Vísir - 10.11.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 10.11.1980, Blaðsíða 12
12 Mánudagur 10. nóvember 1980 Hárgreiðslustofan Klapparstíg ^ Rakarastofan Klapparstíg PANTANIR 13010 Vissir þú að c|o ejoot? ö!! i rv rycx\ býður mesta úrval unglinga- húsgagna á /ægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum ? ry Bfldshöfða 20, Reykjavik Slmar: 81410 og 81199 Sérti/boð Bfleigendur Fyrir veturinn • Hvaö er notalegra en aösetjast inn i bíiinn ef hann er meö sætaáklæöum frá okkur? Ný sending á frábæru veröi/ þ.e. kr. 39.500.- (Nýkr. 395. ) seltið i bilinn, þrír litir: Ijósbrúnt — dökkbrúnt og grátt. Þolir þvott. • Einnig sérsaumuðáklæði íalla bíla nýja og gamla. Komiö á staöinn og veljið litog efni,mikið úrval. Snjómotturnar sívinsælu, íssköfur, keöjur, skiöa- bogar, hitaelement i afturrúöur, upphækkunar- hringir og klossar í flestar geröir bila, o.fl. o.fl. #Opið mánud— föstud. frá kl. 9—6, laugard. kl. 10—12. Lítið inn eða hringið Sendum í póstkröfu 17, Sérstakt tækifæri Síðumú/a Reykjavik, Sími 37140 vísm Stelpuspil í stðrum dráttum Kann einhver „stelpuspil”? var spurt hér á okkar heimili nýlega. Þá hafði haft samband við okkur kona norðan úr landi Steinunn Bragadóttir, sem hafði lært að spila stelpuspil af ömmusinni, en siðan gleymt spilareglum. Við getum nú glatt Steinunni og fleiri sem hafa áhuga á að rifja upp stelpuspilið, að kona nokkur hér f Beykjavlk hefur hringt og kann hún allar leikreglur spilsins. Kon- an heitir Aðalbjörg Baldursdóttir, og segir hún að spil þetta sé Ef trompkóngur kemur I borð má skipta á honum með tromptvisti. krakkaspil ættað úr Þingeyjar- sýslu. Aðalbjörg fór yfir leikregl- ur með okkur hér og veröur nú reynt aö koma þvi á blað. Þátttakendur eru tveir. Gefin eru þijú spil til hvors aöila. Eitt spil dregið upp og lagt i borð og er það tromp. Sá sem byrjar spilið, dregur eitt spil úr stokknum og hefur þá f jögur spil á hendi. Setur siðan eitt spil út og á þd mót- spilarinn að „drepa” meö hærra spili I sama lit tíia trompa. Ef hvorugt er hægt, þá veröur að taka spilið á hendina. En ef spilið er „drepið” er slagurinn geymd- ur. Siðan gengur þetta á vlxl, þangað til aö stokkurinn er búinn. Þá hefst aðalfjörið. Þá er spilaö úr slögunum. Þá breytist spilið aðeins nú má setja út fleiri spil en eitt i' einu — þá jafnar maöur það er, settar eru út jöfnur og svo eitt fylgispil með. Sá er fyrr losnar við sín spil af hendi vinnur spilið, en hinn aðilinn á að elta eins margar stelpur (eða stráka) og spilin eru mörg sem hann hefur á hendi — og til viðbótar ef ás er á hendi, þá mun sá er tapar elta stelpumar (eða strákana) I heilt ár. Ef trompkóngur kemur upp I borði f upphafi má skifta á honum með tromptvisti. Göða skemmtun. —ÞG P.S. Aðalbjörg Baldursdóttir heimildamaöurokkar I þingeyska krakkaspilinu, gefur nánari upp- lýsingar i sima 37060. HA6DEILD IEIMILIS NS Fjármá la ráögjöf fyrir fólk Verðtryggðir spari- reikningar STOFNUN. Þegar reikningur- inn er stofnaöur er skirteini gefið útá nafn, nafnnúmer og heimilis- fang eiganda eöa forráðamanns ef eigandihefur ekki öðlast sjálfs- forræði. Binding og uppsögn Reikningurinn er bundinn í full tvö ár frá stofnun hans, en þá er Hvað kostar 180 gr JÖGÍIRT Gkr. 307,00 Nýkr. 3,05 ársgömul innstæða og eldri, laus i einn almanaksmánuð, en eftir þaö binst hún aftur i eitt ár ef ekk- ert er að gert. Ars uppsagnar- frestur gildir fyrir önnur inn- lausnartímabil. Vaxta- og visitölureikn- ingur: tltreikningurvaxta ogverðbóta er geröur I lok hvers mánaöar. Hvert innlegg ber 12 mánaða vaxtaaukareikningsvexti