Vísir - 22.11.1980, Qupperneq 9

Vísir - 22.11.1980, Qupperneq 9
Laugardagur 22. nóvember 1980 VlSIR Alþingi hefur nú loks eftir mikið jaml og japl og fuður afgreitt frum- varp rfkisstjórnarinnar um stuðning við Flugleiðir sem lög. Fyrir- sjánlegt er því að áfram verður þraukað í harðvít- ugri samkeppninni á Norður-Atlantshafsflug- leiðinni fram á næsta sumar/ þótt engar likur bendi til að þá verði orð- inn frekari rekstrar- grundvöllur undir þeirri starfsemi en nú er. Eflaust hefði bæði Flugleiðum og íslenskum skattborgurum verið fyrir bestu að menn hefðu horfst í augu við raunveruleikann/ hætt samkeppninni á þessari A ráöstefnu Feröamálastofnunar Evrópu, sem haldin var I Luxemborg á dögunum áætluöu sérfræö- ingar aö feröalög til og frá Evrópu ykjust um helming næsta áratuginn og fargjöld myndu enn lækka verulega. Þegar þær voru spuröar, hvers vegna ekki heföi verið reynt aö vekja meiri athygli á starfsem- inni, en raun ber vitni, með það fyrir augum aö fá frekari fyrir- greiðslu hjá hinu opinbera og frekari stuðning almennings var þvl svarað til, aö þessi félagasamtök þörfnuðust ekki auglýsingar. Þeir, sem þyrftu á hjálp þeirra að halda þekktu til starfseminnar og aðstoðin væri þannig af hendi leyst, að farsæl- ast væri fyrir alla aðila að henni væri sem minnst haldið á lofti. Viðkvæmustu einkamál ógæfu- manna væru sist til þess fallin að veröa umræðuefni fjölmiöla. Þá kom það einnig fram þjá þessum forystukonum Verndar, að þeir, sem að samtökunum stæðu gerðu það ekki til að njóta af þvi persónulegs ávinnings né frama. Þarna væri um hug- sjónastarf aö ræða, og lifsfylling þeirra, sem að þvi ynnu, fengist fyrst og fremst meö þvi að ná Framtfð ferðamála og fjárvana áhugastarf ■ flugleiðog sætt sig við að | gamli Loftleiðadraumur- I inn væri búinn. En úr því að ríkis- I stjórnin vildi stuða að þvi * að niðurgreiða flugmið- I ana fyrir ameriska og I evrópska ferðamenn með " Flugleiðaþotum, hefði | hún og stuðningslið ■ hennar á alþingi átt að ■ afgreiða málið jafn snar- ! jega og ráðamenn í I Luxemborg, í stað þess að ■ eyöa vikum og mánuðum 1 í belging, upphrópanir og I persónulega auglýsinga- ■ starfsemi eins og gert * hefur verið undir forystu I þeirra Ólafs Grimssonar ■ og Steingríms Hermanns- ■ sonar. Óþolimæði í Luxemborg. Þegar sá er þetta ritar var á ferð I Luxemborg á dögunum hitti hann að máli ýmsa framá- menn ferðamála þar I landi, og voru þeir allir jafn undrandi á því, hve lengi islensku rlkis- stjórninni og Alþingi heföi tekist að þæfa Flugleiðamálið áður en niðurstaða fengist varöandi það hvort stjórnvöld hér ætluöu að styðja áframhaldandi flug milli New York og Luxemborgar eöa ekki. Framkvæmdastjóri Flugleiða I Luxemborg Einar Aakran sagði að mikillar óþolinmæði hefði gætt meðal ráðamanna þar ytra varðandi niðurstöðu og skildu menn ekki hve mjög þetta vefðist fyrir Islendingum, ekki slst þar sem stjórnvöld i Luxemborg heföu ákveðiö stuðning sinn við áframhald- andi flug þegar i fyrrasumar. 