Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 8

Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 8
8 | 23.11.2003 © Rebekka Rán Samper Almenningur sá þig síðast sem stigavörð í Gettu bet- ur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Er ekki stórt stökk frá stigaverði í varaformann stjórnmálaflokks? Nei, nei. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt starf sem fól í sér heilmikla ábyrgð, þrátt fyrir að fólk líti á þetta sem eitthvert „bimbó“ starf. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða poppstjarna eða skurðlæknir. En svo langaði mig líka dálítið að verða geimfari. Þú virðist nú hafa tekið ágætis flug frá stigaverði að varaformanni stjórnmálaflokks aðeins 27 ára gömul. Já. En það átti samt að verða aðeins meira spenn- andi. Hefurðu takmark í lífinu? Ég hef það takmark að vera sátt við allar ákvarðanir sem ég tek, þegar ég tek þær, og þurfa aldrei að sjá eftir neinu. Klámumræðan svokallaða virðist hafa sameinað flest- ar þingkonur, burtséð frá flokkapólitík? Hvar stendur þú í þeirri umræðu? Ég hef ekki látið mikið til mín taka í henni. En ég er hlynnt þessu vændisfrumvarpi. Ég hef fremur frjáls- lyndar skoðanir á erótík og kynlífi og tel að skoðanir okkar Vesturlandabúa í lok 20. aldarinnar séu ekki endilega þær einu réttu í þessum efnum. Nú virðist sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar hafi tapað baráttunni. Hefur það rýrt trú þína á al- menningi eða stjórnvöldum? Nei, í sjálfu sér ekki. Lýðræðið er nú bara þannig að það fer á einhvern veg. Maður ræður ekki öllu um það. Það er bæði kosturinn við það og gallinn. Manni lærist að taka súru með sætu. En auðvitað var ég sár yfir því að þetta hafði ekki meiri áhrif á kostningaúrslitin. Maður verður bara að halda áfram og gefa ekki skoð- anir sínar upp á bátinn. Hversu langt myndirðu ganga í að fórna þér fyrir góð- an málstað? Ef það sem maður gerir leiðir til góðs og er innan ramma laga og siðferðis, þá er maður reiðubúinn að gera mjög margt fyrir málstaðinn. Helgar tilgangurinn meðalið? Nei, alls ekki alltaf og Íraksstríðið er dæmi um það. Maður getur glaðst yfir því að Saddam Hussein sé far- inn frá völdum en ekki yfir meðalinu sem notað var. Ætlarðu að vera pólitíkus eða stefnirðu eitthvað ann- að? Ég stefni nú eiginlega ekki neitt. Ég er í pólitík, af því að mér finnst það ákaflega gaman núna. Ég finn fyrir hreyfingu meðal ungs fólks hjá okkur. Það er stemmning sem ég vil nýta og koma góðum málum í framkvæmd en ég er ekkert búin að ákveða umfram það. Pólitík er köllun en íslensku fræðin eru mitt svið og þar er ég á heimavelli. Hverjir finnast þér æðstir mannlegra kosta? Heiðarleiki og réttlætiskennd. Byrjar ekki pólitíkin inni á heimilunum? Jú, og ég væri sennilega ekki í pólitík ef ekki hefði verið mikil umræða inni á mínu heimili þeg- ar ég var að alast upp. Lýðræðið virðist afar brothætt fyrir misnotkun og valdbeitingu auðvaldsins eins og það sem við sjáum í heimsvæð- ingunni. Er ekki kominn tími til að þróa nýtt og betra kerfi þar sem hagsmunum okkar allra er betur borg- ið? Ég hef tröllatrú á lýðræðinu og tel að við eigum að fara með það eins og okkar fjöregg. Ég er þó sammála því að það sé í hættu þegar meiri og meiri völd færast yfir til fjármagnshafa og almenningi gefst ekki kostur á að kjósa þar um. Nú koma Vinstri grænir fram sem frjálslyndur flokkur en ekki síður ákaflega stjórnlyndur. Hvernig samræm- ist það? Forsjárhyggja og frjálslyndi. Já, ég er nú bara ekkert sammála því að við séum mjög stjórnlynd þó við viljum hafa öflugt ríkisvald til að hafa eftirlit og velferðarkerfi. Ég tel okkur hafa frjálslyndar hugmyndir en við viljum jafnframt hafa hlutina í nokkuð föstum skorðum og ég sé ekki að það geti ekki farið saman. Það eru oft ákveðnar þversagnir í pólitík sem virðast alveg geta far- ið saman. Hvaða eitt málefni finnst þér vera mikilvægast af því sem Vinstri grænir berjast fyrir? Það eina sem mér finnst sameina allt er breyting hug- mynda í kringum hnattvæðinguna. Að horfa á hlutina hnattrænt frekar en á sinn litla garð. Það varðar bæði umhverfismál, félagsmál og friðarmál. rebekka@centrum.is Púlsinn Katrín Jakobsdóttir Langaði að verða geimfari Arnold Schwarzenegger nýr ríkisstjóri Kaliforníu sór embættis- eið í vikunni í Sacramento. Á myndinni mætir hann til athafn- arinnar með fjölskyldu sína, eiginkonuna Mariu Shriver og fjög- ur börn þeirra, Christopher, Patrick, Katherine og Christinu (talið frá vinstri). Nýi ríkisstjórinn sagðist finna til auðmýktar að taka við embættisskyldum sem 38. ríkisstjórinn í sögu fjölmenn- asta ríkis Bandaríkjanna, Kaliforníu. Schwarzenegger er ákveð- inn í því að snúa efnahagsmálum ríkisins við en miklar skuldir hafa einkennt ríkisreksturinn. Fylgst verður vel með því hvort hann standi við fyrirheit sín og nái árangri. RÍKISSTJÓRINN R eu te rs VIKAN SEM LEIÐ ARNOLD SCHWARZENEGGER „Eigum að fara með lýðræðið eins og okkar fjöregg.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.