Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 17
upp en þaðan lauk hún námi í leiklist. María hafði leikið í þremur íslenskum kvik- myndum áður en hún fór utan. Í New York var hún svo heppin að fá strax umboðsmann sem sendi hana í prufu- tökur. „Mér var sagt að ég gæti átt von á að þurfa að reyna fyrir mér í eitt ár áður en ég fengi hlutverk.“ „Ég var því mjög afslöppuð þegar ég fór í allra fyrstu prufuna sem var fyrir sápuóperuna „Santa Barbara“ og því óundirbúin þegar mér var boðið hlut- verkið. En ég ákvað að taka tilboðinu af því mér fannst ekki úr vegi að fá sjónvarpsreynslu og atvinnuleyfi í leiðinni.“ Ekki leið á löngu þar til María var farin að vinna hjá NBC-sjónvarpsstöðinni og borða í mötuneytinu í hádeginu með stjörnum eins og Jay Leno. Þetta var árið 1990. Hún kom inn í sjónvarpsþættina sem hin austur-þýska Katarína Reicher og lék í 170 þáttum á rúmu ári. María segir söguþráð þáttanna hafa helst líkst farsa því hann hafi verið með ólíkindum. Þegar þætti Maríu í „Santa Barbara“ lauk fluttist María á hestabúgarð fyrir utan Los Angeles, í lítinn kofa upp í fjöllum. „Þetta var yndislegur tími eftir þessa ströngu sjónvarpstörn. Nú tóku við prufutökur fyrir kvikmyndir. Ég fékk hlutverk í þrem ólíkum myndum auk þess að komast oft í „úrslit“. Ég ferðaðist um landið þvert og endilangt við upptökur á þessum myndum.“ Glæpamyndin Curacao var tekin á eyju í Karíbahafinu. Leikstjórinn var ástralskur en aðalhlutverkin í höndum hinna þekktu leikara George C. Scott og Williams Peter- sens. Í ádeilumyndinni „The New Age“ eftir Michael Tolkin, sem skrifaði handritið að „The Player“, lék hún með Judy Davis og Peter Weller. Og loks var skrifað fyrir hana hlutverk í Disney-myndina „The Mighty Ducks“, íshokkímynd fyrir unglinga, þar sem óvinaliðið var íslenskt. Lék hún forsprakka liðsins á móti leikaranum Emilio Esteves. En þá barst henni tilboð að heiman um að leika Agnesi í samnefndri kvik- mynd. „Það er ekki á hverjum degi sem kvikmynduð er saga konu og þessi saga er ansi mögnuð,“ segir María. „Ég sló því til. Þegar þeim tökum lauk fann ég að ég var tilbúin til að koma heim þó að umboðsmönnum mínum í Hollywood hafi fundist ég rétt vera að byrja. Ég var farin að sakna leikhússins, íslenskunnar og þess að vera heima. En þessi Hollywood-tími var skemmtilegur og þetta var ómetanleg reynsla fyrir mig sem unga leikkonu. Undanfarin ár hefur María leikið hér á landi á leiksviði, í kvikmyndum, hér og er- lendis, stjórnað sjónvarpsþætti á Stöð 2 og rekið eigið leikhús. Jóhanna Jónas datt í lukkupottinn þegar hún útskrifaðist sem leikari frá School for the Arts, í Boston University vorið 1990. Þegar hún og skólafélagar hennar voru með kynningu á sjálfum sér í New York í tilefni af útskriftinni, kom bandarískur umboðs- maður auga á Jóhönnu. Fljótlega fékk hún tilboð um hlutverk í sápuóperunni „Lov- ing“ sem tekin var upp í New York. Lék hún sænska eiginkonu harðsvíraðs mafíósa. Jóhanna var við tökur myndaflokksins í hálft ár en þá flutti hún til Los Angeles og fór að vinna þar við leikhús. Fljótlega eftir að hún flutti til LA