Vísir - 09.12.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 09.12.1980, Blaðsíða 18
18 VÍSIR Þriðjudagur 9. desember 1980. Manuela Wiesler lék jólalög með „poppuðu” fvafi. Kariakór Reykjavikur söng undir stjórn Páls P. Pálssonar. Anægjuíeg stund á Jólakonsert Það var ánægjuleg kvöldstund sem þeir áttu, er lögðu leið sina á Jólakonsert Hljómplötuútgáfunn- ar h.f. i Iláskólabiói á sunnudag- inn. Ekki einasta studdu menn mcð þvi göfugt málefni, heldur voru skcmmtiatriðin hvert öðru betra og framkvæmdin öll til fyrirmyndar. Hér skal ekki nánar f jallað um frammistöðu hvers og eins en framlag hljómsveitarinnar Brim- HÉGÓMAGIRNI Nýlega rákumst viöá grein í erlendu blaði þar sem f jallað er um gallabuxnatisk- una og er þar mjög hneykslast á hégómagirni fólks sem kaupir rándýrar buxur, einungis vegna nafnsins. Þar er því haldið blákalt fram, að eini munurinn á t.d. 15 dollara Levi's gallabuxum og 50 dollara buxum frá fyrirtækjunum með //fínt nafn" sé 35 dollarar. I mörgum tilfellum séu hinar ódýrari buxur jafnvel betri. Fyrirsætaná meðfylgjandi myndum erá annarri íódýrum Levi's buxum ená hinni i rándýrum Gloria Vanderbilt buxum og er lesendum látið eftir að geta hvorar eru hvað... Hljómsveitin Brimkló ásamt Björgvini og Ragnhildi. (Vlsimynd: G.V.A.). Mezzoforte og listafólk í hátíöarskapi — á tveimur nýjum hljómplötum kló, undir stjórn Magnúsar Kjart- anssonar og Björgvins Halldórs- sonar, hefur liklega vegið einna þyngst, enda bar hljómsveitin hitann og þungann af mestöllum undirleik á hljómleikunum. Aðrir skemmtikraftar og listamenn er þarna lögðu hönd á plóginn voru Ragnhildur Gislad., Manuela Wiesler, Sigfús Halldórsson og Guðmundur Guðjónsson, Halli og Laddi, Viðar Alfreðsson og „Ætli ég fái engan pakka frá jólasveininum?” gæti Gunni Þórðar veriö aðhugsa meðan Helga Möller, Jóhann Helgason og jólasveinninn ráða ráðum sinum. (Visismyndir: GVA) Það var sannkölluð jóla- stemning með jólasvein og allt, þegar Steinar h.f. kynnti fyrir blaöamöunum tvær nýjar plötur sem nýlega komu á markaðinn. Giljagaur sjálfur var mættur á staðinn og bauð gesti velkomna og allir voru i hátiðarskapi að sjálfsögðu. A annarri plötunni leikur hin bráðefnilega hljómsveit Mezzo- forte og er þetta önnur plata þeirra félaga. A plötunni, sem ber heitið ,,1 hakanum”, eru átta jassrokk-lög eftir liðsmenn hljómsveitarinnar, en þeir eru Friðrik Karlsson (gitar), Eyþór Gunnarsson (hljómborð) Björn Thorarensen (hljómborð!, Jó- hann Ásmundsson (bassi) og Gunnlaugur Briem (slagverk). Þeir sjá aö mestu sjálfir um allan hljóðfæraleik á plötunni, en fá þó sér til aðstoðar ýmsa góða menn, svo sem Kristin Svavarsson, Bobby Harrison Ron Asprey og Luis Jardin, auk þess sem þær Eilen Kristjánsdóttir og Shady Ower.s syngja raddir i tveimur laganna. Hin platan nefnist i hátiðar- skapi og er sannkölluð jólaplata, hress og skemmtileg. Það var Gunnar Þórðarson, sem stjórnaði gerð plötunnar. samdi nokkur lög á hana, útsettúauk þess sem hann leikur á aðskiljanleg hljóðfæri á ■plötunni. Auk Gunnars leggja hönd á plóginn Ómar Ragnars- son, Helga Möller og Jóhann Helgason, Ellen Kristjánsdóttir og Ragnar Bjarnason, að viðbætt- um hljóðfæráleikurunum Viðari Alfreðssyni, Kristjáni Stephen- sen, Asgeiri Óskarssyni, Tómasi Tómassyni og Eyþóri Gunnars- syni. Jólasveinninn I góðum félagsskap þeirra Mezzofortebræðra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.