Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 22
Það gerðist fyrir 60 árum í líf sháska Fyrir 58 árum skrifaði litill drengur eftirfar- andi frásögn i barnabiaðið Ljósberann, sem var vinsælt blað, sem kom út i tugi ára. Drengurinn hét Sigurbjörn Einarsson (11 ára) og frásögnin var skrifuð að Lágu-Kotey, i ágúst 1922. Haustið 1920 vorum við faðir minn að hlaða flóð- garð uppi í mýri. Vegna þess að mikill stormur var kominn, fórum við venjufremur snemma heim. Á leiðinni heim sá- um við hvar grátittlingur sat á þúfu. Þegar við nálguðumst fuglinn, ætl- aði hann að f Ijúga upp, en jafnhraðan og hann var kominn upp í loftið, hreif rokið hann og rak hann ofan í vatnsflóð mikið, sem var þar skemmt frá. I dauðans angist reyndi nú vesalings litla dýrið að fljúga upp af vatninu, en árangurslaust. Svona horfðum við á fuglinn nokkur augnablik, áður en pabba mínum datt það í hug að reyna að vaða og bjarga vesalings litla dýrinu, sem barðist þarna við dauðann, í óvissu um, hvort hann hefði lífið. „Heldur þú, að fuglinn hafi það að komast upp á þúfuna þarna? spurði ég pabba minn. „Því fer nú ver að hann hefir það ekki", sagði pabbi minn. „Þá verðum við að bjarga honum", sagði ég, og gat tæpast stillt mig um að fara hálfgert að snökta. Hvernig sem á því stóð, vissi ég tæplega af mér fyrr en pabbi minn var kominn út í vatnið og óð nú áleiðis til fuglsins, sem ég var nú farinn að samgleðjast með. Jæja, ég verð nú ekki að orð- lengja þetta, faðir minn náði fuglinum og kom með hann að landi. Síðan fórum við heim, en þegar heim var komið, mátti alls gæta að kisa næði ekki í fuglinn, og þess vegna var búið um hann í kassa með gati á lokinu, sem hann hafði nóg loft í gegnum. Svona leið nú tíminn og gengum við börnin oft með kornhnefa að gatinu á kassalokinu og gáf um honum. Nú kom sá tími, að fuglinn var farinn að verða órólegur. Var hann þá látinn út. Faðir minn hélt á honum, en ég gekk við hlið hans. Nú slepptum við fuglin- um hann hóf sig upp og þaut út í hið ómælanlega haf alheimsins, en við stóðum eftir likt og segir í kvæðinu: Sjálfur sat ég í lautu, sárglaður þó með tárum". Svo lýk ég sög- unni af litla dýrinu, sem var í lífsháska. aUmsjón: Brynjúlfs- dóttir Ljóöið i dag velur Guörún Antonsdóttir, Hamraborg 16. Guðrún er 5 ára. Hún velur sér Allir krakkar, allir krakkar eru i skessuleik. Má ég ekki, mamma, með i leikinn þramma? Mig langar svo, mig langar svo að lyfta mér á kreik. Saga taufbtadsins Einu sinni var litift laufblaö, sem fæddist um vor á tré i skóg- inum. Fyrst var þaö ofurlitill ljós brumhnappur á grein. — Ég vildi, aö sólin færi aö skina. hugsaöi laufblaöiö. Vorsólin tók aö skina og brumhnappurinn stækkaöi og opnaöist i fölgrænt laufblaö. Þegar sumariö kom, hugsaöi laufblaöiö: — Ég vildi, aö sólin yröi heitari og heitari. Og þegar sumarsólin varö heitari og heitari, stækkaöi lauf- blaöiö og varö fagurgrænt. En þegar haustiö kom, tók laufblaöiö eftir þvi, aö þaö var aö veröa gult og skorpiö. Þá hugsaöi laufblaöiö: Ég er aö veröa gamalt og veöraö. Þegar fyrstu vetrarvindarnir komu, fór laufblaöið af trénu og barst fyrir þeim þar til þaö féll til jaröar. Og þaö snjóaöi yfir laufblaðið. En þegar voraði aftur, kom litill brumhnappur á tréö og og óx. Og saga laufblaös hófst á ný- Hvaða tvær mörgæsir eru eins? '9 6o i 'jn íjbas

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.