Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. nóvember 1980 VÍSIR i i i i i i i i i i i i i i i i i i 9 I I I I I I I I I I I I I 9 I I I I L verstu kvikntvndirnar Þaö er ekki óalgengt aö menn setji saman lista yfir þær kvik- myndir sem þeir telja bestar i veröldinni: Orson Welte telur t.d. „Borgarljós” Chaplins bestu mynd allra tima og Luis Bunueler jafnhrifinn af „Undir- heimum” Josef von Sternbergs. Skoöanakannanir i kvikmynda- blaðinu Sight and sound sýna svo mikla aödáun á „Citizen Kane” eftir Orson Welles. Tveir kvikmyndaáhugamenn fóru „hina leiðina”, þeir völdu saman þær kvikmyndir sem þeim þóttu verstar og sögöu frá þeim i bók sem þeir gáfu út fyrir nokkrum árum. Þær tiu sem allra, allra verstar þóttu.voru . . Che Guevara og John Wayne Versta mynd allra timá er tal- in vera „Che!”, rugluleg mynd um Che Guevara og Fidel Castro. Þessi mynd, sem gerð var áriö 1969, er meö Omar Sharif í aöalhlutverki sem Che en Jack Palance leikur Fidel. 1 myndinni verður Omar Sharif aö láta út úr sér hluti eins og: „Bóndinn er eins og villiblöm i skóginum. Byltingarmaöurinn er eins og býfluga. Hvorugur fær lifaö eöa fjölgað sér án hins.” Gagnrýnandinn Steven Scheuer sagöi um þessa mynd: „Þaö ætti aö rassskella alla þá sem komu nálægt henni!” Næstversta myndin í upp- talningu þeirra félaga, sem heita reyndar Harry Medved og Randy Dreyfuss, er „The Conqueror” eöa „Sigurvegar- inn” frá árinu 1956. Howard gamli Hughes lét gera myndina sem er um Gengis Kahn og hann fékk John Wayne til aö leika Mongólahöföingjann. Gamal- dags sápuópera. 1 „besta” atriöi myndarinnar er Jón Væni fullur losta i garö Bortai prin- sessu, sem Susan Hay wa rd leik- ur, og stynur: „Mér finnst aö þessi Tartarakona sé handa mér og bldö mitt segir, taktu hana! ” Striplingar á ströndinni og Shangri-La Iþriðja sæti kemur mynd sem heitir á ensku „The Horror of Party Beach” og er sambland af „Striplingar-á-ströndinni- myndunum”, ófreskjumyndum og músikal. Og tekst, þó ótrú- legt megi virðast, aö sameina þaö versta úr öllum þessum tegundum. Leikararnir þykja heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir, réttara sagt þykir frammistaöa þeirra alveg ótrú- lega léleg. Meöan „atóm- skrimsli” æða um ströndina segir gömul, svört vinnukona: „It’s the voodoo, I tells ya!” Ross Hunter geröi fjóröu verstu mynd veraldar en þaö er „Lost Horizon” sem fjallar um sælurikiö Shangri-La eftir sögu James Hilton. Fjöldi kunnra leikara kom viö sögu I mynd- inni, Peter Finch, Sally Keller- man, George Kennedy, Charles Boyer, Sir John Gielgud og Liv Ullmann. Allir ku nú skammast sin fyrir framlag sitt til þessar- ar myndar sem f Hollywood gengur undir nafninu „Töpuö fjárfesting.” Raquel Welch og skrimslin frá Mars . . . eða tunglinu. Raquel Welch, sú fræga kyn- bomba, leikur aöalhlutverkið i 5. verstu mynd allra tima, en þaö er aö áliti tvímenninganna „Myra Breckinridge”, frá árinu 1970. Hún leikur þar kynskipting i hræöilega lélegri „klám”- mynd.en i myndinni er sitthvaö til aö móöga alla. Gagnrýnand- inn Leonard Maltin sagði. aö myndin væri „jafnslæm og nokkur mynd frekast getur ver- iö”. „Robot Monsters” heitir 6. myndin og er frá árinu 1953. Hún þykir þaö allra lægsta sem hægt er aö gera i „Science-ficti- on” þvættingi.og innrásarmenn- irnir utan úr geimnum eru klæddirí górillubúninga og meö kafarahjálma. Framleibendur myndarinnar voru ekki einu sinni vissirum þaö hvaöan þessi afstyrmi komu.