Vísir - 10.11.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 10.11.1980, Blaðsíða 17
Mánudagur 10. nóvember 1980 vísm 21 Holllns var maðurinn á bak við stórsigur Arsenal 5:0 á Elland Hoad í Leeds •ipswich fékk mlkla mótspyrnu á The Deli í Southampton DENNIS TUEART...hefur skorað 7 mörk I fjórum leikj- um. Kubala lækkar I tlgn - settur af sem framkvæmdastfðri Barcelona og sá gamli ráðlnn aftur Forráðamenn stjörnuiiðsins Barceiona tóku sig til á föstu- daginn og settu Ladislao Kubala af sem framkvæmdastjóra knattspyrnuliðs félagsins. Voru honum fengin i hendur minni háttar störf á skrifstofu félagsins en Helenio Herrera, sem tók við liðinu i fyrra, en var látinn víkja i haust fyrir Ku- bala, var aftur dubbaður upp i stöðu stjórans. Undir stjórn Kubala, sem fæddur er i Ungverjalandi og var i 11 ár þjálfari spænska landsliðsins hefur ekkert gengið hjá Barcelona, og er þetta fræga félag nú i einu neðstu sætunum i deildinni. Upp úr sauð i vikunni, þegar Barcelona tapaði 4:0 á heimavelli fyrir FC Köln i UEFA-keppninni, en þá heimt- uöu hinir liðlega 120 þúsund eld- heitu aðdáendur Barcelona á Ieiknum, að eitthvaö yröi gert. Voru þeir friðaðir með þvi að setja Kubala af og ráða Herrera aftur. Hann byrjaði vel, þvi að strax i gær sigraði Barcelona 4:2 i viöureigninni við efsta liöið i 1. deildinni, Atletico Madrid. — Var það fyrsta tap Atletico i 10 umferðum i deildarkeppninni á Spáni i ár... — klp — Dýrlingarnir frá Southampton veittu Ipswich harða keppni á The Dell — þeir gáfust ekki upp, þótt Ipswich hafi fengið óskabyrjun. Júgóslavneski markvörðurinn Ivan Katalinic i marki Southamp- ton, mátti hirða knöttinn tvisvar úr netinu hjá sér. Erik Gates skoraði fyrst á 19.min. og aðeins 5 minsiðar var John Wark búinn að senda knöttinn i netið hjá Dýr- lingunum. Southampton náði að jafna metin fyrir leikhlé með mörkum frá Steve Williams og Phil Boyer. Paul Marinerskoraði siðan fyrir Ipswich 3:2ogvar mikilstemmn- ing á áhorfendapöllunum á The Dell. Terry Butcher, varnarmaður- inn sterki hjá Ipswich, var rekinn af leikvelli á 71. min fyrir gróft brot á Steve Williams, en áður hafði Butcher fengið að sjá gula spjaldið. Táningurinn Steve Moran náði að jafn metin fyrir Southampton — með þvi að skora glæsilega með skalla. John Hollins á skot- skónum Arsenal vann stórsigur 5:0 yfir Leeds á Elland Road, þar sem Arsenal lék án irsku landsliðs- mannanna Pat Jennings, David O’Leary og Frank Stapleton. John Hollings, gamla kempan, var fyrirliði Arsenal og átti hann stórgóðan leik — skoraði 2 mörk, en hin mörk Arsenal skoruðu þeir Steve Gatting, Brian Talbot og Alan Sunderland. Leeds hefur ekki skorað mark á Elland Road i siðustu sex leikjum sinum þar. Johnston þakkaði fyrir sig Craig Johnston, miðvallar- spilarinn snjalli hjá Middles- brough, var á laugardaginn út- nefndur efnilegasti ungi leik- maðurinn I Englandi og fékk hann vegleg verðlaun fyrir. Þessi 19 ára leikmaður þakkaði fyrir sig og tryggði ,,Boro” sigur gegn Brighton — með góðu marki. Johnston er fæddur I Suður-Af- riku. KEITH BERTSCHIN... tryggði Birmingham sigur gegn Crystal Palace. Blökkumaðurinn Justin Fas- hanu