Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 42
42 | 23.11.2003 V ið mig hafði samband konasem á barn sem þolir illa áreiti.„Dóttir mín er mjög við- kvæm á taugum,“ sagði konan. „Stúlkan lyndir ekki mjög vel við jafnaldra sína og þeir eru ekki sér- staklega góðir við hana. Sjálf er ég mikið að vinna og þess vegna hefur hún leitað æ meira til ömmu sinnar, sem orðin er öldruð og heilsulaus, og er hjá henni dagana langa og oft langt fram á kvöld og líður þar prýðilega. Nú orðið er hún þar líka gjarnan um helgar. Amma hennar sér svo um að hún verði ekki fyrir áreiti. Hún veit hvernig hún á að meðhöndla hana, kemur henni ekki í uppnám svo allt gengur vel. Á hinn bóginn finnst dótt- ur minni auðvitað leiðinlegt að eiga ekki vinkonur sem hún getur hitt fyrir utan skólatíma og kvartar yfir því. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu.“ Þetta er álitamál. Greinilega er dótt- irin ánægð með að vera hjá ömmu sinni. Þar er hugsað vel um hana og hún á því þar góða daga. Þeim kemur vel saman henni og ömmunni og þær veita hvor annarri dýrmætan fé- lagsskap. Er þetta þá ekki besti kost- urinn? Það er ekki víst. Ef stúlkan, sem er að nálgast unglingsár, heldur áfram að sitja alltaf hjá ömmu sinni nema rétt á meðan hún er í skólanum, þá er hætt við að hún fari á mis við þá skólun sem samneyti við jafnaldra veitir fólki. Það getur verið að stúlkan verið að greiða dýru verði síðar þá góðu og þægilegu daga sem hún á nú hjá ömmu sinni. Fyrr eða síðar er okkur öllum kastað út í lífið og fáir eru á sérsamningi þeg- ar til lengdar lætur og þá sjaldnast nema hjá ættmennum sínum. Skjól í hretviðri lífsins Fyrir liggur að við verðum öll að vinna fyrir okkur og hætt er við að ef við fáum ekki fé- lagslega þjálfun í æsku þá verði sam- neyti við óvandabundið fólk erfiðara á fullorðinsárum, bæði á vinnustöðum og í einkalífi. Ekki síst á þetta við um þá sem eiga erfitt með að lynda við jafnaldra sína einhverra hluta vegna. Ýmis rök hníga að því að óheppilegt sé að fresta hinni óhjákvæmilegu fé- lagslegu aðlögun of lengi. Kannski væri betra fyrir stúlkuna að taka stökkið og blanda sér í hóp jafn- aldra sinna af fullum styrk. Sækja með- vitað í félagsskap þeirra bæði í skóla og utan. Reyna að átta sig sjálf á hvað veldur ósamkomulaginu og hvað sé til ráða. Kannski er hægt að fara bil beggja og vera suma daga hjá hinni góðu ömmu en fara svo markvisst út í fé- lagslífið hina dagana? Um þetta mætti ræða hreinskilnislega við stúlkuna, – gera henni ljóst hvaða kostir eru fyrir hendi. Benda henni á að seinna sé óhjákvæmilegt að standa í hretviðri lífsins. Líka má benda á að kannski verði það hretviðri ekki eins slæmt ef maður hefur komið sér upp félagslegu skjóli strax á unglingsárum, – einmitt þá mótast oft djúp og varanleg vinátta með stúlkum jafnt sem drengjum. Kannski væri amman rétta manneskjan til að gera stúlkunni þetta ljóst? Víst er félagsskapurinn við barnabarnið henni vafalaust mikilvægur en kannski hugsar hún lengra en aðeins að sjálfri sér og því sem er að gerast í dag. Um þetta þyrfti allt að ræða og komast að ein- hverri þeirri lausn sem færir stúlkunni sem mest í aðra hönd félagslega og til framtíðar. ‚Dóttir mín er mjög viðkvæm á taugum og þolir illa áreiti‘ Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is Handa 2 2x225 g þorskflak, roðflett og beinin fjarlægð ólífuolía sjávarsalt og nýmalaður, svartur pipar 2 hnefar af rauðum og gulum dvergtómötum, skornum í helminga 1 hnefi af nýrri basilíku, bara blöðin 1 ný mozzarella úr vísundamjólk, skorin í þunnar sneiðar hnefi af rifnum parmaosti Hitið ofninn í 220°C. Setjið þorskflakið á olíuborinn ofnbakka eða leirfat. Dreypið olíunni yfir, saltið og piprið. Stráið tómöt- um, basilíku og mozzarella yfir fiskinn, svo parmaostinum og dreypið að lokum svolitlu af ólífuolíu yfir og bakið efst í heitum ofninum í um 15–20 mínútur, þar til þetta er gullið. Sæludagar með Jamie Oliver, PP-Forlag, 2003. Bakaður þorskur með dvergtómötum, basilíku og mozzarella Jamie Oliver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.