Morgunblaðið - 23.11.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.11.2003, Qupperneq 31
sem viðfangsefnið verði sífellt myrkara, vandamálin alvarlegri og ofbeldið grimmara í myndum Eastwoods. Hann hreyfir svo sem ekki andmælum er ég þyl yfir honum þessa viðvaningslegu sálgreiningu en þvertekur samt fyrir að það hafi eitthvað með hans eigin sálarástand að gera eða viðhorf til mannkynsins. „Mér finnst ég ekki orðinn neinn bölsýnismaður í ellinni. Þótt einhverjir sálfræð- ingar kunni að vera mér ósammála held ég að þetta val mitt á viðfangsefnum hafi meira með tilviljanir að gera heldur en það dragi hægt og bítandi fyrir sólu hjá mér.“ Eins og svo margar aðrar myndir alvarlegs eðlis með beittan gagnrýnisbrodd hef- ur Mystic River verðið bendluð við „and-amerískan“ áróður. Hún sé m.ö.o. enn ein myndin sem sýni fram á krabbameinin í bandarísku samfélagi og það á viðkvæmum tímum þegar bandarísk stjórnvöld standa í ströngu og eiga á brattann að sækja í nokkurs konar ímyndarstríði við umheiminn, þ.e. um viðhorf umheimsins til Bandaríkjanna sem stórveldis og þjóðar. Eastwood, sem hefur haft þau afskipti að pólitík að hann gegndi embætti bæj- arstjóra í Carmel-by-the-Sea, smábæ í Kaliforníu, blæs á allt slíkt tal um að myndin sé gagnrýnin á bandarískt samfélag. „Það var sannarlega ekki ætlun mín að gera and-ameríska mynd, enda veit ég varla hvað það er eða hvort yfir höfuð sé til kvikmyndagerð sem sé and-eitthvað. Þetta er mynd um nokkrar manneskjur, fólk sem stendur ekkert endilega fyrir visst þjóðarbrot, þjóðflokk, kyn, kynþátt eða ríki. Þetta er mynd um einstaklinga sem hegða sér sem slíkir og ég tel hættulegt að ætla að álykta of mikið og alhæfa út frá gjörðum þeirra.“ Lífið heldur áfram Eins hefðbundin og sjálf sagan virðist vera, þessi morðgáta sem maður virðist svo oft hafa séð áður, þá eru lyktir málsins eins óhefðbundnar og hugs- ast getur. Og er þar engu frá kjaftað því hvað getur verið meira spennandi en að bíða eftir því óhefðbundna og óvænta. En þeir eru til sem sett hafa spurningarmerki við þessi endalok, telja sig þurfa frekari skýringar á þeim. Og notaði ég því þetta gullna tækifæri til að spyrja leikstjórann sjálfan um túlkun hans og bað hann að svara á eins óræðum nótum og mögulegt væri til að við kæmumst hjá því að kjafta frá: „Við skulum segja að það sem ég og Brian (Helgeland handritshöfundur) sáum fyrir okkur var að líkt og aðrar lífsins sögur þá hefði þessi engan enda. Atburðir eiga sér stað. Uppgjörs er þörf. Lífið heldur áfram. Endirinn er upphafið að eftirleikn- um. Lífinu sem heldur áfram. Vonandi gef ég ekki of mikið upp. Þetta er örlagasaga, sem stefnir í ákveðna átt, hvort sem manni líkar betur eða verr. Árvissir viðburðir eiga sér stað og þeir halda áfram að eiga sér stað, sama hvað gerist í lífi einstakling- anna sem þátt í þeim taka. Kannski segi ég það til að undirstrika lítilvægi ein- staklingsins þegar eiga sér stað atburðir sem snerta margar sálir. Lífið heldur áfram.“ – En forðast kvikmyndaverin stóru ekki slík endalok? Hefðu yngri leikstjórar og minni nöfn ekki fengið þvert nei, ef þau voguðu sér að skilja við mynd sína á þennan hátt? „Ég veit ekki. Það má ekki gleyma því að sum stóru kvikmyndaveranna vildu ekki gera þessa mynd. En svona hef ég bara alltaf verið. Hef aldrei getað tekið til eftir mig.“ skarpi@mbl.is sá heiður að veita dómnefndinni formennsku, árið 1984, þvisvar sinnum verið til- nefndur til Gulllpálmans; fyrst fyrir vestrann Pale Rider árið 1985, svo djassmynd- ina Bird um Charlie Parker árið 1988 og þá fyrir White Hunter, Black Heart árið 1990 sem lauslega var byggð á þáttum úr ævi leikstjórans Johns Hustons. Þannig að í ár var hann staddur í Hátíðarhöllinni Cannes í fimmta sinnið. Og beindust þá augu Eastwoods allt í einu að íslenska blaðamanninum. Hei, góð- ur. Hann hefur sem sagt tekið eftir því að ég var næstur. Og við settum upp svip. – Hvers vegna kaustu að frumsýna myndina utan heimalandsins, í Cannes? „Þetta er mynd sem hentar mjög evrópskum áhorfendum taldi ég, hentar vel evr- ópskum kvikmyndahátíðum. Cannes sérstaklega, því ég hef mjög sterkar tilfinn- ingar í garð hátíðarinnar.