1 samgönguráðuneytinu I Luxemborg fengust þær upp- lýsingar, að Bartel, samgöngu- ráðherra, hefði hvað eftir annaö hringt til starfsbróður sins á Is- landi, Steingrlms Hermanns- sonar, til þess að leita frétta af niðurstöðu íslensku rikis- stjórnarinnar en allt hefði verið I lausu lofti. En vonandi hefur nú Stein- grlmur hringt út til Bartels tn þess að segja honum frá mál- lyktum á Alþingi. Ferðamálin í víöu samhengi. Meginerindi mitt til Luxem- borgar var raunar ekki að kynna mér málefni Flugleiöa eða áhuga heimamanna þar fyrir þvi að félagiö héldi áfram samgöngum milli þessa smá- rlkis I hjarta Evrópu og stór- veldisins I Vesturheimi. I stað þess að skoða eingöngu það ástand, sem þessa stundina er I samgöngum okkar við Luxem- borg, var ætlunin að skyggnast fram á veginn og um viöari gátt, en Flugleiðamálið gefur tilefni til. Mér hafði gefist kostur á að sitja ráðstefnu, sem Ferða- málastofnun Evrópu (Europian Travel Commission) gekkst fvrir i Luxemborg þar sem fjallað var um þróun ferðamála i álfunni næsta áratuginn, eða fram til ársins 1990. Ráðstefnu þessa sóttu fulltrúar þeirra 23 landa, sem aðild eiga að stofn- uninni, auk færustu sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum ferða- mála víðs vegar að úr heimin- um. Til grundvallar umræðum á ráðstefnunni var lögð viöamikil skýrsla, sem unnið hefur verið að siðustu misserin á vegum stofnunar, sem heitir Institute of Air Transport. Þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti I ferðamál- um næstu mánuöina og ef til vill árin, meðal annars vegna elds- neytishækkana, töldu sérfræö- ingarnir, sem að skýrslunni unnu, framtlðarhorfurnar I ferðamálum Evrópu mjög bjartar. Feröalög yrðu mun ofar á óskalistum fólks eftir tiu ár en þau eru i dag, viðameiri þáttur I almennum lifsstll manna, án tillits til verðbólgu- þróunar eða tekna. Ferðalög til og frá Evrópu munu samkvæmt skýrslunni aukast um helming næsta áratuginn og fargjöld á leiðum innan álfunnar lækka um allt að 50%. frá þvl sem nú er. Þessi atriði i skýrslu sérfræð- inganna voru studd rökum að upplýsingum frá fjölmörgum öðrum stofnunum á sviöi efna- hags-, samgöngu- og ferðamála og þvl ekki eingöngu ljúf fram- tiðarmússlk án raunsærra tengsla við veruleikann. Ýmsar breytingar og ný tækni. Ferðamálasérfræðingarnir og fulltrúar á ráöstefnunni voru sammála um að grundvallar- breytingar yrðu gerðar á skipu- lagi flugvalla og búnaðar á jörðu niðri til þess að anna af- greiðslu stóraukins flugflota og áhersla yrði lögð á að auövelda farþegum að komast hratt I gegnum flughafnir og stytta biðtima þeirra frá þvi sem nú er. Árið 1990 er taliö vist aö sala á ferðum muni fara fram um rafeinda- og tölvukerfi beint frá feröaskrifstofu til viöskiptavin- arins, sem sitji heima I stofu og taki þar ákvarðanir slnar I samræmi viö upplýsingar, sem honum birtist á skermi heimilistölvunnar. Þannig mætti lengi telja atriöi, sem fram komu á þess- ari forvitnilegu ferðamálaráð- stefnu I Luxemborg, en þetta verður að nægja að sinni. Ráðstefnunni og útlitinu I ferða- málum Evrópubúa, þar á meðal á Norður-Atlantshafsleiðinni, verða gerð Itarleg skil á öðrum vettvangi hér i Visi á næstuunni og vendi ég þvi minu kvæði I kross. Þjóðþrifastarf. Fjársafnanir, sem nýlega hafa farið fram svo og merkja- sölur, sem stundaðar eru með vissu millibili og happdrættis- ritstjórnar pistill Ólafur Ragnarsson rit- stjóri skrifar ••••••••••• gíróseölar, sem berast i póst- inum oft I mánuði minna okkur á fjölþætta starfsemi, sem ýmis félagasamtök stunda hér á landi. Ekki skal I efa dregið, að slík samtök áhugamanna vinna mikið þjóðþrifastarf, og þær eru ótaldar vinnustundirnar, sem félagsmenn leggja af mörkum endurgjaldslaust og eru sjaldan þakkaðar. Þessi samtök leita á náðir al- mennings um stuöning viö starfsemi slna sem er mjög eðli- legt þegar tekið til tillit til þess, að I mörgum tilvikum er um að ræöa starf, sem viða erlendis er rekið á vegum hins opinbera og greitt af almannafé. Atorkan