Vísir - 09.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 09.12.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. desember 1980. VÍSLR W Hannes Jónsson sagði skrif Visis um sig „tilraun til mann- orðsþjófnaðar af versta tagi". Tilraun Hannesar Jóns- sonar sendiherra til að bera af sér fréttir Sand- korns um það hneyksli sem ræða hans vakti hjá EFTA ber vott um ör- væntingu ráðþrota manns. Hikar hann ekki viðaðgrípa til blekkinga í trausti þess að ekki kom- ist upp um strákinn Tuma um leið og hann leitast við að kasta rýrð á störf ráðherra og embættis- manna. Hér á eftir verður gangur málsins rakinn og birt staðfesting ólafs Jóhannessonar uta n ríkisráðher ra á fréttum Sandkorns. Ólafur Jóhannesson taldi þetta mái viðskiptaráðuneytisins en féllst þó á að svara nokkrum spurningum og svör hans staðfesta fréttir Sandkorns. Tómas Árnason neitaði að ræða Hannesarmálið ,,að svo komnu máli”. vera tilbúinn með spurningarn- ar. Þá neitaði Tómas Arnason að svara nokkurri einustu spurningu um Hannesarmálið, áður en hann haföi heyrt þær. Taldi jafnframt að þetta heyrði frekar undir utanrikisráðuneyt- ið, en fyrir helgi hafði utanrikis- ráðherra talið þetta heyra undir viðskiptaráðuneytið. En hvað um það, ráðherrann harðneitaði að tjá sig nokkuð um málið um leið og hann heyrði erindið. Utanríkisráðherra gerist „rógsnautur" Ræðan sem Hannes Jónsson sendi Visi til birtingar, til sönn- unar þess að ekkert hneyksli hafi átt sér stað, virðist ósköp saklaus við fyrstu yfirsýn. En hver voru viðbrögð fulltrúa ann- arra rikja i EFTA. Ólafur Jó- hannesson svaraði þvi: „Ræðan hefur nú verið birt i Vísi. En það virtist af þessum fundi að einhverjir fulltrúar legðu i þetta annan skilning Fréttirnar um Hannes staðfestar af ráðherra ,,Rógurinn" i Sandkorni 1 ofanverðum októbermánuði komst ég á snoðir um að ræða sem Hannes Jónsson sendiherra flutti á vettvangi EFTA, um þá ósk Júgóslava að tengjast bandalaginu, hefði valdið hneykslan meðal fulltrúa ann- arra rikja. I ræðunni hefði Hannes farið hörðum orðum um ósk Júgóslava varðandi tengsl þeirra við EFTA, en beiðnin nyti stuðnings annarra aðildar- rikja EFTA. Viðstaddir vissu ekki betur en Hannes væri að flytja boðskap ríkisstjórnar ís- lands. Eftir að hafa kannað málið nánar sannfærðist ég um að þetta hefði átt sér stað og greindi frá þvi i Sandkorni 21. október. t kjölfar þeirrar klausu fengust frekari upplýsingar og 23. október sagði ég i Sandkorni að Tómas Arnason viðskipta- ráðherra og Ólafur Jóhannesson hefðu krafist þess að Hannes bæðist afsökunar á ræðunni. Það vildi sendiherrann hins vegar ekki gera og teldi hann sig vita betur en rikisstjórnin hvernig ætti að halda á málinu. Hann ætlaði að fýlgja málinu eftir með viðræðum hér heima. Engar athugasemdir við þessar fréttir bárust frá við- skiptaráðuneytinu ellegar utan- rikisráðuneyti. Þann 5. nóvem- ber var málið enn á dagskrá i Sandkorni og sagði ég þá frá þvi að eftir viðræður við Hannes hér heima hefði Tómas Árnason óskað eftir þvi við EFTA, að ræða Hannesar um málefni Júgóslava yrði afmáð úr bókum ráðsins, ásamt svörum hans við þeim spurningum sem fram komu eftir ræðuna. Bréf í nafni Sandkorns Eftir þessa þriðju frétt virðist Hannes Jónsson hafa farið að ókyrrast og séð að við svo búið mætti ekki standa. Svo gæti farið að allt málið yrði upplýst og fréttir minar staðfestar. Maður nokkur kom til annars af ritstjórum Visis með bréf og var það skrifað i nafni Sand- korns. Öskaði maðurinn eftir þvi að þetta yrði birt i dálkum Sandkorns sem ég skrifa undir fullu nafni. Bréfið fer orðrétt hér á eftir með þeirri fyrirsögn sem þvi fylgdi: Svinbeygöi Dr. Hannes Jónsson Tómas viðskiptaráðherra? „Frétt sandkorns um mál- flutning Dr. Ilannesar Jónsson- ar sendiherra á fundi EFTA við umræður um Júgóslaviu vakti á sinum tima athygli. Nú hefur Visir sannfrétt að við fyrri heimildir Visis hafi máíum verið blandað. Ekkert hneyksli átti sér stað og aldrei var talin þörf á að sendiherra islands bæðist afsökunar, hins vegar munu embættismenn i stjórnar- ráðinu hafa hrokkið við þegar Hannes Jónsson var farinn að skrifa skýrslur sem kröfðust þess að tekin væri sjálfstæð af- staða til mála á grundvelli is- lcnskra hagsmuna, þ.