Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 23

Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 23
AÐ LIFA ÁN LÍFSFÖRUNAUTAR við hlið. „Sérstaklega um jólin og eins þegar ég er lasin. En það er ekkert að hjá mér og ég þarf ekki á neinu að halda til viðbótar við það sem ég hef. Ef ég hitti mann sem ég kolfell fyrir þá er það bara bónus og krydd í annars heilsteypt líf mitt. Það er ekki eins og ég sé bara hálf og sé að bíða eftir því að finna hinn hlutann. Ef mig langar rosalega til að eignast kærasta og fara að búa með einhverjum þá er það lítið mál því það er alveg nóg framboð. Það er bara spurning um hvað passar.“ Hún segist hins vegar átta sig á því að hún þurfi að gera eitthvað í málunum á næstu tíu árum ætli hún sér að eignast börn en bætir við að sem stendur fái hún út- rás fyrir móðurlegar tilfinningar á læðunni Grímu sem hefur gert sig heimakomna hjá henni. Þessi loðna vinkona Sólveigar tekur fullan þátt í viðtalinu og hringar sig malandi utan um fæturna á fóstru sinni á meðan sú síð- arnefnda spjallar við blaðamann. Sólveig segist hafa á tilfinningunni að einhleypa lífið sé að verða æ algengari lífsstíll hjá fólki á hennar aldri, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu og það endurspeglist í við- horfum annarra. „Ég held að fólk líti ekkert á mig sem einhvern furðuhlut þótt ég búi hérna ein og lifi mínu lífi. Fólk velti þessu kannski meira fyrir sér áður en mér finnst það aðeins afslappaðra núna. Reyndar finn ég fyrir því þegar ég fer til London að þar er allt annað viðhorf, þar er fólk á mínum aldri ekkert endilega komið í samband og búið að eignast börn og eigið húsnæði. Hér heima er hins vegar þessi krafa – fólk hér virðist vera að flýta sér meira og hér eiga allir að vera eins. Það sést bara á tískunni, þegar ákveðin tegund af skóm kemst í tísku þá er eins og allir verði bara að eignast þannig skó.“ Héldu að hún væri samkynhneigð Hún segir þetta kannski endurspeglast í því sem hún kallar hjálpsemi annarra þegar kemur að því að finna hinn eina rétta. „Í gegnum tíðina hefur fólk verið að hjálpa mér t.d. með því að benda mér á einhvern frænda sem hefur kannski sama áhuga- mál og ég. Fólk hefur jafnvel hringt í mig og beðið mig um að kveikja á sjónvarpinu til að sjá álitlegan kost sem þá var á skjánum. Það er ótrúlegt hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu og það er jafnvel með augun opin meira en ég, rétt eins og þetta sé verkefni sem þurfi að leysa í fyllingu tímans. En allt er þetta gert af góðum vilja og umhyggjusemi og mér þykir þetta ekkert verra.“ Það kemur stríðnissvipur á Sólveigu þegar hún heldur áfram. „Það er kannski bara ágætt að fólk sé búið að finna út úr því fyrir mig hvaða týpur henta mér, það sparar mér tíma og þá hef ég kannski bara meiri tíma til að syngja!“ Á tímabili hélt fólk jafnvel að Sólveig væri sam- kynhneigð. „Ég og vinkona mín leigðum saman þegar ég var í háskólanum og við vorum alltaf sam- an. Eftir á fékk maður að heyra að fólk hélt kannski að við værum par,“ útskýrir hún hlæjandi. Þó að einhleypa lífið henti Sólveigu vel að mestu leyti segir hún það ekki bara dans á rósum og þá sérstaklega þegar kemur að fjárhagslegu hliðinni. „Þótt maður sé einn þarf maður samt sem áður að halda heimili. Ég borga afnotagjöldin af sjónvarp- inu þótt ég horfi bara ein á það og ég þarf að borga tryggingarnar á bílnum hvort sem ég nota hann ein eða ekki. Maður þarf eins og annað fólk að ná end- um saman og stundum er maður kannski fúll yfir því að vera einn um öll útgjöld. Ég held að það séu kostir og gallar við allt. Það er ekkert bara gaman að vera einhleypur en það er heldur ekkert alltaf gaman að vera giftur. Fólk í samböndum fer í gegnum erfiða tíma og eins get ég átt erfiða tíma með sjálfri mér því lífið fer alltaf upp og niður. Í heildina hentar þetta líf mér hins vegar mjög vel í dag.“ ben@mbl.is „Ég held að fólk líti ekkert á mig sem einhvern furðuhlut þótt ég búi hérna ein ...“ „Fólk hefur jafnvel hringt í mig og beðið mig um að kveikja á sjónvarpinu til að sjá álitlegan kost sem þá var á skjánum.“ „... stundum er maður kannski fúll yfir því að vera einn um öll útgjöld.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.