Vísir - 09.12.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 09.12.1980, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 9. desetnber 1980. vísm Hvar er Jöla- sveinninn? Menn ættu ekki að eiga i erfið- leikum með að sjá, hvar Jóla- sveinninn er staddur mina. Þeg- ar þátttakendur i keppninni hafa áttað sig á þvi, setja þeir kross við það svar, sem þeir halda aö sé rétt. Svo er myndin klippt út úr blaðinu og hún ásamt nafnseðlinum geymd þar til allar myndirnar tiu hafa birst. Þar sem nafnseðillinn birtist ekki meö fyrstu myndinni i gær, endurbirtum við myndina með nafnseðlinum núna. Klippið einnig þann seöil úr blaðinu og geymið. Við minnum á verölaunin i Jölagetraun Visis, en þau eru störglæsileg. í fyrsta vinning er stereó útvarps- og kassettutæki frá FACO aö verðmæti 330 þús- und krónur. Annar vinningur er fataúttekt i FACO fyrir 75 þús- und krónur. Þá eru tiu plötu- vinningar, islensk plata að eigin vali frá hljómdeild FACO. Jóiagetraun Vísis 1. hluti Jólasveinninn er staddur I: A ) j | Bandarikjunum vétrikjunum C ) j j A- Þýskalandi Nafn........................................ Heimili...................................... Sveitarfélag................................. „Good heavens, gentiemen! Ég þori að veöja aö hann kemst borgina á enda áður en Big Ben siær tólf". JÚLAGETRAUH VÍSIS 2. HLUTI Jóiasveinninn er staddur i: A)QjHollandi B)Q^| Danmörku C) j | Englandi Nafn .......................................... Heimilisfang................................... Sveitarfélag................................... svomœlirSvarthaföi Hvép vepöup aldeilis hissa? Þá fer að liða að áramótum og margvislegu uppgjöri, sem þvi fylgir. Eitt af þeim uppgjörum fer fram á fundum i húsnæði gufuradiósins við Skúlagötu, en þar eru um það hil að setjast niöur þeir menn, er taka á sinn eyk að úthluta úr svonefndum Rithöfundasjóöi rikisútvarps- ins. Þessi rithöfundasjóöur er einn af mýmörgum slikum sjóð- um sem veitt er úr árlega til efl- ingar lista i landinu, nema í þessu tilfelli mun mest af fjár- munum sjóösins komið frá höf- undum sjálfum. Engu að siður telur rikisútvarpiö sig hafa öll ráð sjóðsins á hendi. Og þótt einstakir sjóðsstjórnendur láti sem svo að bókmenntapundiö f þeim sé i þyngra lagi, og virðing þcirra enn þyngri og margpróf- uð. fer það nú gjarnan svo, að rikisútvarpið ræður mestu um val á mönnum, sem fá pening úr sjóðnum um hver áramót. Þegar úthlutun hefur farið fram, og þegar peningar eru af- hentir er efnt til dulitillar ka mpavinsveislu innan um gömul bein i Þjóðminjasafninu og gefnar kransakökur meö. Má þá sjá i einum hóp allt það friða lið — og innsta kjarna — sem hefur umboð fyrir islenska menningu. Höfundarnir, sem flækjast i þetta fina parti eru svolitiö utangátta. Eina mark- tæka yfirlýsingin frá þeim er höfð eftir Þorgeiri Þorgeirssyni frá i fyrra.en þá lýsti hann yfir, aöspurður um hina nýju upp- hefð: Ég er svo aldeilis hissa. Meira haföist ekki upp úr hon- um. Nú stendur yfir sérkennilegt þras á Alþingi út af tillögu um endurskoðun á lögum um Launasjóð rithöfunda, sem Al- þingi stofnaði til og veitir fé til á hverju ári. Aftur á móti heyrist aldrei orð um þennan Rithöf- undasjóð rikisútvarpsins, sem rithöfundar eiga sjálfir, likleg- ast eini sjóðurinn sem þeir eiga. Þeir láta átölulaust ár eftir ár, að stofnun, sem ber greiðslu- skylda i þennan sjóð og hefur ekki annaö af honum aö segja, annist einnig um úthlutun úr honum, undir sinu nafni og sjálfri sér til lofs og dýrðar, raunar eins og um eigið fé v'æri að ræöa. Um þennan sjóð hefur engum undirskriftum þurft að safna, kannski vegna þess aö Alþýðubandalagið hefur yfir- stjórnina á hendi einsog annars staðar i menningarmálum og rikisfjölmiðlum. Núliðursem sagt aö áramót- um og menn eru byrjaðir að spyrja hver eigi að verða aldeil- is hissa innan um gömlu beinin á Þjóðminjasafninu að þessu sinni. Væntanlega verður vand- að mjög til valsins á þeim, sem úthlutun fá, enda skiptir miklu að hvorki umboðsmenn fs- lenskrar menningar eða hinir úthlutnðu komi sárir og móðir úr kampavínspartiinu. Það má heldur ekki hvarfla að neinum, að étið sé og drukkið fyrir fé is- lenskra höfunda á mcðan réttur andi ræður úthlutun. Þannig er von til að höfundar láti kyrrt liggja um sinn þótt ókunnugir menn geymi fjárins. Annars stendur Rikisútvarpið i mikið þýðingarmeira menn- ingarvafstri en úthluta nokkr- um krónum til rithöfunda og skálda á áramótum. Það á sér draum um mikla menningar- höll, svo Ijóst sé hvaðan andinn í þjóðfélagiö kemur. Menningar- höll þarf að byggja yfir hina margvislegu þáttasmiði og það furðulega snakk, sem nú er orð- in lielsta uppistaða i dagskrá. Það þarf að byggja svo stóra menningarhöll yfir þessa starf- semi, að milljarðar nægja ekki einu sinni til að byrja. Það hvarflar aldrei aö þessum mill- jarðamönnum, að jafnvel bæna- húsið á Núpsstað getur hýst guð. Það er þvi ekki aö furða þótt stærilætiö leyfi nokkra úthlutun á fé rithöfunda sjálfra. En þrátt fyrir kampavinið og kransakök- urnar hefur tekist aö gera út- hlutunina að ómerkilegasta bókmenntaviöburði ársins. Það var ekki að furöa þott Þorgeir yrði aldeilis hissa. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.