virkjuð. Ég ætla ekki að biðja um að rikið taki að sér þessi verkefni hér á landi, nei, þvert á móti tel ég heppilegast aö á sem flestum sviðum sé virkjaöur vilji ein- staklingsins og atorka hans I þágu sem flestra slikra verk- efna. Aftur á móti er erfitt að ætlast til þess að félagsmenn eða almenningur standi með framlögum sinum straum af öll- um kostnaöi við þá þjónustu, sem innt er af hendi á vegum þessara félaga og samtaka. Hæfiiegur stuöningur hins opin- bera I formi fjárveitinga er aftur á móti óhjákvæmilegur. Slikt fyrirkomulag er auk þess margfalt hagkvæmara fyrir rikið en algjör ríkisforsjá á umræddum sviðum, þvi ljóst er, að ef þessarar starfsemi áhuga- mannanna nyti ekki við yröi rikið aö leggja I veruleg útgjöld til þess að hægt væri að veita þá þjónustu og inna af höndum það starf, sem þessir dugmiklu Islendingar gera endurgjalds- laust nú um stundir. Fjárvana fangahjálp. Forráðamenn samtakanna eru mismunandi áhugasamir um að vekja athygli á starfsemi þeirra og sum félögin hafa um árabil unnið af verkefnum sinum algerlega i kyrrþey. I þeim flokki eru félagasamtökin Vernd, sem starfað hafa I rúma tvo áratugi. Meginverkefni þeirra er að stunda fangahjálp af ýmsu tagi, beita sér fyrir bættum aðbúnaði sakamanna I fangelsum landsins, endurhæf- ingu þeirra og aöstoö við þá og vandamenn þeirra, eftir að fangavist lýkur og viökomandi aöili þarf að hasla sér völl i þjóöfélaginu aö nýju eftir að hann hefur tekið út refsingu sina. Fýrir nokkru var ég á fundi i félagi, sem meöal annarra hefur styrkt Vernd fjárhagslega og heyrði þar konur úr forystu- liði félagsins skýra frá þeirri starfsemi, sem þaö hefur haft með höndum undanfarn ár. Þar kom glöggt fram, hve fjárvana þessi samtök eru og jafnframt hversu viðamikiö og nauðsynlegt starf þeirra er. árangri, sjá sem flesta fyrrver- andi fanga verða að nýtum þjóðfélagsþegnum. Þaö vekur mönnum notalega kennd að heyra um slíkt starf og sllkan áhuga i ys, þys og llfsgæöakapphlaupi nútímaþjóðfélagsins. Sem betur fer skipta klúbbar, félög og önnur samtök sem starfa á þessum grunni sennilega hundruðum hér á landi. Ég er ekki að varpa rýrð á nein þeirra þó að ég hafi gert Félagasam- tökin Vernd sérstaklega aö umtalsefni. Enda þótt raunveruleg verkefni þeirra samtaka séu á ytra boröi ólík viöfangsefnum annarra félaga, þá er starfsemin dæmigerð fyrir þann áhuga og þá fórnar- og þjónustulund, sem er grund- völlur margvislegs félagsstarfs um allt land. Veruleg þörf er á að minna á þetta starf á timum þrýstihópa, þegar svo virðist sem sá er hæst hefur, fái mesta fyrirgreiðslu i kerfinu, en hinir, sem vinna I kyrrþey hafi litla von um aö fá þar úrlausn mála sinna og stuðning fjárveitingavaldsins. Það vald lætur sig ekki muna um milljónatugi og hundruö milljóna eða jafnvel milljarða i margvislegar fjárveitingar til háværra hópa, er óspart þrýsta á, en er tregt til að bæta fáein- um tugum eða hundruðum þús- unda við skammarlega lágar fjárveitingar til aðila, sem vinna feiknalegt starf I sjálf- boðavinnnu og þurfa á stuðningi að halda til þess eins að standa undir óhjákvæmilegum kostn- aði við starf sitt. Hér þarf að verða breyting á. Meöal þeirra samtaka hér á landi, sem vinna geysimikiö og þarft starf á sviöum, sem hiö opinbera sinnir litiö eöa ekki eru Félagasamtökin Vernd. Stuöningur fjárveitingavaldsins til greiöslu á útlögöum kostnaöi viö verkefni þeirra og annarra er af mjög skornum skammti.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.