fyrst, og til næstu mánaðamóta en þá tekur við full verötrygging sam- kvæmt lánskjaravlsitölu. Reikn- ingsinnstæðan, einsog húner I lok hvers mánaðar, ber vexti, sem I gildieru fyrir slika reikninga, all- an þann mánuð. Vextir leggjast við höfuðstól um áramót. I inn- lausnarmánuöi ber innstæðan 12 mánaöa vaxtaaukareiknings- vexti frá næstu mánaðamótum á undan, til innlausnardags, en verötrygging gildir ekki fyrir það timabil. Lánskjaravísitalan Peningar eru tveimur eigin- leikum gæddir, þá má nota sem mælieiningu á verðmæti eins og gramm á þyngd og þá má nota sem miðil I viöskiptum manna á milli. 1 verðbólgu er hins vegar álika nákvæmt að bera saman krónur á misjöfnum tlma eins og að nota teygjanlegan tommustokk til lengdarmælinga. Vi'sitölur eru reiknaðar út á ákveðnum fresti og með þeim má fá rétta viömiöun þó verð- breytingar hafi orðið. Vfsitölur erusettarsamanúrmörgum fjöl- breyttum liðum. Lánskjaravi'sitala er reiknuö út einu sinni I mánuði og gildir frá 1. hvers mánaöar og út hann. Hún er 1/3 byggingarvlsitala og 2/3 framfærsluvisitala. Byggingar- vlsitala mælir kostnað við hús- byggingar og tekur mið af fjöl- mörgum liöum svo sem verð á timbri, steypu, gleri og vinnu- launum. Framfærsluvfsitalan mælir kostnað fjölskyldu við að afla sér nauðsynja þaö er fæðis, klæða, húsnæðis og fleira. Lánskjaravi'sitalan er byggð upp af þessum tveim, þannig að hún verður enn nákvæmari til út- reiknings á verðlagi og verö- breytingum. Frá Verzlunarbanka Islands Matseðlll heimllíslns I Steinunn Árnadóttir útivinn- 1 andi húsmóðir gefur okkur | matseðil fyrir hennar heimili ■ þessa viku. Steinunn lætur það ■ fylgja með að þau eru fimm I | heimili, og allir fjölskyldu- • meðlimir eru meira og minna I utan heimilisins allan daginn. | Aðalmáltlð dagsins er á kvöld- I MANUDAGUR Á Nætursöltuð ýsa 1 Soðnar kartöflur | Hamsatólg | Skyr með rjómablandi I ÞRIÐJUDAGUR I Kjötbollur I brúnni sósu soöið hvitkál I soðnar kartöflur | súrsaðar rauðbeður | MIÐVIKUDAGUR . Fiskur með hrfsgrjónum f ofni I sitrónubátar bornir fram meö. j Soðin hrlsgrjón sett í eldfast I mót (tveir bollar af grjónum | ósoðnum) 1 litil dós af tómat- þykkni (tomatpure) sem er | smurt yfir grjónin. Smátt söx- | uðum lauk stráð yflr. ' Agætt að hræra svolitlu | karry saman viö mjólk eða rjóma og hella yfir. | Ofan á þetta eru sett ýsu- ■ flök, sem eru siöan krydduð > eftir smekk. Ég mæli með fisk | kryddi, fisk seasoning. Loks er smjörbitar settir of- I an á. | Þetta er bakað I ofni i 30 . minútur en áður en rétturinn I er tilbúinn er ostur settur yfir | oglátinnbráönavellofninum. I FIMMTUDAGUR J Spaghetti meö kjötsósu úr I nautahakki. | Borið fram meö rifnum osti I FÖSTUDAGUR | Kjöt I karry-sósu ' (Má nota hvort sem vill | lamba- eða nautakjöt) ■ Soðin hrisgrjón I Niöursneiddir tómatar með | hráum söxuöum lauk. . Sætur „mango chutney” er I ómissandi með þessu. I LAUGARDAGUR I Buff I ofni J soðnar kartöflur I Hrásalat og hvftlauksbrauð | borið með ■ Ég nota venjulega lamba- ■ buff, sem er snöggsteikt og | sett I eldfast mót. Laukur og . paprika steikt á pönnu, svepp- I um og tómötum (úr dós) bætt I út I. Yfir þetta er hellt rjóma og I látið krauma stutta stund. I Sitrónusafa bætt út i og kryddað vel. I Síðan er þessu hellt af pönn- I unni yfir kjötið I eldfasta mót- J inu og sett I ofn. I Agætt að setja snöggsteiktar 1 baconsneiöar yfir. Látið vera I ofninum ca. 15 | minútur. I SUNNUDAGUR | Saltkjöt ■ með kartöflustöppu. ! (Sem stystum tlma er eytt I I matargcrö á heimilinu á sunnudögum)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.