Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 15

Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 15
wood notar hann nafnið Barney Bronson. Einnig vann hann þar fyrir sér sem stað- gengill leikara á meðan sviðsmyndin var gerð klár. Bjarni lék m.a. í kvikmyndinni, „The Black Pirate“ í leikstjórn Alberts Parkers. Aðalleikarar voru hinir þekktu leikarar Douglas Fairbanks og Mary Pickford. Hann lék einnig í myndinni „Beau Geste“ sem var gerð í Mexíkó í leikstjórn Her- berts Brenons. Meðal leikara eru Ronald Coleman og Neil Hamilton. Hann lék í myndinni „Wedding March“, sem einnig er þekkt undir heitinu „The Honeymoon“, frá 1928 í leikstjórn Erichs von Stroheim. Það ár var kreppan í algleymingi og hélt Bjarni til New York til að safna fyrir farinu heim til Íslands. Tveim árum síðar giftist hann unnustu sinni, Torfhildi Dalhoffs- dóttur, píanóleikara og silfursmið, og þau eignuðust dóttur. Bjarni er fyrstur íslenskra leikara til að hljóta listamannalaun frá Alþingi, árið 1936, og brá hann sér þá til Kaupmannahafnar og Óslóar að uppfæra menntun sína á leik- sviðinu. Hann dó árið 1942, aðeins 52 ára gamall. Jóhann Pétursson gerði samning 1950 um að leika í kvikmyndinni „Prehistoric Women“ eða Risinn og steinaldarkonan, sem sýnd var í Trípolíbíó 1953. Jóhann risi, eins og hann var kallaður hér á landi, hafði þá atvinnu að koma fram með sirkusum víða um heim. Í ævisögu Jóhanns, „Of stór fyrir Ísland“, segir frá því að honum hafi þótt launin fyrir þessa frumraun sína í Hollywood lág en þau voru 200 dollarar þegar umboðsmaðurinn var búinn að taka sitt. Hann hafði því ekki áhuga þegar reynt var að fá hann í fleiri kvikmyndir. Jóhann lét þó tilleiðast síðar eða árið 1979 að leika í kvikmynd sem bar nafnið „Carny“. Með aðalhlutverk í þeirri mynd fór Jodie Foster, sem þá var 16 ára. Jóhann Svarfdælingur, eins og hann vildi frekar láta kalla sig, lék ekki í fleiri kvik- myndum en kom fram í heimildarkvikmyndinni „Being different“. Pétur Rögnvaldsson, eða Peter Ronson eins og bandarísku kvikmyndaframleiðend- urnir vildu að hann nefndi sig meðan hann starfaði í Hollywood, var áberandi í ís- lensku þjóðlífi skömmu eftir 1960. Ekki aðeins fyrir að hafa leikið eitt aðalhlutverkið í Hollywood-myndinni Leyndardómar Snæfellsjökuls gerðri eftir sögu Jules Verne heldur líka vegna þátttöku sinnar í Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Keppti hann í 110 metra grindahlaupi og var fánaberi Íslands við opnunarhátíð leikanna. Lítið hef- ur spurst til hans síðan en með aðstoð Netsins hafðist upp á Pétri í bænum Tustin í Kaliforníu. Bill Cody var Vestur-Íslendingur af skagfirskum uppruna og fyrsti íslenski Holly- woodleikarinn. Hann var töluvert afkastamikill leikari og lék gjarnan kúreka. Á því tímabili sem Laxness dvaldi í Hollywood birtist eftir hann grein í Morgunblaðinu, 18. desember 1927, þar sem hann segir af kynnum sínum af Bill Cody. „Hann er heimsfrægasti kúreki (cowboy). Ég minnist þess að hafa séð hann nokkrum sinnum á léreftinu með langa keyrið sitt og barðastóra kúfinn bæði í Evrópu og Amriku …“ Bill Cody lærði fyrst að sitja hest hér á landi. Var hann sendur hingað sjö ára gamall drengur og dvaldi að Húsabakka við Sauðárkrók í tvö ár og var látinn smala á hest- baki upp um fjöll og firnindi. Halldór lýsir Bill Cody í bókinni Líf í skáldskap og segir meðal annars: „Hann var einhvers konar fyrirmyndarkúreki, vel virtur og talinn í alhæsta flokki í sinni grein. Hann var ekki sami banditt og sumir þeirra sem riðu um héruð á filmgardínunni, gætti þess vendilega að vera hvorki með sígrettu dinglandi í munnvikinu né vínglös og flöskur á lofti og hlaut fyrir það mikið lof hjá kvenfélögum, siðapostulum og söfn- uðum um allar sveitir.“ Bill átti son sem hann lét skíra í höfuðið á sér en hann var einnig kvikmyndaleikari. Bill Cody lék m.a. í kvikmyndinni Riding of Mystery árið 1925 og Fighting Gringo, 1939. Hann lést árið 1948 í Santa Monica í Kaliforníu. Bjarni Björnsson dvaldi í Hollywood í fjögur ár og lék smærri hlutverk í nokkrum kvikmyndum. Bjarni, sem var fæddur 1890, lagði ungur stund á skrautmálun í Kaup- mannahöfn. Á árunum 1905–1910 starfaði hann við leiktjaldamálun við Dagmarleik- húsið í Kaupmannahöfn, að sögn Gunnþóru Halldórsdóttur safnvarðar hjá Kvik- myndasafni Íslands. Í Kaupmannhöfn fór hann að leika með áhugamannaleikflokki, „Det Lille Casino“. Þegar hann flutti til Íslands aftur starfaði hann með Leikfélagi Reykjavíkur og hélt skemmtanir í Iðnó. Bjarni hélt aftur til Kaupmannahafnar 1914 og vann í eitt ár hjá Nordisk Filmcompagni og lék ýmis smá hlutverk en eitt veiga- meira í kvikmyndinni, „Barnet“, í leikstjórn Holger-Madsen. Þegar stríðið braust út fór hann aftur heim til Íslands. Árið 1917 hélt hann til Ameríku, fyrst til New York og síðan til Chicago sem þá var miðstöð kvikmyndaiðnaðarins þar í landi. Fékk hann tækifæri til að leika í kvikmynd hjá félagi sem gerði nær eingöngu auglýsingamyndir. Árið 1918 fluttu kvikmyndafyrirtækin í Chicago til Hollywood. Árið 1923 er Bjarni kominn til Hollywood til þess að hitta leikstjórann Lawrance Trimble sem hafði ráðið hann til þess að leika í myndinni „My Old Dutch“. Í Holly- Íslenskir leikarar íHollywood Eftir Hildi Einarsdóttur Eins og aðrar þjóðir eigum við og höfum átt glæsilega fulltrúa í stóriðjuveri draumanna Hollywood. Frægastur núlifandi er að sjálfsögðu Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, sem hefur búið í Los Angeles í áratugi við framleiðslu á kvikmyndum. Halldór Laxness dvaldi í Hollywood á sínum ungdómsárum við gerð kvikmyndahandrita. Það er þó ekki ætlunin hér að fjalla um kvikmyndaferil þessara manna heldur beina sjónum að íslenskum leikurum sem hafa starfað í Hollywood allt frá tímum þöglu myndanna. 23.11.2003 | 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.