á m. til Júgóslaviumálanna, en viðskipti islands við Júgóslaviu liafa ekki verið meiri en 0,5% af utanrikisviðskiptum islendinga siðustu áratugina. Þeir i Arnar- hvoli voru vanir þvi að sendi- herrar i Genf, áður en Dr. Hannes Jónsson kom þangað, fylgdu blint stefnu Svia og ann- arra Norðurlanda i öllum mál- urn, burtséð frá hagsmunum is- lendinga. Nokkur hræðsla og af- brýðisemi mun hafa gripið þá i Arnarhvoli þegar skýrslur Hannesar Jónssonar fóru að berast og krafist var sjálfstæðr- ar islenskrar stefnumótunar i Efta-málum. Hannes fylgdi ntáli sinu eftir með þvi að þinga hér með ólafi Jóhannessyni utanrikisráð- herra. Árangurinn varð sá að þegar Tómas Arnason sótti ráðherrafund Efta i Genf 10.-11. nóv. s.l. gerðist hann sérstakur talsmaður þeirrar stefnu sem Hannes Jónsson hafði átt mest- an þátt i að móta. Hannes mun svo hafa þakkaö Tómasi stuðn- inginn með þvi að halda honum veglega veizlu að skilnaði, i is- lenska sendiherrabústaðnum, þangað sem hann bauð einnig öllum sendiherrum Norðurland- anna, USA, Austurrikis og flciri áhrifamönnum i Genf”. Bréfinu hafnað Þetta var bréfið sem óskað var eftir, ef ekki krafist, að ég birti athugasemdalaust i Sand- korni. Efnisatriði þess ætla ég ekki að ræða nánar nú. Ekki dettur mér i hug að fullyrða, að Hannes Jónsson hafi sjálfur vél- ritað þetta bréf. Hins 'vegar bendi ég á, að i grein Hannesar hér i Visi á dögunum má finna margt sem er harla keimlikt þvi er i bréfinu stendur, svo ekki sé meira sagt. Greinilegt var að bréfritari taldi sig gjörþekkja þetta mál, þar á meðal vita um veislu sem dr. Hannes hélt Tómasi Arna- syni eftir að sá siðarnefndi hafði fallist á stefnu Hannesar og hverjir aðrir voru gestir sendi- herrans i þeirri veislu. 1 tilefni af þessu bréfi hafði ég samband við Tómas Arnason og spurði hann hvort ágreiningur hefði verið uppi milli rikis- stjórnarinnar og Hannesar Jónssonar varðandi stefnuna i Júgóslaviumálinu. Ráðherra svaraði þvi til, að islenska rikisstjórnin hefði enga sérstöðu i EFTA gagnvart Júgóslaviu. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um einstaka starfs- menn i þessu efni. Aðspurður sagði hann ekki um að ræða neinn ágreining milli sin og sendiherra i þessu máli, þvi það væri ráðherra sem réði. - Að fengnum þessum upp- lýsingum ræddi ég málið við rit- stjóra Visis og sagðist ekki geta tekið þetta bréf til birtingar i Sandkorni. A það var að sjálf- sögðu fallist án frekari orða og þeim er með bréfið kom greint frá þessu. Árla næsta morgun neóanmóls Sæmundur Guðvinsson blaðamaður svarar hér grein Hannesar Jónsson- ar sendiherra sem birtist fyrir nokkrum dögum. Segir Sæmundur sendi- herrann hafa orðið upp- vísan að blekkingum og ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra stað- festi fréttir Sandkorns. hringir Hannes Jónsson frá Genf og boðar að hann muni senda svar við rógskrifum min- um i Sandkorni. Svör sendiherráns Lesendur hafa átt kost á að sjá svör sendiherrans við frétt- um Sandkorns. Hannes Jónsson segir að skrifin um sig séu „ekki aðeins meiðyrði heldur einnig atvinnurógur og tilraun til mannorðsþjófnaðar af versta tagi”. Ennfremur segir sendi- herrann: „Hvergi er þvi lýst i hverju vandræðin, skandalinn og af- glöpin felist. Hvergi er að finna skýr dæmi eða staðreyndir um slika breytni. Aðeins settar fram almennar órökstuddar rógsfullyrðingar”. Þá segir Hannes Jónsson að eflaust hafi ég verið mataður einhvers staðar úr kerfinu. Annars gæti ég ekki farið rétt með stofnanaheitin og nöfnin. Ekki veit ég við hvað sendi- herrann á. Ekki er mér kunnugt um að Hannes Jónsson sé leyni- legur sendifulltrúi hjá EFTA. Mér er heldur ekki kunnugt um að það sé leyndarmál hvað við- skiptaráðherra Islands heiti eða nafn utanrikisráðherra okkar. önnur nöfn en þessara þriggja voru ekki nefnd i fréttum Sand- korns. Ef þetta á að vera brand- ari skal ég glaður senda fimm- eyring