skoraði sitt 13. mark á keppnistimabilinu fyrir Norwich gegn Everton og Joe Roylebætti öðru við, en Bob Latchford skor- aði fyrir Everton. Ekki tapað 78 leikjum Liverpool heldur sinu striki — félagið hefur ekki tapað 78 leikjum i röð á Anfield Road. Liverpool gerði jafntefli 0:0 gegn Notthingham Forest, liðinu sem Liverpool hefur átt svo erfitt með siðust árin. Sóknarmenn Liver- pool áttu erfitt með að komast fram hjá Kenny Burns og Larry Lloyd, sem voru mjög sterkir i Sigur hjá Standard - og Lokeren I Beigíu Asgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Standard Liege unnu góðan sigur 3:1 yfir CS Brugge I belgisku 1. deildarkeppninni í Liege. Eddy Voordeckers skoraði 2 mörk með skalla og Ralf Ed- ström bætti þriðja markinu við. Arnór Guöjohnsen og félagar hans hjá Lokeren unnu sigur 1:0 yfir FC Liege. — SOS JOHN HOLLINS... kempan hjá Arsenal. gamla vörninni og þá varði Peter Shilton mjög vel — sérstaklega eitt skot frá Graeme Souness, sem lengi verður i minnum haft. Úrslitin urðu þessi i ensku knattspyrnunni á laugardaginn: 1. DEILD Birmingham — C.Palace......1:0 Brighton — Middlesb........0:1 Leeds — Arsenal............0:5 Leicester — Man.City.......1:1 Liverpool — Nott. For......0:0 Man.Utd. — Coventry........0:0 Norwich — Everton..........2:1 Southampton — Ipswich......3:3 Sunderland — Stoke.........0:0 Tottenham — W olves........2:2 W.B.A. — Aston Villa.......0:0 2. DEILD: Bristol C. — Blackburn.....2:0 Cambridge — Newcastle......2:1 Chelsea — Oldham...........1:0 Notts C. — Derby ........0:0 Preston — Cardiff........3:1 Q.P.R. — Luton...........3:2 Sheff.Wed. — Wrexham.....2:1 Shrewsbury — Bristol R...3:1 Swansea — Orient.........0:2 Watford — Bolton.........3:1 WestHam — Grimsby........2:1 Júgóslavinn Nicky Jovanovic hjá Manchester United meiddist I leiknum gegn Coventry — á hásin og mun hann missa HM-leik Júgóslava gegn Itölum um næstu helgi. Tueart skoraði Dennis Tuearthjá Manchester City skoraði sitt sjöunda mark i fjórum leikjum, þegar hann tryggði City jafntefli 1:1 gegn Leicester. Hinir ungu leikmenn Leicester léku vel i byrjun og sóttu þeir stift að marki City. Alan Youngskoraði 1:0 fyrir Lei- cester á 27. min. Jafntefli á White Hart Lane Úlfarnir náðu að tryggja sér jafntefli 2:2 gegn Tottenham I London og var það marka- maskinan John Richards, sem tryggði Úlfunum jafntefli með glæsilegu marki. Glenn Hoddle skoraði fyrsta mark leiksins úr vitaspyrnu — 1:0 fyrir Totten- ham, en Hugh Atkonson jafnaöi fyrir Úlfana. Garth Crooks kom Tottenham aftur yfir, en síðan skoraði Ric- hards 2:2. Moss skoraði með skalla af 34 metra færi Þaö var frekar óvenjulegt mark sem David Moss hjá Luton skoraði gegn Q.P.R.