Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 3

Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 3
23.11.2003 | 3 4 Flugan Flugan er fljót að hefja sig til flugs og taka stefnuna á alls lags merkileg mannamót. 6 Birna Anna leggur m.a. út af bandarískum sjónvarpsþátt- um um forrík ungmenni, sem æða glórulaus um verslanir með kreditkort foreldra sinna upp á vasann. 6 Lofar góðu Einar Þorsteinsson viðskiptafræðingur hygg- ur á meistaranám í fjármálum í Bretlandi. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper dregur upp mynd af Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna. 10 101 alheimur Fyrsta Hollywoodmynd Hallgríms Helga- sonar, Herra Alheimur, er reyndar bók. Í henni er Guði lýst sem fremur lífsleiðum náunga með bumbu og í þvældum inni- skóm. 14 Íslendingar í Hollywood Allt frá tímum þöglu myndanna hafa Íslendingar drepið niður fæti í stóriðjuveri draumanna. Nokkrir hafa annað slagið sést á hvíta Hollywood-tjaldinu. 20 Að lifa án lífsförunautar Enda öll ævintýri á að prinsinn hittir draumaprinsessuna? Sambúð tveggja einstaklinga er ekki endilega sú leið sem allir velja sér í lífinu. 24 Við segjum ekki nóg „Útlendingar eiga ekki sameiginlegar forsendur í Íslendingabók og því er gil sem þarf að brúa,“ segir Toshiki Toma, prestur innflytjenda. 26 Hundalíf Á hundasýningum kyssast hundaeigendur og óska hver öðrum gleðilegs sýningardags. 29 Straumar Um helmingur söngvaranna á Motown- sýningunni á Broadway eru útlendingar, búsettir hérlendis. Augliti til auglitis við Clint Eastwood. Tíska, hönnun, ferðalög, byggingarlist, matur og vín. 42 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum hliðum á mannlegum málum. 45 Frá mínum sófa séð og heyrt Sigga Beinteins mælir með geisladiski, myndbandi, sjónvarpsþætti, bók og vefsíðu. 45 Maður eins og ég Guðjón Friðriksson sagnfræðingur svarar nokkrum spurningum eftir bestu samvisku. 46 Pistill Friðrik Erlingsson dregur í efa að RÚV sé eina Almannavarnarflauta þjóðarinnar. 24 2610 32Forsíðumyndina tók Golli á heimili Hallgríms Helgasonar miðvikudaginn 12. nóvember 2003. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. „Þeir sem lifa óvenjulegu lífi skrifa venjulegar bækur og þeir sem lifa venjulegu lífi skrifa óvenjulegar bækur,“ segir Hallgrímur Helgason rit- höfundur í samtali við Þorstein J. í Tímariti Morgunblaðsins. En hvaða bækur eru óvenjulegar, hverjar venjulegar, hverjir eru venjulegir, hverjir óvenjulegir og hvaða blöð – eða tímarit eru venjuleg? Fátt er nýtt undir sólinni, segir klisjan, sem einmitt er klisja af því þetta er rétt. Nánast allt sem mennirnir taka sér fyrir hendur í lífi og list kann að vera óvenjuleg útfærsla á því venjulega, klisj- unni. Hallgrímur leitar fanga í Hollívúdd og skapar sögupersónum sínum ásjónu frægra leikara. Slíkt er svosem ekki alveg nýtt af nálinni í íslenskum samtímabókmenntum, þótt ekki sé það „venjulegt“. Hollí- vúdd hefur löngum haft aðdráttarafl fyrir þá sem vilja skapa sér frægð og frama í heimi kvikmyndanna. Meira að segja nóbelsskáldið Halldór Laxness dvaldi þar á sínum ungdómsárum og skrifaði kvikmynda- handrit. Allt frá þriðja áratug liðinnar aldar hafa Íslendingar sést annað slagið á hvíta Hollívúdd-tjaldinu í misbitastæðum hlutverkum. Hildur Einarsdóttir hafði uppi á þeim og stiklar á ferli hvers og eins – sem kann að vera óvenjulegur í augum flestra landa þeirra. Skarphéðinn Guðmundsson hitti svo mesta harð- jaxl kvikmyndanna, Clint Eastwood, og þótti hann afalegur, soldið eins og „tengdó“. Skyldi hann setja kartöflurnar yfir klukkan korter í sjö eins og Guðbergur Bergsson er vanur að gera, að sögn Hallgríms Helgasonar? Viðtalið við Clint Eastwood er kannski ekki það óvenjulegasta í heimi viðtalanna, en enginn hefur þó áður líkt stjörnunni við tengdapabba Skarphéðins Guðmundssonar. 23.11.03

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.