Vísir - 22.11.1980, Qupperneq 21
Laugardagur 22. nóvember 1980
VÍSIR
• „Matos hótar að
steypa Castro"/
segir Mogginn. í brons
eða gips?
• „Þingmenn krata
boða varamenn"/
segir Þjóðviljinn. Ég
sem hélt að timbur-
mennirnir hefðu komið
óboðnir, það er nú
„stællinn".
• „Umræður á aIgjöru
frumstigi",
segir Sigurður Helgason
í Mogganum um fyrir-
hugaðan flugrekstur í
Afríku. Er ekki allt á
frumstigi þarna niður
frá?.
• „61 gróðamöguleiki
— 90 milljónir alls ",
segir Fiat umboðið í
auglýsingu í Moggan-
um. Ég varð allur ein
augu, skítblankur eins
og þið vitið. En gróðinn
var þá fólginn i því að
kaupa bíl á 5 m. kr., sem
gæti hugsanlega kostað
6 m. kr. Ég þurfti því
margar 90 milljónir til
að eiga möguleika á að
ná þessum gróða. Þar
sem ég átti ekki mögu-
leika á þessari umsetn-
ingu, þá læddist ég til að
fara yfir á rauðu Ijósi í
gær, þið látið það ekki
fara lengra. Ég slapp
við sekt og þar með
græddi ég 100 þúsund án
þess að leggja nokkuð á
móti!!
• „Slógum
Verndaranum við",
segir Þjóðviljinn og á
við varnarliðið. Ég hélt
ég ætti ekki eftir að lifa
þann dag, að Þjóðviljinn
nefndi varnarliðið svo
virðulegu nafni, sem
„verndara", og það
meira að segja með
stórum staf.
• „Stétt rafiðnaðar-
manna: Á góðum vegi
að tortíma sér",
segir í Þjóðviljanum.
Með leyfi að spyrja raf-
iðnaðarmenn: Hvar
funduð þið þennan góða
veg?
• „Gjaldmiðiisbreyt-
ingin eftir áramót fyrir-
sjáanlega runnin út í
sandinn",
segir Alþýðublaðið. Það
er sama hvar ég leita, ég i
f inn breytinguna hvergi. i
# Sagt er að læknar og ■
prestar séu lötustu ,
starfsstéttirnar í land- '
inu, þeir nenni ekki einu I
sinni að klæða sig sjáif ir |
í vinnufötin!
• I litlum kaupstað ,
búa þrír nafnar, sem
gegna nafninu Björn. Til
að fyrirbyggja mis- |
skilning hafa þeir verið i
aðgreindir. Sá Björninn
sem er prestur bæjar-
búa er nefndur Guð-
björn, sá sem sér um |
frystihúsið er nefndur
Isbjörn og bæjarstjórinn
er nefndur Þorbjörn,
þar sem hann þykir sýna I
mikið þor með því að |
þora að vera í bænum.
# „Hvernig verður
Island árið 2000?
spyr Mogginn. Ætli það
þori nokkur að hugsa |
svo langt.
# Hann var læknir
fyrir austan og átti það
víst stundum til að vera |
svolítið slompaður á |
stofunni. Eitt sinn kom
maður til hans og bað
um sjónvottorð vegna
endurnýjunar á ökuskír- |
teini sínu. „Sérð þú |
mig", spurði læknirinn. ■
„Já, það geri ég", svar-
aði maðurinn undrandi.
„Þá sérðu vel, þvi ég sé |
þig ekki", drafaði þá i
lækninum um leið og .
hann gaf manninum
vottorð um góða sjón. I
• Þið hafið heyrt um |
Skotann, sem hélt við |
gifta konu. Hann beið á
gangstéttinni fyrir
framan hús konunnar.
Hún henti tíkalli út um |
gluggann til merkis um
að nú væri honum óhætt
að koma inn. En konan
lif ir enn í farsælu hjóna-
bandi, þvi að Skotinn |
köm aldrei. Hann er enn
að leita að tíkallinum. _
• Og úr því að við er-
um að tala um Skota, þá I
er rétt aðtaka það f ram, |
að stundum getur það ■
verið dýrt að spara. Það .
fengu skosku hjónin að |
reyna, sem fóru ávallt í
rúmið, þegar skyggja
tók á kvöldin. Þau
eignuðust 17 börn.
Góða helgi.
Ævinlega heil og sæl.
• Það gekk ekki
and...., nei, fyrirgefiði,
átakalaust að byrja að
þessu sinni. Það er
nefnilega mikill snjór
hérna fyrir norðan
núna, þanníg að það er
ekkert hlaupið í sand-
kassa.
• „Lítið kynlif eykur
líkur á krabba",
segir Mogginn. Það var
og, þetta eru gleðileg
tíðindi og í fyrsta
skiptið, sem ég sé eitt-
hvaðtalið hollt, sem líka
er gott.
• „Bókagerðarmenn
sömdu eftir 44ra stunda
sáttafund."
segir Mogginn. Fyrsta
bókin, sem kom á mark-
aðinn eftir verkfallið
heitir: „Samið í
draumi", en undirtitill-
inn er „Martröð sátta-
semjarans lokið".
• Góðkunningi minn
var obbolítið slompaður
um daginn. Hann ákvað
því að fara í Sjallann.
Þegar þangað kom þótti
kunningjunum maður-
inn vera fullmikið
slompaður, þannig að
þeir pöntuðu fyrir hann
leigubíl til að hann
kæmist heim. Kunningi
minn stóð úti á götu,
þegar bíllinn loksins
kom, þreif upp aftur-
hurðina og skutlaði sér
flötum inn í sætið. Þá
verður honum litið út
um hliðargluggann, þar
sem hann sér uppljóm-
aðann stafninn á Sjall-
anum. „Nú, við erum
bara komnir, þakka þér
fyrir bílstjóri", sagði
góðkunningi minn og
vatt sér út um gagn-
stæðar dyr við þær, sem
hann kom inn um — og
skellti sér aftur í Sjall-
ann.
r-------
I sandkassinn
Gisli Sigur-
geirsson,
blaöamaöur
Visis á Akur-
eyri, skrifar.
Stórlækkun
ShrifvéKnhf
Suðurlandsbraut 12
Simi 85277
Fengum nokkrar vélar á ótrúlega góðu
verði.
Aðeins kr. 1.790 þús.
Enginn á markaðnum i dag getur boðið
ljósritunarvélar sem ljósrita á venjulegan
pappir á svipuðu verði.
Nú er tækifærið,
Laugalæk 2 Sími 8-65-11
Aðeins úrvals kjötvörur
# Talandi brúður, syngja og tala á islensku
# Gangandi brúður, syngja og tala á íslensku
# Grátandi brúður og brúður sem borða og
drekka.
Póstsendum
TÓmSTUnDflHÚSID HF
laugaueg TM-Rftljmí: »31901