Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 6

Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 6
6 | 23.11.2003 S agt er að ekki sé hægt að kaupa hamingjuna. Stundum erlíka sagt að ekki sé hægt að kaupa status. Þannig að þráttfyrir þau völd, áhrif og þægindi sem peningar geti fært fólki nú til dags eru viss eftirsóknarverð gæði í nútímanum ekki föl fyrir fé. Þessu sjónarmiði hefur hópur ungra bandarískra erf- ingja komið til skila með nokkuð afgerandi hætti undanfarið. Ungir ríkir erfingjar eru áberandi í bandarísku sjónvarpi í vet- ur. Fyrir skömmu sýndi sjónvarpsstöðin HBO heimildarmyndina ,,Born Rich“ (Fædd rík) eftir Jamie Johnson, 23 ára gamlan erf- ingja Johnson&Johnson auðæfanna, um líf ungs fólks sem veit ekki aura sinna tal. Johnson, sem eðli málsins samkvæmt veit hvers á að spyrja, ræðir við krakkana um óttann við að misstíga sig og verða þar af leiðandi gerð arflaus, óöryggið sem fylgir því að vita ekki hvort fólk hafi áhuga á þeim vegna persónu þeirra eða peninganna, baráttu þeirra við öfundina og þrána eftir því að gera eitthvað upp á eigin spýtur. Reyndar segir Johnson sjálfur að gerð heimildarmyndarinnar hafi verið skref í þá áttina fyrir hann. Gagnrýnendur hafa lofað myndina og þykir hún gefa athygl- isverða innsýn inn í líf hóps sem samanstendur nefnilega ekki af spilltum krakkaormum heldur vel gerðu fólki sem þráir hamingj- una á sömu forsendum og hver annar. Þeir sem hins vegar vilja halda í ímyndina af dekurrófunni sem hefur aldrei dýft hendinni í kalt vatn, geta svo skemmt sér yfir þáttunum ,,Rich Girls“ (Ríkar stelpur) þar sem fylgst er með menntaskólastelpunum Ally Hilfiger (dóttur tískurisans Tommy) og Jamie Gleicher, þar sem þær vaða glórulausar um verslanir og snyrtistofur vopnaðar kreditkortum foreldra sinna. Þótti fyndið þegar stelpurnar sátu í limma í miðju búðarráp- inu og tóku fram við myndavélarnar að þeim finnist í alvöru allir vera jafnir ,,hvort sem það er ruslakarlinn, leigubílsstjórinn eða afgreiðslukon- an hjá Prada“. Stelpurnar áttu sjálfar frumkvæði að gerð þáttanna og sagt er að dagskrárstjórarnir á MTV hafi hoppað hæð sína af kæti þegar þær höfðu samband og báru upp hugmyndina. Þá eru ótaldir þættirnir ,,Simple Life“ (Einfalt líf) þar sem Paris Hilton (erfingi hótelkeðjunnar) og Nicole Richie (dóttir söngvarans Lionel) eru teknar úr sínu nátt- úrulega umhverfi og látnar búa á frumstæðum bóndabæ meðal fábreytts bændafólks. Ummæli stelpnanna í fyrstu þáttunum eru þegar orðin umtöluð, til dæmis vakti mikla kátínu að Paris skyldi aldrei hafa heyrt talað um Walmart (sem er Bónus&Hagkaup þeirra Bandaríkjamanna). Í þáttunum hleypa stelpurnar áhorf- endum sannarlega nálægt sér og sýna ekki endilega alltaf spari- hliðina. Þær segjast koma til dyranna eins og þær eru klæddar og líklega hefur það sitt að segja um velgengni þáttanna. Hefur þetta frumkvæði erfingjanna og áhugi á því að gera einkalíf sitt opinbert valdið mörgum samfélagsrýninum heila- brotum. Hvað eru þessir krakkar að vilja upp á dekk? Hvers vegna sækjast þau eftir þessari athygli? Í gamla