Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 46

Morgunblaðið - 23.11.2003, Side 46
46 | 23.11.2003 S kjálftasumarið 2000 datt botn-inn endanlega úr hinni sívin-sælu réttlætingu Rúv fyrir tilvist sinni að stofnunin væri eina Almanna- varnaflauta þjóðarinnar. Og þá var ekki margt eftir til að hreykja sér af, enda stofnunin Rúv sér gengin. Það sást vel þegar David Attenborough sat í Kast- ljósi fyrir skömmu. Þar reyndi Kristján Kristjánsson að vera eitthvað annað en óundirbúinn ríkisstarfsmaður. Það tókst ekki. Hann hélt dauðahaldi í blöðin sín, einsog venjulega, ófær um að halda uppi samræðum en rýndi í pappírana meðan Davíð beið í þögn sjónvarpssalarins. Spurningarnar reyndust vera tilvitnanir í Davíð sjálfan úr öðrum viðtölum. Og Davíð jánkaði því að hafa sagt þetta eða hitt. Þá kom þögn og Kristján laut yfir blöðin. Hon- um var auðvitað enginn greiði gerður með því að vera settur á móti David Attenborough – og áhorfendum allra síst. Það er heldur ekki sjálfgefið að vera góður spyrill í sjónvarpi og afar fá- ir sem valda því. Þeir eru samt til, en ekki inni á Rúv. Þegar Árni Snævarr, Egill Helga og Þorsteinn J. voru á lausu geispaði Rúv stórum og þóttist ekki sjá þá; menn sem hafa útgeislun og ótvíræða hæfileika og fýra svo upp í jafnvel leiðinlegasta viðmælanda að manni finnst hann bæði skemmtilegur og stórgáfaður. Nauðungaráskrift Rúv gefur landsmönnum rétt til að krefjast þess að Rúv láti af meðalmennskunni og bjóði upp á það besta – eða loki sjoppunni. En tröllið sefur, merkilegt nokk, í faðmi frjálshyggjunnar og Sjálf- stæðisflokksins. Það var samt gott hjá Kristjáni að spyrja Davíð um hlutverk ríkissjón- varpsstöðva. Sjálfsagt var meiningin að ná þess konar tilsvörum sem Rúv gæti flaggað, sjálfu sér til lofs og dýrðar. Svör Davíðs voru markviss og skýr, einsog hans var von og vísa: ríkissjón- varp er nauðsynlegt mótvægi við einka- stöðvar, á að sinna þeim málefnum sem þær hafa ekki bolmagn til eða mark- aðslegan ávinning af að framleiða. Skylda þess er að sýna breidd, hæð og dýpt þess samfélags sem við lifum í, vera spegill á okkur sjálf. Davíð benti einnig á hvað sjónvarp er stórkostlegur miðill til að upplýsa, fræða, örva og hvetja - og ekki síst tala við áhorfendur á vitrænan hátt sem hugsandi verur. Allt þetta hefur David Attenborough sýnt og sannað að sjónvarp getur gert betur en nokkur annar miðill. En svo sannarlega á það ekki við um Rúv, sem er ekkert af því sem Davíð nefndi. Rúv virðist vera fjárhús fyrir sandalasauði sem er meira umhugað um eitthvað annað en vinnuna sína. Það líður varla sá fréttatími að tæknin sé ekki eitthvað að stríða okkur, dagskráin er stefnulaus moðsuða sem á að fylla upp í tómið, spjallþættir hafa um áratuga skeið snú- ist um sjálfshátíð ofvirkra starfsmanna og hvergi á guðsvolaðri jörð gætu heimildarmyndir Rúv verið framleiddar nema í ranni ríkisstofnunnar sem þekk- ir ekki aðrar skyldur en að geispa og bora í nebbann á sér. Um langt skeið hefur merki Rúv, steypt í klaka, bráðn- að á skjánum í dagskrárkynningum. Þar birtist ómeðvituð staðfesting Rúv sjálfs á því hvernig ástandið er í raun: Rúv hjaðnar niður í meðalmennskuna í logum samkeppninnar. Aðeins einn þáttur Rúv ber af sem gull af eiri, þátt- ur Jóns góða Ólafssonar, Af fingrum fram; skýrt dæmi um hvað sjónvarp getur gert vel. En hvað varðar þær höf- uðskyldur ríkissjónvarps, sem David Attenborough tilgreindi, verða menn líklega að stilla á BBC til að sjá þær í verki, hér eftir sem hingað til. ‚Rúv láti af meðalmennskunni og bjóði upp á það besta‘ Friðrik Erlingsson Pistill L jó sm yn d: Þ or ke ll Þ or ke ls so n STAÐURINN KAFFIHÚS Í DOLO, OTO, EÞÍÓPÍU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.