fékk hún hlutverk í framhaldsmyndaflokki sem hét „Parker Lewis Can’t Lose“. Þetta voru svona öðru- vísi gamanþættir, mjög skemmtilegir og spennandi og nutu töluverðra vinsælda,“ segir hún um efnistökin. „Þeir fjölluðu um unglinga og voru svipaðir að fram- setningu og framhalds- myndaflokkurinn „Mal- colm in the Middle“, sem sýndur er á Skjá 1. Ég lék kærustu hins stóra og stæðilega Kubiacs. Hlut- verkið var ofsalega skemmti- legt, hálf flippað og frá- brugðið hinum dæmigerðu kvengerðum sem verið var að sýna í sjónvarpi. Hafði ég meira frelsi í túlkun á þessu hlutverki en ég hafði í „sáp- unni“ „Loving“.“ Einnig lék Jóhanna í leikhúsi og stuttmyndum. Jóhanna segir að það hafi verið ævintýralegt að kynnast lífinu í kvikmyndaverinu og því magnaða upptökuferli sem á sér stað í kvikmyndum í LA auk þess að kynnast lífinu utan vinnunnar. „Ég lenti í ýmsu í þessum bransa og kynntist bæði góðum og slæmum hliðum hans,“ segir hún. „Ég komst að því hvað yfirborðsmennskan getur verið skelfileg. Það sem gaf manni trú á þennan iðnað var að maður kynntist líka fólki sem var með miklar hugsjónir og var að fást við alvöru hluti.“ Jóhanna segir það hafa verið erfitt að kljást við yfirborðsmennskuna. „Ég var til dæmis beðin um að fylla upp í hrukkur sem ég vissi ekki einu sinni að ég væri með, en ég var aðeins 25 ára gömul. Svo var þessi eilífa krafa um megrun og farið fram á að leikkonurnar fylltu brjóstin af silíkoni. Á hinn bóginn heillaðist ég af fagmennskunni sem átti sér stað í góðum verk- efnum. Ég naut þess mjög að kynnast henni.“ Gunnar Hansen er þekktastur fyrir að hafa leikið í hryllingsmyndinni „Texas Chain- saw Massacre“ eða Keðjusagarmorðingjanum, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum árið 1973. Myndin er þekkt fyrir blóðugri efnistök en áður þekktust í hrollvekjum. Telst myndin sígild í heimi hryllingsmynda og á enn marga aðdáendur víða um heim. Verið er að sýna endurgerð myndarinnar hér á landi. Efnisþráður myndarinnar byggist á sannsögulegum atburðum og lék Gunnar fjöldamorðingjann „Leðurfés“ sem bar jafnan andlitsgrímu gerða úr skinni fórnar- lambanna. Gunnar flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna þegar hann var fimm ára og hefur lengst af búið þar ytra. Hlutverk morðingjans var frumraun hans. Þegar til- boðið barst nam hann ensku og stærðfræði í háskóla en frétti að það ætti að fara að gera hryllingsmynd á heimaslóðum hans, Austin í Texas. Fannst honum skárra af tvennu illu að leika í kvikmynd um sumarið en að vera atvinnulaus. Þótt hann hefði áður aðeins leikið í nokkrum skólaleikritum þótti frammistaða hans í myndinni það mögnuð að honum bauðst hlutverk í fleiri kvikmyndum, m.a. í kvikmynd Wes Crav- ens „The Hills Have Eyes“, sem var vinsæl hryllingsmynd á sínum tíma. Hann hafn- aði boðinu og lauk náminu. Gunnar kvaðst aldrei hafa haft neinn sérstakan metnað til að leika í kvikmyndum. „Ég hef alltaf haft meiri áhuga á að einbeita mér að ritstörfum.