Vísir - 22.11.1980, Síða 4
4
Laugardagur 22. nóvember 1980
vlsnt
„Rimurnar eru
þjódinni
til minnkunar”
Kafli úr bók Vilhjálms Þ.Gíslasonar
um Jónas Hallgrímsson
sem AB gefur út fyrir jólin
Eftir nokkra daga kemur út hjá Almenna bókafélag-
inu bókin „Jónas Hallgrimsson og Fjölnir” eftir Vil-
hjálm Þ. Gislason. Þetta er itarleg ævisaga Jónasar
Hallgrimssonar 370bls. aö stærð. Hér á eftir fer stuttur
kafli úr bókinni — upphafið að þætti sem nefnist „Rim-
ur og rimnadeilur — fagurfræði Fjölnis”.
„Eins og rimur (á lslandi) eru kveðnar og hafa veriö
kveðnar allt að þessu, þá eru þær flestallar þjóöinni til
minnkunar — það er ekki til neins að leyna þvi — og
þar á ofan koma þær töluverðu illu til leiðar; eyða og
spilla tilfinningunni á þvi, sem fagurt er og skáldlegt
og sómir sér vel I góðum kveðskap, og taka sér til þjón-
ustu „gáfur” og krafta margra manna er hefðu getað
gert eitthvaö þarfara — ort eitthvað skárra, eöa þá að
minnsta kosti prjónaö meinlausan duggra-sokk,
meöan þeir voru aö „gullinkamba” og „fimbdfamba”
til ævarandi spotts og athláturs um alla veröldina.
Þetta var upphafiðá ritdómi Jónasar Hallgrimsson-
ar 1837 um Tistrans-rimur Sigurðar Breiðfjörðs og
hefur siðan orðið frægasta bókmenntagagnrýni á Is-
landi. Það er merkilegt að þvi leyti, að hvorki var þessi
grein fyrsta rimnagagnrýnin, sem fram kom, né efni
hennar svo að það kæmi mönnum á óvart. Áhrifin uröu
ekki heldur þau, sem til var stofnaö, þvi að það er mis-
skilningur, sem algengur varð siðar aö árás Jónasar
Hallgrimssonar heföi útrýmt rfmunum. En greinin var
skrifuð af svo alvarlegri vandlætingu og svo skemmti-
legri snerpu i senn, að hún hitti betur i mark en nokkur
fyrrigagnrýni. Hún var skrifuð af skáldi, sem gat talað
eins og sá, sem valdiö hafði, þvi skáldi sem kveðiö
hafði tsland, farsælda frón og Saknaðarljóö hans voru I
sama Fjölnisheftinu og ritdómurinn. Hann er hvort-
tveggja: i formi fræðilegrar útskýringar og I klassisk-
um anda Hórasar I Ars poetica. Hann orðtekur efnivið-
inn og flokkar hann og skýrgreinir, en er Hka
kryddaður af persónulegum áfellisdómum, skætingi og
skemmtilegheitum. Greinin er almenn fordæming á
rimunum sem bókmenntagrein, og þess vegna er
megináhersla lögð á þaö að sýna fram á fánýti þess,
sem var grundvöllur forms þeirra ,lýsingarorð og
kenningar. Kvæðagyöja rimnaskáldsins heitir „greina
skögul” og skáldamjöðurinn heitir „boðnar keyta” og
maður heitir „þambar viöur” og kona „bjálfa Yöun”
eöa „ósakerta skuld”oghugur þeirra „andarkrá”. Ef
maður á aö ganga, veröur hann að dika, drýgja ferðir,
hafa kreik eða krefja að arka. Svona tætir Jónas sund-
ur orðaforða Tistransrimna og efniö og frásögnin fær
ekki betri útreiö. Efnið er, segir hann, einhver dönsk
lygisaga, einskis veröog heimskulega ljót og illa sam-
in og ekkert af henni að læra. Hún er ekki til neins
nema til að kvelja lesandann og láta hann finna til,
hversu það er viöbjóðslegt aö hlusta á bull og vitleysu.
Þessi gagnrýni forms og efnis var nú sér á parti — og
Jónas Hallgrimsson viðurkennir lika að rimurnar séu
liöugar, og smelli töluvert I munni viða hvar — og les-
endur Fjölnis heföu kannski þolað gagnrýnina eins og
hverja aöra fyndni ef ekki hefði annað fylgt. Þaö var
litilsvirðingin á Siguröi Breiðfjörö sjálfum — honum,
sem haföi mesta alþýðuhylli allra skálda. Hann er
kallaöur leirskáld og hann vantar smekk og kunnáttu
og imyndunarafliö er gerspillt og saurgað.Jónas Hall-
grimsson segir að sér ofbjóöi það, að þetta skuli vera
eileftu rimur Breiðfjörös, og standi hann þó ekki nema
á þritugu. Hvilik vanbrúkun á skáldskapar-listinni,
segir hann, hvllíkt hirðuleysi um djálfan sig og aöra, að
hroða svona af kveöskapnum og reyna ekki heldur til
aö vanda sig og kveöa minna. Þetta má ekki svo búiö
standa.
Sigurður og Jónas voru andstæðurnar i
islenskum bókmenntum
Siguröur Breiöfjöröog Jónas Hallgrimsson voru um
þessar mundir andstæðurnar I Islenskum bókmennt-
um, keppinautarnir.ef hægt varþáaðkeppa viö Sigurö
Breiðfjörö, einkum þegar fram á leiö. Siguröur var
nærri áratug eldri en Jónas og ráðgerð skólaganga
hans fór út um þúfur. Hann varð beykir að iðn og starf-
aði utanlands og innan. Hafnarstúdentar skrifuöu
heim sögur af svalli hans ytra og Steingrimur biskup
skrifaði heiman að til Hafnar um kvennamál hans og
kallaöi það skáldaleyfi, að hann ætti tvær konur. Sjálf-
ur orti hann gamankvæði um léttúö sina og lausung.
