Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 13. nóvember 1980, 27 vlsm UPPREISN A BRUÐU- HEIMILUM ÚTHVERFANNA Kvennaklósettið (The Women's Room) eftir Marilyn French Þýð- ing: Elísabet Gunnars- dóttir löunn, 1980 458 bls. Þessi bók heitir á frummálinu „The Women’s Room” og er sá titill vandráöinn og vanþýddur. The Women’s Room getur þýtt allt i senn: Kvennaherbergi eða dyngja, snyrtiherbergi kvenna eöa eins og þýöandi hefur kosiö : Kvennaklósettiö. Mér þykir trúlegt aö höfundur hafi meö titlinum viljaö minna okkur á tima þegár stööu kvenna var þannig háttað þegar karlar aö loknum málsveröi (i sam- kvæmum betri borgara) gengu i bókaherbergi til að reykja og ræða pólitik. Var þá til þess ætl- ast aö konur færu til snyrtingar, hyggöu aö útliti sinu. Reyndar er mér tjáö aö þessi hefö finnist enn á vissum stööum. — Ekki veit ég hvort til þess er ætlast af höfundi, en einhvern veginn vekur titillinn The Women’s Room hjá mér minningu um aðra bók, sem einnig fjallar um stööu kvenna þ.e. ,,A Room of One’s Own” eftir Virginia Woolf. f þeirri bók er vakin athygli á þeirri staöreynd, aö konur jafnvel þótt þær séu veí stæöar, eiga ekki vinnuherbergi eöa afdrep til aö sinna hugöarefn- um sinum. Woolf dregur af þessu ýmsar niöurstööur, sem enn eru gildar. Reyndar mætti yfirfæra þær niöurstööur til fleiri undir- okaðra samfélagshópa. Þeir eru æði margir, sem ekki hafa staö eöa tóm til aö sinna hugverkum. En þetta var nú útúrdúr. Söguþráðurinn Kvennaklósettiö segir frá Miru Ward og hennar kynslóö. Þ.e. þeim konum sem á sjötta ára- tugnum voru húsmæöur, en uröu á áttunda áratugnum aö hasla sér völl úti i samfélaginu og standa sig sem konur og sjálfstæöir ein- staklingar. Mira er dæmigerö bandarisk stúlka eins og þær gerðust fyrir kvennabyltinguna. Hún giftist Norm, sem er aö læra til læknis, flytur meö honum I út- hverfi og gætir bús og barna meöan eiginmaðurinn er aö klifa þjóöfélagsstigann. Mira er um- kringd af konum, sem likt er á komiö meö. Þegar hennar ame- riski draumur viröist vera aö ræt- ast: hún er flutt i einbýlishús meö þremur baöherbergjum og öllum mögulegum þægindum og börnin stálpast, — þá skilur maöurinn viö hana. Hún er um fertugt og hlutskipti hennar fram aö þessu hefur veriö aö laga lif sitt aö þörfum annarra Nú stendur hún frammi fyrir þvi aö skapa sér SITT eigiö líf. Hún byrjar nám viö háskóla og heldur áfram þar sem frá var horfiö þegar hún gifti sig. Námiö veitist henni létt, öllu erfiöara er þaö viöfangsefni aö kynnast sjálfri sér, hvaö hún er og vill vera, eftir öll þessi ár sem lif hennar hefur ákvaröast af öörum. Bókin lýsir ekki aöeins Miru og hennar hlutskipti heldur fáum viö aö fylgjast meö lifi margra ann- arra kvenna, fyrst i úthverfinu og siðar i háskólahverfinu. Þetta gefur bókinni meiri breidd. Heift gegn karlaveldi Bókin er skrifuö af heift gegn karlaveldinu og heföbundnu kvennahlutverki. Höfundi tekst best upp, þegar hún er aö lýsa daglegu amstri kvennanna hús- verkum og útréttingum. Hér er afhjúpuö þjóðsagan um heimiliö sem friðsælt hreiöur, sem mæti þörfum allra meölima kjarnafjöl- skyldunnar. Eftir lestur þessarar bókar ætti enginn aö ganga þess dulinn, aö þaö blása oft kaldir vindar ofan i hreiðriö og flestir fjölskyldumeðlimir ala meö sér vonir og væntingar til