þar sem myndin var ýmist kölluö „Skrimslin frá tunglinu” eða „Skrfmslin frá Mars”. Viöbrögöin sem myndin fékk voru svo neikvæð að hinn ungi leikstjóri Phil Tucker reyndi að fremja sjálfsmorö skömmu eftir aö hún var frum- sýnd. Jólasveinn, marsbúar, Salómon og Seba 7. myndin heitir þeim eftir- tektarveröa titli: „Santa Claus Conquers the Martians eða „Jólasveinninn sigrar Marsbú- ana” og er frá árinu 1964. Börn- in á Mars vita ekki hvernig þau eiga aðskemmta sér. svo Mars- búamirræna Jólasveininum frá Noröurpólnum og flytja hann til Ronald Reagan, forseti Bandarikjanna, leikur eitt aöalhlutverkiö i 10. verstu mynd veraldar, That Hagen Girl. Mótleikari er Shirley Temple. Hér leikur hann I ögn skárri mynd, Hestavinir. Rauöu stjörnunnar. Illar ráöa- geröirþeirra falla um sjálfjisig meö hjálp tveggja jarðarbarna, Billy og Betty, og góðs marsbúa sem heitir Dropo. Salómon kóngur og drottning- in af Saba eru stjörnurnar i 8. verstu mynd allra tíma. Yul Brynner og Gina Lollobrigida leika aöalhlutverkin. Þetta auma bull var auglýst þannig: „Takiö eftir! Astarsaga allra alda!”l aöalatriði myndarinn- ar sigrar Salómon og hermenn hans ofurefli liös Egypta meö þvi aö pússa skildi sina og láta síöan sólin speglast i þeim svo Egyptamir blindast. Dvergarnir, Shirley Temple og Ronald Reagan „Terrorof theTiny Town” frá árinu 1938 nær 9. sæti. Þetta er eina Hollywood-myndin sem eingöngú er leikin af dvergum, einhverra hluta vegna. Og það sem meira er, litla fólkinu var gefið tækifæri til að reyna hæfi- leika sina í söngleikjavestra. Riöu yfir sléttuna á dverghest- um og sungu! Forseti Bandarikjanna, Ron- ald Reagan, leikur i 10. verstu mynd veraldar og mætti segja mér að honum þætti þaö bara góöur árangur. Myndin heitir „That Hagen Girl” og er frá ár- inu 1947, kámug sápuópera um áhrif gróusagna i ameriskum smábæ. Þær herma aö hin 19 ára Mary Hagen (Shirley Temple) sé i raun laundóttir vel metins lögfræðings i bænum, Tom Bates, en hann leikur bandarikjaforseti. Eftir aö þau komast aö þvi að þau eru ekki skyld, taka þau sig til og giftast. Reaganmunhafa sagst sjá eftir aö hafa komiö nálægt þessari mynd. HOTEL PATRIA FÍogið verður: Kaupmannahöfn *— Prag — Tatry sam- dægurs, dagana: 9/1-23/1--13/2 og 6/3. Dvalist verður á Hótel Patria-Strbsképleso 14 nætur, hálft fæði miðað við 2ja manna herbergi. Keyrsla af flugvelli á hótel og til baka. Skiðasvæði uppi 2700 m hæð samtals 260 ferkrn. Sporvagnar meðfram öllum fjallgarðin- um, þannig hægt að velja um fjölda skiðastaða. ódýrar 1. flokks skiðalyftur — skiðastökkpallar og margra km gönguleiðir—skipulagðar. Stutt aðfara i lágu Tatra, ef óskað er, Sannkölluð skiðaparadis. Að lokinni hálfs mánaðar dvöl verður flogið til Prag, á föstudegi og dvalist i þessari fallegu borg i eina nótt. I. flokks hótel, hálft fæði. Þeir sem óska geta framlengt dvölina þar á eigin kostnað, en við útvegum hótel ef óskað er. i Að lokum verður flogið um London til Keflavíkur á laugardegi Verð miðað við 2ja manna herbergi kr. 525.000 iLágmarksþátttaka 15 manns og þá íslenskur fararstjóri — STRBSKÉPLESO 1335 m hæð Er einn besti og fræg- asti skiðastaður á þess- um slóðum. Talinn sérstaklega heilnæmur lungna- og astma sjúklingum. Hægt að útvega með- ferð fyrir sjúklinga gegn aukagreiðslu. Pantið tíman/ega Ferðasknfstota KJARTANS HELGASONAR Gnoóarvogi 44 — 104 Reykjavík Sími 86255 ton*D v V Ki*a \ MAmUVA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.