Hann var óráöslumaður, fátækur og flöktandi en si-
yrkjandi og sjór af hagmælsku og alltaf trúr þeim
skáldskap, sem hann taldi köllun sina, þó að hann
brysti bæði menntun og manndóm til að verða það
skáld, sem gáfur hans stóðu til. Þó var hann ágætt ljóð-
*
Sigurður Breiðfjörð.
skáld, þegar honum tókst best. En Jónas Hallgrimsson
sagöi ekki heldur ofsögum af ambögum hans og
hortittum, þegar verst var og framleiðsla hans var
hóflaus. Það er nokkur galli á ritdómi Jónasar Hall-
grimssonar, að I honum er hvergi tilfærö nein heil visa
eða samfella úr mansöng eða rimu. Sumt af þvi heföi
reyndar getað sannað gagnrýni hans betur en hin ein-
stöku dæmi, en önnur dæmi mundu sýna, aö Siguröi er
engan veginn alls þess varnað sem Jónas vildi vera
láta. Visur eins og þessar geta komið fyrir hver af ann-
arri og aðrar þaðan af verri:
Þegar álfur Iss dalneyðar
Iðunn bjálfa leit,
armar sjálfir út sig breiða,
andrúm skjálfa heit...
Úr boðnar keitu aö signa sig,
sér til gæöa þægða,
ég vil heita á eina þig
ibúö fræöa nægða.
En eftir hann eru lika margar léttar vlsur og falleg
kvæði.
Meira að segja Jónas Hallgrimsson sjálfur lét sér
það sæma aö yrkja eitt góökvæði sitt, Þú stóöst á tindi
Heklu hám, undir bragarhætti frá Sigurði Breiöfjörð:
Hvaö fögur er min feðra jörð—
Fjallkonan gamla, kennd við isa,
Hann dró lika seinna dár að háttamyndun Sigurðar,
nýhendunni. Samband Sigurðar Breiöfjörös viö
Fjölnismenn var ekki heldur einskær óvild, þvi aö Kon-
ráð Gislason las yfir fyrir hann og leiðrétti handritið að
Grænlandsbókinni.
Sigurður varð bæði hryggur og reiður
Sigurður varð, eins og við var að búast, bæði hryggur
og reiöur af ritdómi Jónasar. Hann haföi tekið Fjölni
illa undireins og fyrsta bindið kom út og orti skammir
um hann I kvæðinu Fjölnisrjómi, bregður honum um
fjölmælgi og sjálfhælni og það aö „annarra vill hann
slökkva ljós”.Hann túlkaðilika margra málum Fjölni
i visunni:
Jónas Hallgrimsson
Ekkert bætir hann Eggert glói,
á honum litiö verður feitt,
þó að hann kveði i kyrrum skógi
kjaftæöi sitt um ekki neitt.
Sumir óvildarmenn Jónasar Hallgrimssonar reyndu
seinna að halda þvi fram, að ritdómur hans væri hefnd
fyrir skammarkvæði, en ekki er það I neinu liklegt.
Ritdómurinn túlkar einlæga og staðfasta listskoöun
Jónasar Hallgrimssonar, hann er þáttur i stefnuskrá
Fjölnis og I mati hans á Islenskum bókmenntum. Það
var langt siöan Jónas var farinn að fást viö rimurnar I
gamni og alvöru. Hann geröi það ööru hverju nú og
seinna að búa til skopstælingar á kenningum og rimna-
visum: hundskinns-bjálfa-heröari, eða duggáls-blossa
dyngju fress, eða:
Vona ég dúna dreka lin,
á Dáins fleyi náms um haf,
við gullhúna hengi fin
hýruþvegið náðartraf.
Jónas var ekki upphafsmaður árásanna á rimurnar
þó að hann væri listfengasti og hnyttilegasti andmæl-
andi þeirra. Magnús Stephensen hafði verið miklu
stórorðari I Vinagleöinni. Hann talaði um það aö bögur
og rimur velli af marklausu þvættingsbulli, stagli,
meiningarlausum hortittum og heimskukenningum og
láti menn sér þetta lynda, „hafi leirvellan aðeins
venjulegt útvortis bragarform, einkum dýrtog I mörg-
um samstæðum skellandiieyrum.þegarþessum, enei
skynsemi og gáfum, skemmta skal”. Gagnrýnin var
ennþá eldrioghafðikomið bæði frá fulltrúum kirkju og
nýrra, fagurra bókmennta. Eggert Ólafsson hafði
talað um skáldin, sem rembdust viö dýrleikann.
Jónas Hallgrimsson tók upp I Fjölni þessa gömlu
gagnrýni og gerði hvorttveggja, hann magnaði hana til
meira niöurrifs, en lagði lika til jákvæðar listkenning-
ar um nýjan skáldskap og sýndi þær i kvæöum sjálfs
sin. Það var boðskapur og nýsköpun Fjölnis. Jónas
haföi rétt fyrir sér i öllum greinum á þeim velli rit-
skýringarinnar, sem hann haslaöi sér — sviöi fegurðar
og smekkvisi. Sjónarmið hans var einstrengingslega
fagurfræðilegt. Jónas Hallgrimsson er i Islenskri
ljóðagerö ósveigjanlegur fulltrúi heiörikrar smekkvisi
og hreinnar fegurðar. Fyrir honum er það sjálfsagt aö
vanda sig og yrkja minna, eins og hann ráöleggur
Siguröi Breiöfjörð...