Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 22
22 | 23.11.2003 Þ að er svolítið piparsveinalegt um að litast á heimili Hafsteins Hilm-arssonar, 46 ára tæknifræðings, sem ætti ekki að koma á óvart þar semhann hefur verið einhleypur alla tíð. Húsgögn og hlutir sem hann hefur komið fyrir í íbúðinni virðast flestir hafa ákveðið notagildi og lítið er um punt og pjatt. Og hann viðurkennir að kannski sé hreinlætið ekki eins mikið og ella þar sem hann er einn um heimilishaldið. „Ég þarf kannski ekki að ryksuga eins oft og geri það bara þegar mér sýnist,“ segir hann hlæjandi. „Það er óneitanlega kostur.“ Hafsteinn fluttist að heiman strax að loknum menntaskóla þegar hann fór til Danmerkur til náms og dvaldist þar í sjö ár. Síðan hefur hann búið einn. „Það er ekkert sem ég hef stefnt að í gegnum tíðina heldur hefur þetta bara einhvern veg- inn þróast svona. Tíminn virðist bara renna á milli fingranna á manni.“ Hann segir lífið sem einhleypur vissulega hafa sína kosti en einnig galla. „Maður þarf sjálfur að snúast í öllu því það er engin samvinna í gangi. Svo er töluvert um að fólk biðji mig um að hjálpa sér við hitt og þetta og það virðist reikna með að ég hljóti að hafa gríðarlega mikinn tíma þar sem ég er einhleypur. En það er kannski misskilningur því heimilishaldið er það sama að miklu leyti nema maður er einn um það.“ „Mörg hundruð klukkutímar“ Hann segir þó kost að geta ráðið tíma sínum sjálfur og þannig fari tíminn sjálf- sagt í fleiri hluti hjá honum en hjá jafnöldrum hans sem þurfi að taka tillit til fjöl- skyldu. „Maður hefur t.d. tímafrek áhugamál sem maður gæti e.t.v. ekki sinnt ef maður væri með fjölskyldu,“ segir hann og bendir á einn stofuvegginn þar sem hann er búinn að líma upp flóknar teikningar og ljósmyndir af glæsilegum kajak úr timbri. Í ljós kemur að hann og félagi hans eru að smíða sér slíka gripi um þessar mundir. „Það er aðaláhugamálið sem stendur og það eru mörg hundruð klukku- tímar sem liggja í þessu.“ Hann lætur ekki nægja að smíða kajakinn heldur stundar kajakíþróttina alla jafna þótt lítið hafi farið fyrir róðri að undanförnu á meðan smíðin hefur staðið sem hæst. Næsta sumar hyggst hann þó nýta sér nýja farkostinn út í ystu æsar. Hafsteinn segist einnig verja talsverðum tíma með foreldrum sínum sem séu farnir að reskjast. Þá á hann fjögur systkini sem öll eru gift og eiga „heilmikið af börnum“ eins og hann orðar það og segist hann njóta góðs af því að umgangast þau. „Það má vel vera að ég sé í meiri tengslum við systkini mín og foreldra en tíðk- ast almennt,“ segir hann. Til dæmis borði hann oft kvöldmat með foreldrum sín- um en heimavið eltist hann ekki við matartíma á sama hátt og fjölskyldufólk. „Ég reyni samt að stíla svolítið upp á það að borða nokkurn veginn á matartímum enda passar það ágætlega því maður vinnur á svipuðum tímum og aðrir.“ Leiðir hugann lítið að áliti annarra Hann bendir á að útgjöldin við að halda heimilið séu í stórum dráttum þau sömu og hjá tveimur einstaklingum sem búa saman. „Þjóðfélagið byggist mikið upp á því að tvær fyrirvinnur reki saman heimili og þá getur þetta verið dálítið knappt. Þó að ég sé á þokkalegum launum þá gera þau lítið meira en að ná endum saman því það eru margir útgjaldaliðir sem breytast ekki mikið hvort sem það eru fleiri eða færri í heimili.“ Hafsteinn segist ekki finna fyrir því að fólk sé að reyna að koma honum í sam- band. „Það var meira um það þegar ég var yngri en samt aldrei þannig að það væri mjög áberandi. Ég leiði hugann voðalega lítið að því hvort fólk sé að velta því fyrir sér hvernig ég lifi enda er mér alveg sama um það. Þeir sem þekkja mig þekkja mig og hinir vita í rauninni ekkert hverjar mínar aðstæður eru.“ Hann verður heldur ekki var við að hann sé skilinn útundan þegar verið er að bjóða í matarboð eða annað slíkt: „Hins vegar getur verið erfiðara að taka þátt í ýmsum uppákomum í tengslum við vinnuna og jafnvel innan stórfjölskyldunnar „VERÐUR SMÁM SAMAN EÐLILEGUR LÍFSMÁTI“ Hafsteinn Hilmarsson, 46 ára tæknifræðingur því þær miðast meira og minna við pör eða fjölskyldufólk. Hins vegar truflar það mig ekkert mikið og ég sleppi því þá bara að fara,“ segir hann. Orðinn afslappaðri en áður En sér Hafsteinn fyrir sér að aðstæður hans muni breytast þannig að hann fari í sambúð? „Það er ákaflega erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina,“ segir hann glettinn en bætir svo við: „Ekkert frekar – ég geri alla vega óskaplega lítið í því.