— hann skoraði með skalla af 34 m færi. Brian Stein skoraði hitt markið fyrir Luton, en þeir Neal (2) og Brian Kingsskoruðu fyrir Q.P.R. David Crossskoraði bæði mörk West Ham — með skalia og hefur Lundúnaliðiö nú leikið 14 leiki I röð án taps Coiin Lee skoraði sigurmark Chelsea gegn Oldham. — SOS Dortmund féll um tvö sætl AtliEðvaldsson og félagar hans hjá Borussia Dortmund hröpuðu úr 3. sæti I það 5. i Bundesligunni I Vestur-Þýskalandi um helgina, en þá tapaði Dortmund 2:0 á úti- velli fyrir Núrnberg. Vellir I Vestur-Þýskalandi voru þungir og erfiöir vegna snjóa og bleytu um helgina, og varð aö fresta a.m.k. tveim leikjum i Bundeslígunni af þeim sökum. Um leið og vellir fara að versna, fara einnig að sjást dvænt úrslit, þvi það tekur tima fyrir lagna og lipra leikmenn að venja sigviövelli.sem annað hvort eru glerhálir eöa menn verða að vaða aurinn I ökkla. Þetta kom glöggt i ljós i leikn- um hjá Dortmund og einnig i viðureign Kaiserslautern og Bayern Múnchen, en þar tapaöi Bayern, sem var með forustu 1 deildinni 4:2... — klp — 9 KJARTAN MASSON. Kjartan aftur meö ÍBV-Iiðiö? Vestmannaeyingar eru á höttum eftir nýjum þjálfara fyrir 1. deildarlið sitt I knatt- spyrnu i stað Viktors Helga- sonar. sem ekki ætlar að þjálfa á næsta ári. Sá, sem þeir hafa einna mestan áhuga á þessa dagana er Kjartan Másson. sem kom Reyni Sandgerði upp i 2. deild i ár meö þvi aö leiða Sand- geröingana til sigurs i 3. deild- inni. Kjartan hefur áður verið með IBV liðiö — siöast sem aðstoðarþjálfari Viktors er Eyjaskeggjar urðu tslands- meistarar 1979, en hann var einnig með liðið, þegar það sigraði I 2. deildinni 1976... — klp — Þróttar- Istrákunum aö kenna - öegar Þróttar- stelpurnar töpuðu fyrir stúdínunum . Stelpurnar úr biakliðii Þróttar voru ekkert skotnar i strákunum úr Þrótti eftir tap- leik þeirra fyrir stúdinunum úr IS i 1. deild kvenna i blaki i gær. Kenna þær strákunum um tapið og sé ekki við neina aöra að sakast en þá. Þær voru komnar með yfirburðarstöðu i 4. hrinunni 11:3, þegar dóm- arar leiksins heimtuðu að strákarnir úr Þrótti færu út úr salnum. Voru þeir þá byrjaðir að hita upp fyrir sinn leik og hafa hátt. Strákarnir vildu ekki una þessum úrskurði og þrjósk- uðust lengi við. Þann tima not- uðn stúdinurnar til að safna kröftum — og það svo vel aö þær sigruðu I hrinunni og siðan aftur I úrslitahrinunni á eftir og þar með i leiknum 3:2... — klp — Fyrsti tapleikur hjá Framstúlkunum - síöan í apríl 1979. FH-stúlkurnar lögöu pær aö velli 17.16 FH-stúIkurnar unnu óvæntan sigur 17:16 y fir Fram 11. deildar- keppni kvenna i handknattleik I Laugardalshöllinni á laugardag- inn. Framstúlkurnar töpuðu sln- um fyrsta leik siðan i april 1979 — þær höfðu leikið 32 leiki I röð án taps. Það var Sólveig Birgisdóttir sem skoraöi sigurmark FH 30 sek. fyrir leikslok. Framstúlk- urnar byrjuðu leikinn vel — kom- ust yfir 6:1 og staðan var 9:7 i leikhléi. Þegar staöan var 14:9 fyrir Fram, leit allt út fyrir stór- sigur Framstúlknanna, en þær slökuðu á — FH náði að tryggja sér sigurinn á elleftu stundu. Margrét Katrin Danivalsdóttir, Kristjana Aradóttir og Margrét Theódórsdóttir voru bestar hjá FH,en Margrét Blöndal var best hjá Fram. Mörkin i leiknum skiptust þannig: FRAM: — Guðriður 6(5), Mar- grét 4, Oddný 2, Jóhanna 2, og Sigrún 2. FH: — Katrin 6, Kristjana 4(3), Margrét T. 4, Kristin 1, Hildur 1 og Sólveig 1. Tveir aörir leikir voru leiknir I 1. deildarkeppni kvenna. Valur vann sigur 20:16 yfir Þór á Akur- eyri og KR-súlkurnar lögðu stöllur sinar úr Haukum aö velli 16:9. G.kol/—SOS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.