“ Gripinn glóðvolgur Þessi átakanlega saga sem Mystic River segir er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Dennis Lehane. Í stuttu máli gengur hún út á hrottafenginn kynferðisglæp sem á einhvern hátt tengist öðrum viðlíka ógeðfelldum glæp sem framinn var einum þremur áratugum áður. Þrír æskufélagar í Boston – túlkaðir af eðalleikurunum Sean Penn, Kevin Bacon og Tim Robbins – tengjast báðum málum á einn eða annan hátt en saman urðu þeir fyrir barðinu á barnaníðingi í æsku. Komnir á miðjan aldur bera þeir enn sín sár, en misdjúp. Einn er ofbeldisfullur og tortrygginn náungi sem rekur smáverslun og er fyrrum glæpamaður (Penn), annar fæst við viðgerðir og glímir við þunglyndi (Robbins) og sá þriðji er tilfinningalega bældur lögreglumaður (Bacon) sem fenginn er til að rannsaka morð á 19 ára dóttur Penns. Kærast hennar liggur undir sterkum grun en það gerir Robbins einnig því nóttina sem stúlkan hvarf kom hann örvinglaður heim til konu sinnar allur útataður í blóði. Þannig er þetta í grunninn býsna einföld glæpasaga, að öllu leyti nema því að draugar fortíðarinnar flækja málið meira en gerist og gengur í slíkum myndum, gerir það raunsannara og um leið sorglegra. Leikararnir þrír fara á kostum, sem og konurnar í lífi þeirra þær Laura Linney sem leikur eiginkonu Penns og Marcia Gay Harden sem ráðþrota eiginkona Robb- ins. Og svo kom ég spurningu að, einmitt einni sem varðaði leikaravalið: – Þetta er öfundsverður leikhópur sem þú hafðir í kringum þig við gerð mynd- arinnar. Þýðir það að þú getur orðið fengið hvaða leikara sem er til að leika fyrir þig? Laura Linney lét þau orð í það minnsta falla á blaðamannafundi fyrr í dag að hún myndi þylja upp símaskrána bara ef þú værir leikstjórinn? Karlinn fer hjá sér. Hefur einhver séð Clint Eastwood fara hjá sér? „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér gengur ekki illa að fá leikara. Það gerist ekki oft að einhver segir nei við mig, sem betur fer. Að þessu sinni fékk ég allavega þá leikara sem mér þótti best henta í hlutverkin, í öllum tilfellum.“ – Gjarnan er því fleygt fram meira í gríni en alvöru að leikstjóri sem velur aðra leik- stjóra til að leika fyrir sig (Bacon, Penn og Robbins hafa allir leikstýrt myndum) sé að reyna að komast auðveldlega frá verkinu. Er eitthvað til í því? Eastwood brosir (hjúkk! – ég er heppinn). „Gripinn glóðvolgur! Það kom líka á daginn. Þessi leikarahópur var engum líkur. Vann dag og nótt í textanum án fyr- irmæla. Eina sem ég þurfti að gera var að halda mig fjarri og klúðra engu.“ Og Eastwood bætir við að afrakstur þeirrar vinnu hafi orðið sá að allt vinnuferlið tók stakkaskiptum, varð mun meira flæðandi en við gerð annarra mynda hans. Hann sé nefnilega maður reglunnar á tökustaðnum, þótt spunavinna hafi aldrei verið honum á móti skapi. – Persónur þínar standa gjarnan frammi fyrir sárlega vandasömum sið- ferðisspurningum og það við við- kvæmar og margflóknar kringum- stæðum – sbr. Unforgiven. Spurningar sem kalla á svör sem ráða jafnvel örlögum þeirra, eða eru spurn- ingar upp á líf eða dauða. Hvað er það sem heillar við þessar spurningar? Clint – ef ég leyfi mér að kalla hann það nú þegar við erum orðnir málkunnugir – hugsaði sig um stutta stund. Ekki vegna þess að hann skildi ekki spurninguna, skal tekið fram. Heldur vegna þess að hann virtist vera að hugsa sig vel um áður en hann svaraði. „Það er erfitt að segja til um hvað laðar mann að þeim verkefnum sem maður vel- ur sér því það er aldrei það sama. Í Unforgiven heillaði mig togstreita hetjunnar og hvað hún þurfti að ganga í gegnum til að komast að því hvað hún stæði fyrir í lífinu. Hvað þessa mynd áhrærir hef ég alltaf látið mig varða fórnarlömb kynferðisofbeldis í æsku og hver afdrif þeirra eru. Kynferðisafbrot gegn börnum er í mínum augum al- varlegasti glæpur sem maður getur framið og um leið sá viðbjóðslegasti. Mig langaði að spreyta mig á því að greina frá eftirköstum og afleiðingum slíks verknaðar og reyna þá að fókusera ekki síst á hvernig aðstandendur bregðast við.“ Enginn bölsýnismaður Eftir því sem árin færast yfir og myndunum fjölgar virðist „Það er erfitt að segja til um hvað laðar mann að þeim verkefnum sem maður velur sér því það er aldrei það sama.“ L jó sm yn d: H al ld ór K ol be in s 23.11.2003 | 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.