daga hélt yfirstétt- in sig í hæfilegri fjarlægð frá almenningi. Siðir hennar og lífs- venjur komu engum við sem ekki tilheyrði efsta lagi þjóðfélags- ins, hvað þá að hún sæktist eftir samþykki eða aðdáun fjöldans. Nú virðist hins vegar annað upp á teningnum. Ríku krakkarnir eru búnir að uppgötva að þrátt fyrir gegndarlaus auðæfi sín, þá eru þau ekki í efsta lagi þjóðfélagsins. Fyrir ofan þau eru nefni- lega... frægu krakkarnir. Og til að komast þangað er gjaldmiðill- inn ekki beinharðir peningar heldur pláss undir kastljósi fjöl- miðlanna og á tímum raunveruleikasjónvarps virðist árangursríkast í þeim efnum að niðurlægja sjálfan sig fyrir framan alþjóð. Á sinn hátt þurfa þær Ally, Jamie, Paris og Nicole því að leggja heilmikið á sig, eins og aðrir, til að fá sem þær þrá. Enda eru jú allir jafnir, hvort sem það er ruslakarlinn, leigubílsstjórinn, afgreiðslukonan í Prada ... eða þær. bab@mbl.is Birna Anna Arfur og erfiði „Óöryggið sem fylgir því að vita ekki hvort fólk hafi áhuga á þeim vegna per- sónu þeirra eða peninganna“ E inar Þorsteinsson er 25 ára við- skiptafræðingur. Hann ólst upp í Breiðholti og flutti tólf ára í Kópavog. Hann býr nú í Smárahverfinu með Björgu Jónsdóttur kennara. Einar var í Verslunarskólanum og í fyrsta ár- gangi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, og fyrsta útskriftarhóp deild- arinnar árið 2001. „Mér líkaði mjög vel í þeim skóla,“ segir hann, „það var gaman að fá tækifæri til að móta starfið. Guð- finna Bjarnadóttir rektor fylgdist vel með okkur og okkur var sagt í gamni að við hefðum fengið aukakúrs í að „bregðast við óreiðu“ – því námið var nýtt og skól- inn líka.“ Einar vann með náminu hjá Mens Mentis, fyrirtæki sem hannar hugbúnað fyrir fjármálageirann. Síðla árs 2002 réð hann sig hjá Greiningu Íslandsbanka sem sérfræðing í erlendum mörkuðum. Þar fylgist Einar grannt með efnahagsmálum og hlutabréfamörkuðum erlendis. „Ég er með puttann á púlsinum beggja vegna Atlantsála,“ segir hann, „og fjalla daglega um það markverðasta í útgáfuefni bankans eða á fundum með viðskiptavinum.“ Einar gefur mánaðarlega út skýrsluna „Markaðsyfirlit - erlendir markaðir“. Í skýrslunum er fjallað um stöðu mála í helstu hagkerfum, þróun gjaldmiðla ásamt stöðu og horfum á erlendum hlutabréfa- mörkuðum. (sjá skýrsluna á www.isb.is) „Horfurnar á erlendum mörkuðum eru bjartari nú en þær hafa verið í dágóðan tíma,“ segir Einar. „Þær eru betri nú en áð- ur en ég hóf störf, þannig að ég byrjaði á ágætum tíma. Frá því ég byrjaði hafa verið nær samfelldar hækkanir á helstu mörk- uðum,“ segir hann. Einar virðist hafa fundið vettvang sinn og ætlar, eftir að hafa safnað meiri reynslu, að fara í meistaranám í fjármálum. „Ég stefni á að fara út í nám,“ segir hann, „hugurinn leitar til Bretlands en ekkert hefur verið ákveðið enn.“ Í frístundum sínum leggur Einar stund á golf. Hann er í golfklúbbnum Oddi – og leikur á vellinum í Urriðavatnsdal í Heið- mörk. Hann er með 17 í forgjöf. guhe@mbl.is L jó sm yn d: G ol li Einar Þorsteinsson LOFAR GÓÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.