Vísir - 22.11.1980, Side 23

Vísir - 22.11.1980, Side 23
„Jill the Ripper” Ýmsir telja að Jack the Ripper hafi verið kona. Rithöfundurinn William Stewart telur aö morðin hafi verið framin af geðsjúkri ljósmóður, sem kann að hafa farið um stræti Lundúna i karl- mannsfötum. Likurnar eru fá- tæklegar en Stewart telur aö Mary Kelly hafi veriö komin þrjá mánuði á leið þegar hún var myrt og að öskuhrúga i herbergi henn- ar gæti hafa verið leifar af dular- klæðum Rippers. Aðrir benda á að „Geösjúka ljósmóðirin” gæti varla hafa komist undan i spari- fötum Kellys. Hin ógæfusama vændiskona hafði veðsett þau. James Kenneth Stephen J.K. Stephen (1859-1892) orti gamankvæöi sem enn má finna i kvæöasöfnum frá þessum tima. Hann var frændi Sir Lesley Stephen sem var kennari Alberts Victors prins og faöir hinnar frægu Virginiu Woolf. Hann var vinur John Druitt Montague. Rit- höfundurinn Michael Harrison setti fram þá kenningu að Step- hen hefði verið moröinginn og byggði það á samanburði á kvæðum hans og bréfunum, sem lögreglunni bárust frá Ripper. Þrátt fyrir að Stephen hafi óumdeilanlega verið heldur undarlegur ungur maöur og haft tengsl í ýmsar áttir, virðist kenn- ingin falla um sjálfa sig miöað viö staðhæfingar Jurgen Thorwald og annarra áreiðanlegra glæpasér- fræöinga, sem telja aðeins tvö af mörg hundruð bréfum sem bárust frá Ripper, raunveruleg. „Leðursvuntan” Laugardagur 22. nóvember 1980 Ripper. Nokkrum dögum áöur en Frances Coles var myrt, sagöi ritarinn Booth, að „Carrotty Nell veröur sú næsta”. Eftir morðið hvarf hann. Þó Booth hafi enginn lygari veriö- var ritarinn þaö væntanlega. Sumir telja að hann hafi myrt Coles en aörir eru vissir um sekt Thomas Sadlers, drykk- fellds járnbrautarstarfsmanns sem var handtekinn eftir morðið á Alice Mackenzie en slapp vegna skorts á sönnunum. VÍSIR Meðal þeirra sem lögreglan grunaði og rithöfundurinn Arthur Griffiths, majór, telur hafa verið Ripper er „geðsjúkur pólskur gyðingur”. Þessi óhamingjusami maður, sem ýmist er kalláður Pizer eöa Kosminski, var geð- sjúkur skósmiður (sem fékk viðurnefniö „Leðursvunta” af vinnufötum sinum) sem virðist vera fórnarlamb gróusagna sem komust á kreik strax eftir moröið á Turner. Hann var handtekinn eftir morðið á Nichoils en látinn laus. „Gyðingar eru þjóöin, sem verður ekki kennt um neitt” stóö málað á vegg nálægt liki Eddowes, en þóttSir Henry Smith majór og Sir Robert Anderson sem báöir voru háttsettir i Lundúnalögreglunni virðist hafa talið „Leöursvuntuna” seka.var þaðliklega málaö af and-gyðingi. Sumir telja reyndar að Ripper hafi veriö „schochet”, maður sem slátrar dýrum eftir öllum kúnstarinnar reglum við fórnar- athafnir gyöinga. Albert Victor, prins og hertogi af Clarance „Prins Eddy” (1864-1892) heföi orðið konungur Englands ef hann hefði lifað. Hann var veikgeðja og nánast örugglega kynferðislega brenglaöur. Slúðriö i London sagði Ripper „vera úr konungs- fjölskyldunni” en ekki var bent á „Eddy” fyrr en Dr. Thomas Stowell, læknir.sem virtur var um allan heim, birti árið 1870 „ákæru” á hendur „Eddý”. Þó Stowell hafi siðar dregiö i land. hafi nú ýmsir fleiri tengt „Eddy” viö moröin á vændiskonunum. Sir William Whithey Gull (og aðrir”) Gull (1816-1890) komst til mik- illa metorða, þegar hann læknaöi prinsinn af Wales árið 1871, hann var þá aölaður og gerður aö sér- legum lækni Viktoriu dottningar. Hinn frægi miöill Robert James Lee (sem var i miklum metum hjá Viktoriu) sagðist skömmu eftir 1890 hafa „dreymt” Ripper og sagði hann hafa veriö virtan lækni og átti næsta augljóslega við Gull. 28. april 1890 birtist svo Götulifsmynd frá London á timum Jack the Ripper. viðtal i Chicago Sunday Times-Herald, sem vakti feikna- athygli. Þar hélt dr. Benjamin Howard þvi fram.að Gull, sem átti að hafa látist 1890,væri enn á lifi. Hann væri hins vegar orðinn snargeggjaður vitleysingur og heföi verið komið fyrir á geö- sjúkrahúsi eftir „réttarhöld” 12 vel metinna lækna og kvaðst Ho- ward sjálfur hafa verið einn þeirra. 