annara i fjölskyldunni, sem ekki rætast. Smábörn eru t.d. ekki fyrst og fremst litlar hjalandi verur, sem leika sér aö tánum á sér. Mamma er ekki alltaf góö og skilningsrik. Og þegar börn hafa náö vissum þroska — komist á „vandræða- aldurinn” gera þau uppreisn gegn þessu lifi, sem er dæmt til aö mis- lukkast. Maöur og kona hætta aö hafa gaman hvort af ööru, án þess þó aö vita hvers vegna, og fjöl- skylduböndin bresta. Of bandarísk? Þessi bók sem kom út i Banda- rikjunum áriö 1977 byggir á bandariskum forsendum. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem á margt sameiginlegt með höfuö- persónunni Miru. Marilyn French er fædd 1930 i Brooklyn, New York. Eins og Mira giftir hún sig ung og eignast tvö börn. Eftir skilnaö byrjaöi hún nám viö Har- vard háskólann á 6. áratugnum. Doktorsritgerö hennar fjallaöi um Ulysses eftir James Joyce. Kvennaklósettiö er þó engin sjálf- ævisaga og rennur mér i grun, aö vinkonan Val i bókinni standi höf- undi nær en Mira. Eftir lestur bókarinnar er mér engan veginn ljóst hvort hún er jákvætt innlegg til Islenskrar kvenréttindabaráttu. Ég dreg i efa aö bókin spegli veruleika sem likist þeim Islenska. Sjálf á ég erfitt meö aö hafa samúö meö hjálparleysi Miru og vinkvenn- anna I allsnægtum. Þau vanda- mál sem ég hef átt viö aö strlöa hafa verið önnur og áþreifanlegri. Eöa er þetta þaö sem koma skal, þegar brauöstritiö er ekki lengur aðalatriöiö i lifinu? Mig grunar aö viö Islenskar konur heföum haft meira gagn af annarri bók, sem tæki miö af islenskum aöstæöum. Leiðindalesning Ég viöurkenni aö ég er I vafa um efni bókarinnár. Aftur á móti er ég ekki I nokkrum vafa um hvernig mér geöjast hún. Mér finnst hún leiöinleg og heföi llk- lega aldrei enst til aö lesa hana, ef ég hefði ekki fengiö borgaö fyrir þaö. Bókin er óskipuleg og sundurlaus og ef viö undan- skiljum þá góöu spretti, sem lýsa daglegu amstri húsmæöranna, er bókin blaður. Sérstaklega eru þeir kaflar sem velta fyrir sér heimspeki og félagsfræöi, bæöi leiðinlegir og yfirborðslegir. Ekki bætir úr skák að höfundur hefur greinilega gleypt „menntun” og „menningu” I of stórum bita og fer bæöi rangt meö og misskilur veigamikil atriöi. Þýöingin bætir heldur ekki úr skak. Þýöandi hefur greinilega komist I timahrak, þvi þó oft tak- ist vel til er þýöingin full af ósam- ræmi og fljótfærnislegum villum, sem auövelt heföi veriö að lag- færa meö meiri vinnu. Reyndar öfunda ég ekki þýöandann af þessu verki og tel vafasamt aö hægt sé að þýöa lélega ensku á is- lensku svo vel sé. Sérstaklega á þetta viö um blót og klúryrði, sem e.t.v. hljóma eðlilega á enskunni en veröa afkáraleg i islensku þýöingunni og þjóna þar varla til- gangi slnum. i bókinni kemur fyrir fjöldi skammstafana, sem mér finnst ótrúlegtaö islenskur lesandi viti hvaö þýöa, t.d. SDS, MIT, MTA. Þetta og fleira heföi mátt bæta meö þvi aö láta oröalista og skýr- ingar fýlgja. Bergþóra Glsladóttir svo mœlir Svarthöfði í kveilustund Jðhannesar Snorrasonar Um þaö bil sem Jóhannes Snorrason var aö renna sér í svifflugu inn f Eyjafjarðardöl- um ásamt félögum sinum, sem litu meira á þetta sem leik en sem undirbúning undir ævi- starf, datt engum f hug aö flug og flugrekstur gæti oröiö um- talsveröur atvinnuvegur á islandi. Alexander Jóhannesson og fleiri höföu aö vfsu