Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. nóvember 1980, rnamM VÍSIR 19 biskup Lútherskur biskup, Per Lonning, hefur valdið miklu fjaðrafoki meðal kirkjunnar manna vegna þeirrar áráttu sinnar að stripl- ast um nakinn á bað- ströndum. Lonning, sem er 52 ára gamall Norðmaður, hef- ur lýst þvi yfir, að hann telji nektardýrkun vera af hinu góða og hvergi séu samskipti manna jákvæðari en einmitt i nektarnýlendum. ,,Guð skapaði manninn eins og hann er og það er ekkert Norski biskupinn Per Lonning. við það sköpunarverk sem ástæða er til að fela”, — segir biskup- inn. Hann kvaðst hafa orð- ið nektardýrkandi fyrir tilviljun. Það gerðist þannig, að hann var i saunabaði i Berlin og við hlið hans var nakin kona. ,,Það rann þá upp fyrir mér, að nekt er manninum eðlileg og vekur jákvæðar hugsan- ir”, — segir Lonning, og bætir þvi við að þar eigi hann ekki við kynferðis- legar hugsanir. En ýmsir yfirmenn lúthersku kirkjunnar eru ekki á sama máli og hafa þungar áhyggjur af framferði biskupsins. bera.... Ursula ásamt föðurnum Harry Hamlin og synin- um Dimitri. Ursula í nýju hlut- verki Fyrir tveimur áratug- um var Ursula Andress ein umtalaðasta stjarna hvíta tjaldsins. I dag er hún umtöluð móðir og sjálf hefur hún ákveðna skýringu á hvers vegna svo sé: „Ég er ógift og bý með manni sem er miklu yngri en ég sjálf, og að auki ér ég nú orðin 44 ára gömul þegar mitt fyrsta barn fæðist", — segir Ursula. Sambýlis- maður hennar, og faðir að hinum fimm mánaða gamla syni, Dmitri, er hinn 29 ára gamli leikari Harry Hamlin. Þau hafa búið saman i tvö ár. ,,Það er mikill ábyrgðarhluti að eignast barn", — heldur Ursula áfram. — ,,Fyrir mig, sem hef alltaf verið frjáls minna gjörða er þetta mikil breyting. En ég er hamingjusöm. Ég hef verið heppin í lifinu og hef fengið allt sem mig hefur langað í og nú é ég mitt eigið barn", — segir hún. Áöur en barnið fædd- ist var Ursula mjög áhyggjufull vegna þess að henni fannst hún vera orðin of gömul til að eignast barn. En siðan barnið fæddist hefur hún tekiö gleði sína á ný. ,,Hún er góð móðir og ég vissi alltaf að hún yrði það þótt ýmsir væru með efasemdir hvað það varðar", — segir faðir- inn Harry Hamlin og sjálfur kveðst hann vera mjög ánægður með hina nýju félagslegu stöðu sina.... Ursula á hátindi ferils sins sem leikkona. MH* ' * *»♦ * ♦ ♦ * H i H * * * * ► * » I ♦ * .... . . I » > M M \ f ‘ \ \ \ 4% - M \M‘ :4 4 * Peter Sellers og Lynne Frederick sem erfir mestan hluta auðæfanna. Málaferli út af erfóaskrá Peter Selíers Mikil óánægja hefur gripið um sig i fjölskyldu leikarans Peter Sellers, sem lést úr hjartaslagi i júli sl., vegna erfðaskrár þeirrar er hann skildi eftir sig. Leikarinn breytti erföaskránni aöeins sex mánuðum fyrir dauða sinn, en þar eru börn hans sniö- gengin og gert ráð fyrir, aö mest- ur hluti auðæfanna gangi til fjóröu eiginkonu hans, Lynne Fredrick. Erfðaskráin kom sem reiöarslag yfir börnin, en þau eru Michael, 26 ára og Sarah 23 ára, sem Sellers átti meö fyrstu konu sinni önnu og Victoria 15 ára, sem hann átti með annarri konu sinni Britt Ekland. „Okkur finnst aö faöir okkar hafi niöurlægt okkur meö þessari erföaskrá”, — segir Michael og aö hans frumkvæði er lögfræöing- ur nú kominn i máliö. „Hann var alltaf aö breyta erföaskránni og notaöi þaö sem eins konar stjórnunartæki á fjöl- skylduna”, — segja börnin. „Ef pabbi heföi lifaö sex mánuöi i viöbót og gengið endan- lega frá skilnaöinum viö Lynne, sem hann ráögeröi, heföum viö fengiö þann arf sem okkur ber”, — segja þau ennfremur. En hin 26 ára gamla ekkja leik- arans, Lynne Fredrick, sem nú býr i lúxusvillu þeirra hjóna i Los Angeles, er ekki á sama máli: — „Þessi erfðaskrá lýsir vilja Pet- ers og mér finnst aö börnin ættu aö bera þaö mikla viröingu fyrir minningu hans aö sætta sig viö hans óskir. Allt tal um skilnað okkar er blaöur,” — segir Lynne. Auöæfi þau, sem Sellers lætur eftir sig eru metin á rúma 4 milljaröa Islenskra kröna en i erfðaskránni er gert ráö fyrir tæpri milljón fyrir hvert barn með þeim oröum, aö timi sé til kominn aö börnin standi á eigin fótum, eins og þaö er orðaö i erföaskránni. önnur eiginkona Sellers, Britt Ekland, er sögö mjög óhress meö gang mála og hefur lýst þvi yfir aö málaferli séu óumflýjanleg þar sem erföaskráin sé bæöi ósanngjörn og óréttlát. Michael: „Niðurlæg- ing”. Victoria: „Ósann girni”. Sarah: „óréttlæti”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.