1976 kom svoá markaðinn bók eftir Stephen Knight, þar sem hann heldur þvi fram aö „Eddy” prins hafi eignast barn með ein- hverri konu af lágum stigum og hafi Mary Kelly — sfðust hinna llklegri fórnarlamba Rippers — verið falið að gæta þess. Eftir aö Kelly neyddist til að gerast hóra, á hún aöhafa reynt að kúga fé út úr konungsfjölskyldunni með þeim árangri að forsætisráðherrann Salisbury gaf út „aftökuskipun” með samþykki drottningarinnar, á hendur Kelly og nánustu vin- konum hennar. Morðingjarnir eiga að hafa veriö Gull, lögreglu- foringinn Sir Robert Anderson og fyrrum ökumaður „Eddys”, John Netley. Þeir þrir eiga að hafa fariö um göturnar i hestvagni, lokkað vændiskonurnar upp i, myrt þær og siðan fleygt likunum burt. Málarinn Walter Richard Sickert (1860-1942) sem er sagður hafa tekið viö uppfóstrun hinnar óskilgetnu dóttur Eddys” og geröist siðar ástmaður hennar — er einnig talinn hafa átt hlut að samsærinu. George Chapman Ýmsir telja aö George Chap- man (1865-1903) liklegastan allra grunaðra. Hann fæddist I Póllandi og hét þá Severin Kolosowski og læröi til rakara,en neyddist til að flýja til Englands vegna gruns um, aö hann hefði limlest konu nokkra. Þaö var árið 1887 og Chapman hóf störf sem rakari i East End. Snemma árs 1890 fór hann i flýti til New York og til- raunir til að tengja hann við nokkurs konar Ripper-morð I Jer- sey City á árunum 1891-1893 eru taldar vafasamar. Þegar hann kom aftur iil London 1895 geröist hann kráareigandi og myrti á næstu árum fjölmargar stúlkur sem unnu hjá honum og þjónuðu honum til borös og sængur, með þvi að eitra fyrir þær. Hann var handtekinn 1902. Abberline, hátt- settur lögregluforingi sem mikiö hafði unnið að Ripper-málinu, sagöi lögregluforingjanum sem handtók Chapman: „Þarna- náðiröu loksins Jack the Ripper!” Chapman var hengdur fyrir morö á þremur ástkonum sinum. Ýmislegt fleira þykir benda til þess, að hann hafi verið Ripper og þau rök að hann hafi verið náttúraður fyrir eitur og aö fjöldamoröingjar haldi sig vana lega við sömu aðferöina,virðast ekki fullnægjandi. „Rússneski læknirinn” Þeir eru margir sem telja „geðsjúkan rússneskan lækni” hafa veriö Ripper, þar á meðal Sir Harold Scott og Richard Deacon. Læknirinn hét Alexander Pedaténkó en var einnig nefndur Vassili Konovalov, Andrei Luikovó og Mikhel Ostrong (eða Ostrog). Hann starfaði á lækna- stofu i East End.þar sem Martha Turner, Mary Nicholls, Annie Chapman og Mary Kelly voru all- ar til meðferðar snemma árs 1888. Deacon heldur þvi fram, aö Pedaténkó, sem áður hafði myrt vændiskonu i Paris á svipaðan hátt, hafi verið sendur til Eng- lands af Okhrana, leynilögreglu Zarstjórnarinnar i Rússlandi i þeirri von aö gerðir hans vörpuöu skugga á róttæka rússneska út- laga sem bjuggu i London. Eftir Ripper-morðin mun Pedaténkó hafa snúið aftur til Sankti Péturs- borgar, þar sem hann dó á geð- veikrahæli eftir að hafa myrt enn eina konu. Sir Basil Thompson aðstoðaryfirmaöur rannsóknar- lögreglu Lundúna, var sann- færöur um sekt Pedaténkós. 23 LÆKNINGASTOFA Hef opnað lækningastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3, 5. hæð. Viðtalspantanir í síma 15477. GUNNAR VALTÝSSON, LÆKNIR Sérgrein: Almennar lyflækningar innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar. EIGENDUR athugið: Höfum opið alla laugardaga kl. 8-18.40 BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN HF Sigtúni 3. Sími 14820 Hefur þú prófað heita pottinn með innbyggða vatnsnuddinu? „Þetta er dýrðlegt, ég kem örugglega aftur" þetta er það sem við fáum að heyra frá ánægðum viðskiptavinum, sem til okkar koma. Hefur þú komið? Ef ekki, hvers vegna ekki að prófa. Við höfum margt upp á að bjóða m.a. sauna, sóllampa, nuddsturtur, æfingatæki (að sjálfsögðu fyrir bæði kynin) P.S. Kariar: Nuddari er mættur á staðinn Hringið í síma 76540 Baðstofan Breiðholti — Þangbakki 8 (Mjóddin) :r.:: ÍiÍÍI iiiis ::::: ::::: Íiiii ÍiÍiÍ ::::: :::::

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.