Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 1. nóvember 1980 S * 1 VISIR kvllcmyndir Hafnarbíó: „Girly” heitir ný mynd, sem Hafnarbió frumsýnir i kvöld. Girly er hrollvekja, fjallar um furðulega fjölskyldu með óhugnanlegt tómstundagaman. Aðalhlutverkin eru leikin af Vanessu Howard og Michael Bryant. Regnboginn: Tónabfó sýnir i A sal stórmynd- ina „Tiðindalaust á vesturvig- stöðvunum”, sem gerð er eftir samnefndri sögu Erich Marie Bemarque, einni frægustu striðssögu sem rituö hefur verið. Með helstu hlutverk fara Richard Thomas, Ernest Borg- nine og Patricia Neal. Leikstjóri er Delbert Mann , B-salur: Endursýning á mynd- inni „Morð min kæra”. C-salur: Sænska myndin ,, Mannsæmandi lif”, sænsk mynd um eiturlyfjavandamál. D-salur: Sverðfimi kvennabós- inn. Þessi mynd var áður sýnd i Hafnarbiói. Nýja Bíó: Rósin hefur fengið góða dóma i islenskum blöðum. Margir halda þvi fram að myndin fjalli um Janis Joplin, sem dó sem eiturlyfjasjúklingur langt fyrir aldur fram. Með aðalhlutverk fara Bette Midler og Alan Bates. Tónabíó: Piranha” heitir hún og fjallar um piranha, mannætufiska. sem koma i torfum og éta allt sem tönn á festir. Austurbæjarbíó: Clint harðjaxl Eastwood leikur aðalhlutverkið 1 myndinni „Út- laginn” (The Outlaw Josey Wales). Mynd þessi er spenn- andi og talin ein af betri mynd- um Eastwoods. Borgarbió: Borgarbió hefur tekið til sýning- ar gamanmyndina „Undra- hundurinn” (C.H.O.M.P.S.) Þetta er nýleg mynd frá Hanna- Barbera og ætti að geta kitlaö hláturtaugarnar. Laugarásbíó: Sýningum fer nú að fækka á Caligúla i Laugarásbiói og endursýnir kvikmyndahúsið nú mynd á 5 og 7 sýningum, en Caligúla verður áfram sýndur klukkan 9. Endursýnda myndin heitir „Þyrluránið” og er um banka- rán og eltingaleik og koma þyrlur þar mjög við sögu. Aðalhlutverkið leikur David Jansen (Flóttamaðurinn). Háskólabió: Háskólabió sýnir myndina „Jagúarinn”. Þetta er karate og bardagamynd, og þykir nokkuð spennandi. Meö helstu hlutverk fara Joe Lewis, sem sumir telja mesta karatemeistara siðan Bruce Lee lést, Christopher Lee og Donald Gleasence. Leikstjóri er Ernest Pintoff. Svavar Guðnason viöeitt oliuverkanna á sýningunni, Vetrarbrautin (1958) Svavar Guðnason I ustasafninu Það er skammt stórra höggva á milli i myndlistarheiminum. Nú er sýningu Braga aö Kjarvals- stööum að ljúka eftir aðeins tvær vikur og einhvern veginn finnst manni hún ætti að vera þar miklu lengur. En um leiö og Bragi kveöur, heilsar gamall meistari i Listasafni Islands, Svavar Guönason, og sýnir þar myndir allt frá árinu 1919, þegar hann 10 ára gamall málaöi fjöllin i heima- sveitinni sinni austur i Horna- firði. Fæstar myndanna á sýning- unni hafa verið sýndar áður og flestar eru þær úr eigu lista- mannsins. Listasafniö bauð blaðamönnum upp á snittur og súkkulaði f tilefni sýningarinnar og var það einkar hátiölegt tækifæri og engum blöð- um um þaö aö fletta aö sýning Svavars gladdi geðiö. Menning Dagblaðsins brosti út aö eyrum enlistasprangari Morgunblaðsins var litillátur á svip og er ekki hvort tveggja frásagnarvert? Sjálfur listamaðurinn með silki- klút um hálsinn lagði á sig að svara hikandi spurningum konu, sem haföi varla séð slikar myndir og vissi naumasthvort hún átti að hlæja eða gráta af hrifningu þeg- ar myndirnar stukku frpman i hana. „Að þú skulir geta hengt upp annan eins ófögnuð”, sagöi ung stúlka eftir að Svavar kom i landið og átti við eina af myndum hans, sem húsbóndinn i húsinu haföi eignast. „Ég varast að lita upp á þennan vegg þegar ég geng um herbergið”. Um vorið sagði hún: „Ég veit ekki fyrr en ég er farin að standa kyr og horfa i leiðslu á þessa mynd eftir hann Svavar þegar ég geng um herbergið. Svei mér þá ef ég er ekki orðin leið á hinum myndunum”. (Laxness, i bókinni Steinar og sterkir litir. (1965) bls. 258.) Svavar Guðnason kom i landið árið 1945 eftir 15ára dvöl erlendis og hafði þá búiö f Kaupmanna- höfn frá 1934 og verið brautryðj- andi i málaralist á Noröurlönd- um. Siðan hefur hann haidið nokkrar einkasýningar og tekið þátt i aragrúa samsýninga. Siðasta sýning hans var I Bogasal Þjóðminjasafnsins 1977. Sýningin i Listasafninu mun vera ein hin stærsta sem hann hefur haldið. Hún verður opin allan nóvember- mánuð frá kl. 13.30 til 22.00 og er vakin sérstök athygli á þeim rúma tfma sem Listasafnið veitir gestum sinum. Ms '-W- ÞJÓÐLEIKHÚSIfl Snjór i kvöld kl. 20. óvitar sunnudag kl. 15 Fáar sýningar eftir. Könnusteypirinn pólitíski 5. sýning sunnudag kl. 20 Smalastúlkan og útlagarnir þriðjudag kl. 20 Litla sviðið: I öruggri borg Aukasýningar sunnudag kl. 15 og þriðjudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20. Simi 1- 1200. leikfelac REYKJAVlKUR Aö sjá 'til þín, maður! i Kvoia Kl. 20.30 miövikudag ki. 20.30 Ofvitinn sunnudag kl. 20.30 þriöjudag kl. 20.30 föstudag kl. 20.30 Rommí fimmtudag ki. 20.30 Miðasala i Iönó kl. 14-20.30. Simi 16620. Nemendaleikhús Leiklistaskóla Islands Islandsklukkan 8. sýning sunnudag kl. 20.30 9. sýning þriðjudag kl. 20.30. Miðasala daglega kl. 16-19 i Lindarbæ. Simi 21971. TÓMABÍÓ Simi31182 ,, PIRANHA" Mannætufiskarnir koma i þúsundatorfum... hungraöir eftir holdi. Hver getur stöðvað þá? Aðalhlutverk: Bradford Dill- man,Keenan Wynn Leikstjóri: Joe Dante Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Lausnarg jaldið islenskur texti. Hörkuspennandi og við- burðarik ný amerisk kvik- mynd I litum um eltingarleik leyniþjónustumanns við geð- sjúkan fjárkúgara. Leikstjóri: Barry Shear. Aðalhlutverk: Dale Robin- ette, Patrick Macnee, Keen- an Wynn, Ralph Bellamy. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Girly Spennandi og hrollvekjandi ný bandarisk litmynd, um furðulega fjölskyldu sem hefur heldur óhugnanlegt tómstundagaman. Bönnuð innan 16 ára. íslenskur texti Sýnd kl. 5-7-9 og 11 Vanessa Howard — Michael Bryant Ný og hörkuspennandi bar- dagamynd með einum efni- legasta karatekappa heims- ins siðan Bruce Lee lést. Aðalhlutverk: Joe Lewis, Christopher Lee, Donald Pleasence Leikstjóri Ernist Pintoff Sýnd kl. 5, 7 og 9 laugardag Sýnd kl. 7 og 9 sunnudag Bönnuð innan 14 ára. Maður er manns gaman Sýnd kl. 3 og 5 sunnudag SMIDJUVEGI 1, KÓP. SÍMI 43500 (Úhragtbankahóslnu auataat f Kópavogi) Undrahundurinn 'canine home protection syslem. Bráöfyndin og splunkuný amerisk gamanmynd eftir þá félaga Hanna og Barbaraj höfunda Fred Flintstone. Mjög spaugileg atriði sem hitta hláturtaugarnar eða eins og einhver sagði: „Hláturinn lengir lifið”. Mynd fyrir unga jafnt sem aldna. Islenskur texti Sýnd kl. 3, 5 og 7 laugardag og sunnudag. Blazing Magnum Spennandi kappaksturs- og sakamálamynd með Stuart Whitman i aöalhlutverki islenskur texti Sýnd kl. 9 og 11 _ iB h Ný bandarisk stórmynd frá Fox, mynd er allsstaðar hefur hlotið frábæra dóma og mikia aðsókn. Þvi hefur ver- ið haldiö fram að myndin sé ^ samin upp úr siðustu ævi- dögum i hinu stormasama lifi rokkstjörnunnar frægu Janis Joplin. Aðalhlutverk: Bette Midler og Alan Bates. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð. Barnasýning kl. 3 sunnudag Hrói höttur og kappar hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.