“ Hann gefur hins vegar lítið fyrir það að hann sé orðinn of vanafastur til að fara í sambúð. „Það held ég ekki, ég hugsa að ég sé með sæmilega aðlögunarhæfni ennþá. Lífið er svo síbreytilegt að maður er alltaf að laga sig að einhverju nýju.“ Hins vegar segist hann ekki vera einn af þessum einhleypu karlmönnum sem fari mikið út á lífið. „Ég er hreinlega hættur að nenna þessu. Maður dundar sér við hobbýið um helgar eða sötrar bjór yfir sjónvarpinu.“ Þannig segir hann að líf hans þróist eins og hjá öðru fólki og eitt stig taki við af öðru. „Væntanlega er ég orðinn miklu afslappaðri gagnvart því að vera einhleypur en áður. Ég leiddi hugann kannski oftar að því hér fyrr á árum og fannst mi kannski vanta einhverja lífsfyllingu en ég hugsa lítið um það í dag. Þetta verður smám saman alveg eðlilegur lífsmáti fyrir manni.“ Helst segir hann eftirsjá í því að eiga ekki börn. „En það er svo sem ekki öll von úti enn,“ segir hann brosandi að lokum. F ólk spyr af hverju ég búi ein, af hverju ég sé ekki með manni. Ég spyr hinsvegar á móti: Þarf maður það? Ég hef þá aldrei hitt þann mann. Ég erfullkomlega ánægð með lífið eins og það er.“ Sú sem þarna talar er Sólveig Elín Þórhallsdóttir, tæplega 32 ára sýningarstjóri í Borgarleikhúsinu. Sólveig býr út af fyrir sig í pínulitlu bakhúsi í miðborg Reykja- víkur og segist njóta þess til fullnustu að vera einhleyp. Hún fór að heiman rúm- lega tvítug til að nema sýningarstjórn í stórborginni Lundúnum þar sem hún leigði húsnæði með vinkonum sínum og segir að íbúðin þeirra hafi oft á tíðum minnt meira á umferðarmiðstöð en venjulegt heimili. „Þess vegna var ég í rauninni mjög spennt fyrir því að búa ein þegar ég flutti heim til Íslands,“ útskýrir hún. „Ég er reyndar þannig manneskja að ég þarf mikið á því að halda að vera ein. Stundum nenni ég ekki einu sinni að svara í símann þegar ég kem heim úr vinnunni heldur vil hafa frið og ró og t.d. hlusta á tónlist – kannski af því að ég vinn á svona erilsömum vinnustað.“ Allir dagar bókaðir Reyndar virðist Sólveig eiga býsna annríkt alla jafna. Þetta kom glöggt í ljós þeg- ar finna átti tíma fyrir viðtalið því hver mínúta virðist skipulögð hjá henni. Fyrir ut- an vinnuna, sem að sögn Sólveigar fer fram á flestum tímum sólarhringsins, er hún í söngnámi með tilheyrandi aukagreinum auk þess að syngja í kammerkór. Vist- arverur hennar bera þess enda glöggt vitni því í eina herbergi hússins má m.a. sjá hljómborð, nótnastatíf, fataskáp, stórt rúm, sjónvarp, hægindastól, borð og tölvu á einu því minnsta skrifborði sem blaðamaður minnist að hafa séð um ævina. Öllu er þessu raðað nostursamlega upp við veggi og út í horn. „Yfirleitt er ég búin að plana fjórar, fimm vikur fram í tímann,“ segir Sólveig. „Það eru allir dagar bókaðir hjá mér en mér finnst þetta allt svo skemmtilegt að ég tími ekki að sleppa neinu af því.“ Hún segist efins um að hún gæti sinnt þessu öllu ef hún væri í sambúð og með börn. „Ég yrði þá líklega að sleppa einhverju. En þá kæmi einfaldlega einhver önn- ur forgangsröð. Líf mitt í dag er svona en ég stefni ekkert endilega á að halda því þannig alltaf. Það getur allt breyst, alveg eins og hjá fólki sem er gift og á börn – það veit ekkert hvort það komi til með að vera gift alla ævi, það er bara þannig.“ Hún segist því alls ekki vera að flýta sér í sambúð. „Auðvitað getur maður verið skotinn í einhverjum og átt kærasta en það er ekkert á stefnuskránni að breyta þessu neitt strax,“ segir hún hlæjandi enda segist hún kunna vel að meta kostina við það að búa ein. „Maður þarf ekki að taka tillit til annarra heima hjá sér heldur getur sinnt sjálfum sér meira en ella og ræður sínu tempói sjálfur.“ Engu að síður koma stundir þar sem Sólveig saknar þess að hafa einhvern sér „FULLKOMLEGA ÁNÆGÐ MEÐ LÍFIÐ EINS OG ÞAÐ ER“ Sólveig Elín Þórhallsdóttir, 32 ára sýningarstjóri „Hins vegar getur verið erfiðara að taka þátt í ýmsum uppákomum ...“ „Þjóðfélagið byggist mikið upp á því að tvær fyrirvinnur reki saman heimili ...“ „Svo er töluvert um að fólk biðji mig um að hjálpa sér við hitt og þetta ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.