til sendiherra Islands i Genf þegar nýja myntin verður komin i umferð. Um svör sendiherrans að öðru leyti skal ég vera fáorður. Hann heldur þvi fram, að það sé ekki fyrr en Hannes Jónsson kemur til Genf að Island fari að hafa einhverja stefnu i EFTA ráðinu, það er að segja i júni 1980. Frá árinu 1977 hafi Islendingar að- eins „dröslast með Norðurlönd- um, einkum Svium og Norð- mönnum i málinu og fylgt svo þvi sem samstaða náðist um”. Þetta eru heldur kaldar kveðjur til forvera Hannesar i Genf, Haraldar Kröyer, núver- andi sendiherra i Moskvu. Þetta lýsir lika áliti Hannesar Jóns- sonar á núverandi og fyrrver- andi viðskiptaráðherrum, Tóm- asi Arnasyni, Kjartani Jóhanns- syni, Svavari Gestssyni og Ólafi Jóhannessyni. Og hvað segir ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins, Þórhallur Asgeirs- son? Ætlar hann að sitja þegj- andi undir þessum ásökunum opinbers embættismanns. Og eru utanrikisráðherrar landsins frá 1977 sammála þessum orðum sendiherrans? í eftirmála ræðu þeirrar sem Hannes Jónsson sendi blaðinu til birtingar kemur siðan fram, að hann hafi ekki aðeins mótað stefnu tslands i máli Júgóslava heldur einnig mótað stefnu EFTA. Miklir menn erum við Hrólfur minn. Tómas neitar aö svara Með svari sinu sendir Hannes Jónsson vélritað blað sem hann segir vera nákvæma þýðingu á ræðu sinni i EFTA-ráðinu þann 18. september. óskaði ég eftir þvi við viðskiptaráðuneytið að fá afrit af öllum ræðum Hannes- ar á vettvangi EFTA þar sem hann hefði rætt Júgóslaviumál- ið. Þeirri ósk var hafnað en Þór- hallur Asgeirsson ráðuneytis- stjóri kvaðst mundu ræða þessa ósk við ráðherra sinn, Tómas Árnason, er beiðnin var itrekuð. Að loknum viðræðum við ráðherrann sagði Þórhallur að afrit af ræðunum fengjust ekki, en ráðherra mundi svara spurningum blaðsins um þetta mál. 1 gærdag hafði ég samband við Tómas Árnason og kvaðst lieldur en hann hefði nú viljað sagt hafa”. Þvi næst var Ólafur spurður hvort Hannes hafi verið kallaður hingað heim til við- ræðna út af þessu máli: „Já, hann kom hingað heim til viöræðna samkvæmt ósk við- skiptaráðuney tisins vegna þessa”. Þá var utanrikisráðherra spurður hvort hann kannaðist við að ákveðin ræða sem Hannes Jónsson flutti á vett- vangi EFTA hafi verið afmáö úr fundargerðarbókum samkvæmt ósk viðskiptaráðherra eða rikis- stjórnarinnar. Svar ráðherrans var svohljóðandi: „Yrði ekki i fundargeró? Það mun vera þessi ræða. Þess var óskað af hálfu viðskiptaráðu- neytisins að þetta yrði fellt niður úr fundargerð”. Að lokum var Ólafur Jó- hannesson spurður hvort það væri rétt að lagt hefði verið fyrir Hannes að biðjast afsökunar á þessari ræðu: „Það var með minu samþykki send af viðskiptaráðuneytinu orðsending eða skeyti þar sem honum var falið að koma þvi á framfæri við sendinefndirnar að stefna islands gagnvart EFTA og Júgóslaviusamstarfi væri óbreytt. Það er það sem þú hef- ur heyrt um, sjálfsagt. Nú það kom ekki til þess af þvi það varö samkomuiag þarna um þetta að þessi ræða yrði felld niður úr fundargerð”,svaraði Ólafur Jó- hannesson utanrikisráðherra, en að öðru leyti visaði hann frekari spurningum i viðskipta- ráðuneytið. Þar með hefur ekki ómerkari maður en Ólafur Jóhannesson staðfest efnishlið fréttanna i Sandkorni. Er hann þar með lik- lega orðinn rógsnautur sam- kvænt skilgreiningu sendiherr- ans. Lokaorð Hvort öll kurl eru komin til grafar i þessu máli skal ég ekki segja á þessu stigi. En ég get ekki stillt mig um að ljúka þess- ari grein með orðréttri tilvitnun i eftirmála Hannesar sem hann birti með ræðu sinni: „Að öllu framangreindu at- huguðu hlýtur sérhver persóna með óbrenglaða hugsun að sjá að ræða min og eftirmáli hennar ber vott um áhrifarika tillögu- gerð en i þvi sambandi eru hvorki til afglöp eða hneyksli og enginn þurft ab biðjast afsökun- ar á minni breytni — Allt slikt tal er einfaldlega ómerkilegur rógur”. Skelfilegter til þess að vita að svo fáir skuli hafa jafn óbrenglaða hugsun og dr. Hannes Jónsson sendiherra. Sæmundur Guðvinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.