“ En eftir að Gunnar lauk háskólanámi árið 1975 flutti hann frá Austin til Maine og byrjaði að skrifa. „Fyrst var ég ritstjóri tímarits. Innan árs fór ég í lausamennsku sem blaðamaður við hin ýmsu tímarit. Á endanum fór ég að skrifa bækur (nýjasta bók hans heitir „Islands at the Edge of Time“) og gera heimildarmyndir, sem ég starfa við núna.“ Fyrir fimmtán árum byrjaði Gunnar að leika aftur í kvikmyndum. „Tilboðin héldu áfram að berast,“ segir hann til skýringar, „og ég verð líka að viðurkenna að ég hef dá- lítið gaman af kvikmyndaleik.“ Gunnar hefur einkum haldið sig við hryllingsmyndir og hefur leikið í myndum eins og „Rachel’s Attic“, „Hellblock 13“, „Freakshow“, „Mosquito“ og „Hollywood Chainsaw Hookers“. Þekktasta myndin af þessum er líklega „Mosquito“. Sú nýjasta var frumsýnd nýlega og heitir „The Next Victim“. Hann hefur þó aldrei lært leiklist í skóla, fyrir utan tilsögn á háskólaárunum. Gunnar segir hlutverkið í Keðjusagarmorðingjanum hafa verið vissan áhrifavald í lífi sínu. „Vegna þátttöku minnar í myndinni hef ég verið beðinn að leika í kvikmynd- um, sem ég annars hefði aldrei verið beðinn um! Ég kem líka fram á „hryllings- samkomum“ víða í Bandaríkjunum þar sem eru samankomnir aðdáendur hryllings- mynda og í draugahúsum, sem rekin eru í viðskiptalegum tilgangi hér í Bandaríkjunum. Ég fer líka nokkrum sinnum á ári til Evrópu í sömu erindagjörðum. Tilgangurinn er að tala við fólk og gefa eiginhandaráritanir. Ef ekki væri fyrir þennan feril minn væri líf mitt mun rólegra. „Ég hef gaman af að leika í kvikmyndum, það er svo ólíkt mínu „venjulega“ lífi sem er fremur kyrrlátt og felst í að sitja einn fyrir framan tölvu og vinna. Kvikmynda- leikurinn krefst þess hins vegar að ég dvelji tímabundið fjarri heimili mínu og ég þarf að vinna mjög náið með öðru fólki.“ Þessa stundina er ég að vinna að heimildarmynd sem ég hef skrifað handritið að og leikstýri, vinnuheitið er „Ósýnilegur“ og fjallar um samband hvítra og indíána í Maine. Ég hef nýlega skrifað ásamt fleirum handrit að hryllingsmynd, „The Last Horror Picture Show“, tökur á myndinni hefjast í janúar. Gunnar segist enn hafa mjög sterk tengsl við Ísland. „Frændfólk mitt býr á Íslandi og ég reyni að fara þangað í heimsókn árlega. Ég hef auðvitað ákveðinn metnað sem leikari þó áhugasvið mitt tengist fremur rit- störfum. Mig mundi langa til að leika í stórmynd og ekki síður að leika í vík- ingamynd.“ María Ellingsen var stödd í New York þegar fór af stað atburðarás sem endaði með því að hún flutti til Los Angeles þar sem hún lék bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún hafði verið að vinna sem leikkona hjá Þjóðleikhúsinu fram að því en þegar hlé varð á starfsemi leikhússins vegna viðgerða hélt hún til New York. Þar vann hún sem aðstoðarleikstjóri við leikrit, sem skólinn hennar, New York University, var að setja Anna Björns Ylfa Edelstein ANNA HÖFUM VIÐ ÍSLENDINGAR ÁTT OKKAR GLÆSILEGU FULLTRÚA Í HOLLYWOOD. K URRA ÞEIRRA SEM FREISTUÐU GÆFUNNAR Í ÞESSU STÓRIÐJUVERI DRAUMANNA. Jóhanna Jónas María Ellingssen Berglind Ólafsdóttir Ingvar E. SigurðssonSýrrí Geirs Gunnar Hansen 23.11.2003 | 17 Íslenskir leikarar í Hollywood

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.