Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 29

Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 29
23.11.2003 | 29 H elmingur þeirra söngvara, sem fram koma í nýju Motown-sýningunni,sem nú gengur á Broadway um helgar, er að þreyta frumraun sína á sviði.Nýju listamennirnir þykja standa sig vel ef marka má undirtektir áheyr- enda, líkt og þeir hinir, sem reyndari eru á sviðinu. Athygli vekur að um helmingur söngvarana í sýningunni eru útlendingar, búsettir hérlendis. Tímarit Morgunblaðsins forvitnaðist um upprunann og ástæður veru þeirra hér. Leikstjórarnir Harold Burr og Marc Anthony hafa nýverið tekið höndum saman og stofnað fyrirtækið R’n’B Jazz Entertainment og segja að Motown-sýningin sé aðeins upphafið að öðru og meira. „Við leituðum fyrst og fremst að fólki, sem skilur og getur túlkað þessa tegund tón- listar af tilfinningu og mun fyrirtækið okkar einbeita sér að því að kynna til sögunnar ný og fersk andlit til að auðga tónlistarflóruna. Við viljum með þessu bæði gefa okkur og öðrum aukin tækifæri.“ Yfir þrjátíu lög frá sjöunda og áttunda áratugnum prýða sýninguna auk þess sem farið er með áhorfendur í ferðalag aftur í tímann þar sem samtímasaga tónlistarstefn- unnar er kynnt í máli og myndum á risaskjá með aðstoð margmiðlunartækninnar. Harold Burr: 45 ára frá Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum. Giftur íslenskri konu og á þrjú börn. „Ég var í The Platters, sem hélt tónleika á Íslandi árið 1997. Ég hitti þá mína tilvonandi eiginkonu og flutti hingað nokkrum mánuðum síðar.“ Marc Anthony: 38 ára frá Jamaica. Giftur íslenskri konu og á tvö börn. „Eftir að hafa lokið herþjónustu á Jamaica 25 ára gamall, fluttist ég til New York þar sem ég starfaði mikið við hipp-hopp-bransann og var m.a. farinn að flytja slíkan fatnað til Íslands. Landi minn og vinur Orville Pennant, sem starfað hefur í Kramhúsinu, hafði lengi gengið á eftir mér að koma í heimsókn til Íslands. Ég taldi það með öllu fráleitt, en lét til leiðast fyrir sjö árum.“ Jason N. Harden: 32 ára, einhleypur, frá Houston í Texas í Bandaríkjunum. „Ég hef verið atvinnumaður í körfubolta sl. átta ár og kom fyrst til Íslands til að spila körfu- bolta 1998. Er núna hjá Fjölni, en hef áður verið hjá Fylki og Hetti á Egilsstöðum.“ Olufela Teddy Owolabi: 26 ára frá Nígeríu. Á þrjú börn og kærustu. „Ég hitti ís- lenska konu í Nígeríu sem bauð mér í heimsókn til Íslands. Ég kom hingað í árs- byrjun 1998 og er ekkert á leiðinni heim. Hér eru börnin mín auk þess sem mun auð- veldara er að draga fram lífið á Íslandi en í Nígeríu.“ Alan Thomas Jones: 34 ára frá New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Giftur ís- lenskri konu og á eina dóttur. „Ég kom til Íslands til að ala dóttur mína upp. Ég hitti tilvonandi eiginkonu mína í Monterey í Kaliforníu, þar sem ég hóf minn tónlistarferil, ákvað svo að flytja til Íslands eftir að hafa heimsótt landið og sé ekki eftir því.“ Sandra Þórðardóttir: 23 ára, einhleyp, frá Lundi í Svíþjóð. „Ég fluttist til Íslands fyrir rúmum tveimur mánuðum eftir að hafa lent í fótboltaslysi úti í Svíþjóð. Ég varð að hætta við fyrirhugað nám við sænskan leiklistarskóla í haust vegna slyssins og ákvað þá flytja til Íslands í bili þar sem ég á íslenskan föður. Mér þóttu það ekki slæm skipti enda er miklu skemmtilegra að vera á Íslandi en í Svíþjóð.“ join@mbl.is NÝ OG FERSK ANDLIT L jó sm yn d: G ol li Sitjandi í stólnum er Sandra Þórðardóttir, en talið frá vinstri standa Alan Thomas Jones, Olufela Teddy Owolabi, Marc Anthony, Jason N. Harden og sitjandi á gólfinu er Harold Burr. Margir listamenn þreyta frumraun sína á sviði í Motown-sýningunni á Broadway STRAUMAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.