stofnaö flugfélag upp úr fyrra strlöi, en Vatnsmýrin var blaut og erfitt um alla aöstööu viö flugrekstur og brátt dó þaö félag viö lltinn kost og enn minni eftirtekju. Flugfélag Akureyrar var siöan stofnaö af ábugamönnum um rekstur lftiliar sjóflugvélar. Þar komu m.a. viö sögu þeir aöilar, sem geröu út á bila, og má vfst telja aö þeir hafi ekki viljaö missa af neinu sem til mann- flutninga horföi. Menn voru teknir í eina eöa tvær hringferö- ir yfir Akureyrarbæ og svo var leitaö aö siid. Meö tilkomu meiri kynna af útlendingum og tækni þeirri, sem þeir höföu tileinkaö sér, einkum á striösárunum seinni, varö mönnum ljóst aö vegir loftsins voru færir fyrir þá sem áttu vélar og kunnu meö þær aö fara. Og á örskömmum tfma, svo jafnvel var hægt aö tala um aö isiandingar hafi stigiö af hesti upp i flugvélar I bókstaf- legri merkingu, uröum viö þjóö f flugvélum, sem fluttu okkur bæöi milli staöa innaniands og til annarra landa. Strákarnir, sem höföu haft fyrir æskuleiki aö æfa svifflug I Eyjarfjaröar- dölum voru fyrr en varöi haldn- ir vestur um haf i skipalestum til aö læra vélflug hjá „Konna Jóhannsson” I Kanada, eöa hvar annars staöar þar sem ungir menn meö flugdellu voru tekniri læri. Heimafyrir biöu þó engir flugvélafiotar. Þaö var aöeins eins og æskuleikirnir heföu veriö framlengdir um stund. Sföan voru fyrstu skrefin I farþegaflutningi tekin i Dakota- vélum, Katalina-sjóvélum og Grummanbátum og þaö varö aö spá i veöur og vinda meö öörum hætti en nú, helst aö afgreiöslu- maöur hlypi út á götu og liti til iofts áöur en hann hringdi til aö segja flugmanni i öörum lands- hluta aö honum sýndist mundi koma gat i skýjaþykkniö. Og f flugtaki ólgaöi sjórinn fyrir utan glugga Katalinunnar ef maöur sat aftarlega. Allt haföi þetta keim af æskuleikjum og var raunar æskutfmabiliö sjálft f al- vöruflugi i landinu. Svo komu aörir timar, stórir timarfyrir flugið. Og flugmenn, sem höföu lært fyrstu handtökin á pinna svifflugu meö stráka- hópinn hlaupandi niður ein- hverja fjallshliöina viö aö koma flugunni á loft, enduöu feril sinn meö þvi aö stinga kassettu f mælaborö á þotu, sem sföan stýröi sér sjálf langleiöina til London, Kaupmannahafnar, Luxembourg eöa New York. Og meö þessum breyttu tfmum kom ógnarleg fyrirtækjasam- steypa og stórir hlutafjáreig- endur, sem sátu sveittir yfir gróöa eða tapi í einhverjum skrifstofubyggingum, sem stóöu djúpt í jörö á undirstöðum járn- bentrar steinsteypu. Ævintýriö og æskublærinn var horfinn en í staöinn kominn þörfin fyrir gull og speglasjónir. Og þvilikar speglasjónir. Hlutafélag er aumasta form ágóöalausra fjárframlaga, sem fyrirfinnst á tslandi. Hlutabréf hlaðast upp 1 bankahólfum og hafa ekkert fylgifé nema at- kvæöisrétt vilji menn nýta hann. Aftur á móti er hægt aö eiga svo mikiö f hlutaféiagi. aö hægt sé aö hafa af þvf nokkur friöindi og stunda þar nokkra ráðsmennsku. Nú er svo komiö fyrir hiutafélagi flugsins i land- inu, aö rlkiö krefur um tak- mörkuö vöid þeirra, sem eiga mikiö af hlutabréfum. Þetta er pent eignamám, sem byggist á framlagi rfkisins til flugsins. Þeir sem áttu aidrei neinn draum, og stunduöu aldrei neina æskuleiki I svifflugum yfir fjallahliöum krækja nú meö bognum puttum i þau flök. sem eftir standa. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.