Morgunblaðið - 23.11.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 23.11.2003, Síða 45
23.11.2003 | 45 Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Mest met ég þá valdsmenn sem hafa haft húmanisma að leiðarljósi. Ég get nefnt sem dæmi Markús Árelíus Róm- arkeisara. Hvaða dýr finnst þér flottast? Kötturinn. Hvaða lífsspeki ferðu eftir? Að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Hefur þú verið í lífshættu? Ekki svo ég viti. Hefur þú unnið góðverk? Ekki svo ég viti. Hvaða dyggð viltu helst læra? Hógværð. Hvaða tilfinning er þér kærust? Gleðin. Hvað metur þú mest í fari annarra? Ósíngirni. Hverju viltu helst breyta á Íslandi? Umgengni Íslendinga við náttúruna. Hvenær varstu glaðastur? Þegar börnin mín og barnabörnin fæddust. Hver er uppáhalds erlenda borgin þín? Þar er úr mörgum að velja. Ætli ég setji ekki London efsta á blað. Einnig mætti nefna Kaup- mannahöfn, Rómaborg, New York, Moskvu og Istanbul. Hvers vegna fæst ekki friður á jörðu? Af því að maðurinn er alltaf eins. Hvaða starfstétt berðu mesta virðingu fyrir? Listamönnum. Ertu hræddur við dauð- ann? Eftir því sem ég lifi lengur hræðist ég dauðann minna. Hvað óttast þú mest? Einmanaleikann. Hver gæti verið tilgangur lífsins? Að uppfylla jörðina. Hvað viltu helst gera á síð- kvöldum? Fara í rúmið með Hildi. Hvaða kvikmynd/tónlist/leikrit/ljóð/bók breytti lífi þínu? Árið 1950, þegar ég var 5 ára gamall, var mér tilkynnt með miklum fyrirvara að Guðný frænka og Kalli maður henn- ar ætlaðu að bjóða mér með sér í hið splunkunýja Þjóðleikhús til að sjá barnaleikritið Snædrottninguna, byggt á ævintýri H.C. Andersens. Ég hafði aldr- ei komið í leikhús og mikil eftirvænting bjó um sig í huga mínum, ekki síst vegna íbyggins viðmóts foreldra minna vegna þessa væntanlega atburðar og umtalsins um hið glæsta Þjóðleikhús. Á tilsettum tíma var ég búinn upp í mitt fínasta púss. Og þvílík upplifun! Þetta var upphafin stund í musteri og ég gaf mig allan á vald ævintýrsins. Æ síðan er leikhúsið minn staður. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur Maður eins og ég L jó sm yn d: G ol li ‚Eftir því sem ég lifi lengur hræðist ég dauðann minna‘ Nú sem endranær hefur söngkonan Sigríður Beinteins- dóttir mörg járn í eldinum. Auk þess að vera dómari í Idol- stjörnuleitinni, hefur hún nýlega sent frá sér glænýja plötu, sem ber titilinn „Fyrir þig“ og inniheldur að megninu til róleg og ljúf lög, erlend og íslensk. Sigga er sömuleiðis nýlega búin að stofna söngskóla í Asker í Noregi ásamt systur sinni Halldóru Bein- teinsdóttur, sem búsett hefur verið Noregi í yfir þrjátíu ár. Við- tökur hafa verið geysigóðar og eru nú þegar komnir um áttatíu nemendur, sem teljast má harla gott í ljósi þess að sjálf segist Sigga vera óþekkt söngkona í Noregi. Þrír norskir kennarar starfa við skólann og svo ætlar Sigga að vera á ferðinni milli frændþjóðanna enda stendur hún líka í söngkennslu hér á landi ásamt Maríu Björk. Sigga er í sófanum að þessu sinni. Geisladiskur: „Í geislaspilaranum mínum núna er diskur með danskri hljómsveit, sem ég held mikið upp á og heitir Savage Rose. Þessi hljómsveit spilar rólega og ljúfa tónlist og söngkonan í þessari sveit hefur mjög sérstaka en skemmtilega rödd. Mér finnst svo gott þegar ég er að vinna á tölvuna að setja eitthvað rólegt og gott í spilarann.“ Myndband: „Undanfarið hef ég nú ekki haft mikinn tíma til að horfa á sjónvarp eða á myndbönd, en síðasta mynd, sem ég horfði á, var The Pianist. Sú mynd er alveg mögnuð, handritið er frábært og þessari mynd mæli ég hiklaust með að fólk sjái. Ein af betri myndum, sem ég hef séð.“ Sjónvarpsþáttur: „Uppáhaldsþættirnir mínir í sjónvarpi eru Six feet under og OZ, mjög ólíkir þættir en báðir frábærir. Ég reyni að missa aldrei af þeim.“ Bók: „Ég man nú ekki hvaða bók ég las síðast, ég er nú ekki mikill lestrarhestur og hef aldrei verið því er nú verr og miður, en í dag er allavega minnisbókin mín uppáhaldsbókin mín því þar er skráð allt, sem ég þarf að gera. Bók þessi er orðin nokkuð þétt skrifuð, alla vega fyrir desembermánuð.“ Vefsíða: „Ég er nú ekki mikill netfíkill og fer sjaldan inn á heima- síður. Uppáhaldsheimasíður eru því engar, ekki nema ef vera skyldi heimabankinn minn. Inn á þá síðu fer ég reglulega og stundum á hverjum degi.“ L jó sm yn d: G ol li Frá mínum sófa séð og heyrt Sigga Beinteins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.