- blaðið. Örn Arnar Ingólfs- son segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þessari þjónustu sem veitt er gegnum mbl.is og í samstarfi við þær fast- eignasölur sem það kjósa. Ljósmynd/Skúli M. Þorvaldsson Á þessari loftmynd frá Loftmyndum ehf. má sjá Morgunblaðshúsið, merkt með rauðum depli, og nánasta umhverfi þess. 30 C MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALAN Gimli hefur nýtt til reynslu þjónustu Loft- mynda ehf. „Viðbrögð þeirra sem nýtt hafa sér þessa þjón- ustu hjá okkur hafa verið al- menn ánægja og þeir telja þetta kærkomna við- bót við það sem við hjá Gimli höfum þegar haft upp á að bjóða, þ .e.a.s. myndir innan húss og grunnteikningar,“ segir Hákom Svavarsson hjá Gimli. „Það tekur marga dágóðan tíma að uppgötva þennan mögu- leika, flestir kaupendur halda að um venjulegt kort sé að ræða. Kaupendur verða mjög hissa þeg- ar þeir sjá að um ljósmynd er að ræða, sem tekin er úr mismun- andi hæð, og þannig hægt að skoða nærliggjandi götur og hverfi. Kaupendur spá mikið í umhverfi viðkomandi eignar og þá með til- liti til verslunar, þjónustu og skóla. Kaupendur fá með loft- mynd heildaryfirsýn næsta um- hverfis, þéttleika byggðar og gatnakerfi. Það skiptir kaupendur með börn í grunnskóla verulega miklu máli hvernig leið barna er í skóla og hvort þau þurfa að fara yfir miklar umferðargötur. Íbúðarkaup er framtíðarfjárfesting fjölskyld- unnar, góðar upplýsingar um nán- asta umhverfi væntanlegs heim- ilis er forsenda farsælla viðskipta. Það má segja að loftmyndir á vef fasteignasölunnar Gimli á mbl.is tryggi betri þjónustu sem auð- veldi kaupendum ákvörðunartöku í svo veigamiklum viðskiptum. Hafa aðrir fasteignasalar sýnt áhuga á þessu framtaki? „Já, það hafa ýmsir kollegar mínir hringt og spurt út í þetta og viljað gjarnan hafa aðgang að þessum upplýsingum. Þetta veitir gott aðgengi að upplýsingum og auðveldar fasteignasölum að sýna væntanlegum kaupendum nákvæma staðsetningu viðkom- andi eignar.“ Loftmyndir veita heildaryfirsýn Hákon Svavarsson hjá Gimli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.