Vísir - 15.12.1980, Side 20
20
Mánudagur 15. desember 1980.
AUGLÝSING UM
UNDANÞÁGU
FRÁ ÁKVÆÐUM
' gr. laga nr. 85 1968 um eiturefni
og hættuleg efni varðandi
innflutning og sölu á metanóli
Með stoð í 21. gr. laga nr. 85/1968 um eiturefni
og hættuleg efni er olíuinnflytjendum veitt
heimild til þess að flytja inn metanól í heilum
tunnum til endursölu þeim aðilum sem rétt
eiga til slíkra kaupa sbr. 5. gr. 1. m gr. 1. og 2.
tl. áðurnefndra laga.
Með reglugerð útgefinni i dag hefur ráðuneyt-
ið heimilað olíuinnf lytjendum að rjúfa tunnur,
sem i er metanól, og búa til vatnsblöndur
metanóls, sem ætlaðar eru til eldsneytis í f lug-
förum. Heimildin er bundin því skilyrði að
vatnsblöndur metanóls séu tryggilega geymd-
ar og afgreiddar beint í sérstaka geyma í f lug-
förum og jafnframt að seljandi færi inn í sér-
stakar sölubækur upplýsingar um selt magn
metanóls.
Framangreint auglýsist hér með skv. 21. gr.
laga nr. 85/1968.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
11. desember 1980.
Vélamaður óskast
óskum að ráða vanan vélamann til vinnu á
ýmsum vélum m.a. á stórum hjólaskóflum.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 21000.
Vegagerð rikisins,
Borgartúni 7,
Reykjavík.
Næst
þegar þú kaupir filmu
- athugaðu verðið
FUJI filmuverðið er mun lægra, en á
öðrum filmutegundum. Ástæðan er
magninnkaup beint frá Japan. FUJ!
filmugæðin eru frábær, - enda kjósa
atvinnumenn FUJI filmur fram yfir allt
annað.
Þegar allt kemur til alls, - þá er
ástæðulaust fyrir þig að kaupa dýrari
filmur, - sem eru bara næstum þvíeins
góðar og FUJI filmur.
FUJI filmur fást í öllum helstu Ijós-
myndaverzlunum.
FUJICOLOR
B/ENDUR HAFR
Sin AB SE6JA
Jón Bjarnason frá Garðsvík
og áður Grýtubakka lætur
skammt milli minningabóka
sinna. t framhaldi af Bænda-
blóðier nii komið út hjá Erni og
örlygi annað bindi minning-
anna undir heitinu Hvað segja
bændur nú? Lýkur þessu bindi
svo að Jón er kvæntur maður og
hefur reist nýbýli i landi æsku-
heimilisins, Grýtubakka.
Bændablóði var svo vel tekið,
að Jóni hefur verið talsverður
vandi á höndum, og er fljótsagt
að hann veldur þeim vanda og
vex með honum. Þetta bindi er
ekki siður læsilegt og fróðlegt.
Tvennt er það einkum sem ég
tel þessari bók til gildis, en það
er lifsviðhorf hennar og still.
Jón Bjarnason víll i öllu hafa
það semrétt reynistog honum ei
eðlisnauðsyn að vera hreinskil-
inn. En hann er aldrei berorð-
ur bersöglinnar vegna, né
heldur reynir hann að vera ein-
hvers konar afhjúpunarmaður i
orði eða verki.til þess að þjóna
tiskuduttlungum timans. Jón
Bjarnason er gætinn og grand-
var I hreinskilni sinni og lætur
menn njóta sannmælis. Lifs-
reynsla hans, þroski og skop-
skyn, hjálpast að til þess að
gera frásögn hans hlýja og
mannlega. Hann meiðir ekki að
gamni sinu. En hann sér á
mönnum bæði kost og löst. Góð-
vildina og mannskilninginn á
hann ekki langt að sækja. Um
það er til dæmis bréfið góða frá
föður hans, er Jón var nemandi
á Laugum. Það er merkilegt
bréf.sem ber höfundi sinum fag-
urt vitni.
Frásögn Jóns þykir mér risa
hæst, þegar hann segir frá dvöl
sinni á Laugaskóla og siðar með
Þingeyingum i þungri sjúk-
dómslegu og eftir hana. Undir-
straumur mikilla geðshræringa
er I þessum köflum, en sann-
girnin stillir öllu i hóf.
Texti: Gisli
Sigurgeirs-
son.
Ljóst er af þessari bók Jóns
hversu föstum fótum hann
stendur I islenskum bókmennta-
heimi. Þar fer saman arfur og
ástundun. Ekki er það tilviljun
að á Laugum gekk honum best i
islensku, bæði málfræði og stíl.
Arfurinn frá Grýtubakka hef-
ur verið vel ávaxtaður með
lestri góðra bóka, fornra og
nýrra. Þess vegna getur Jón
skrifað þann sterka, klassiska
stil sem á bókinni er. Hann er
kannski ekki alveg eins i-
smeygilega glettinn frá upphafi
til enda sem á Bændablóði, en
það sem skortir á linnulausa
gamansemi i stilfarinu sjálfu,
vinnst upp i meiri tilfinninga-
hita, eftir þvi sem nær dregur
höfundi sjálfum i frásögninni. Og
meiri þjálfun við ritstörf hefur
gert hann færari en áður um að
bregða upp glöggum, skýrt
dregnum myndum af fjölda
manna og staða. Skopskyn hans
kemur og á framfæri, sem fyrr,
sæg skemmtilegra smásagna og
smellinna visna. Einkum lætur
hann sér annt um að koma til
skila visum sem litt hefur ella
verið á loft haldið, og eru ýmsar
þarna prentaðar i fyrsta sinn,
að þvi er ég best veit.
Hvað segja "bændur nú? Þeir
segja að gott hefur verið að eiga
Jón Bjarnason i sinum hópi. Li'tt
skólagenginn skrifar þessi
bóndi eins og sá sem valdið hef-
ur. Hafi Jón i Garðsvik þökk
fyrir verk sitt og metnað. Með-
an svo er gert, getur Islensk al-
þýða borið höfuðið hátt og is-
lensk bændamenning haldið
reisn sinni.
Prófarkalestur er góður, en
ekki öruggur. Káputeikning er i
miklu ósamræmi við texta bók-
arinnar og til talsverðrar ó-
prýði.
„Tvennt er þaö einkum, sem ég tel
lifsviðhorf hennar og stfll....”
bók til gildis, en það er
Námsgagnastofnun og SkáksambandiO
gefa út skákkennslubók:
Brotið blað
í sðgu skák-
fræðslunnar
seglr Frlðrlk ólafsson. forsetl FIDE
Ot er komin á vegum Náms- v
gagnastofnunar, I samvinnu við
Skáksamband Islands, bókin
Æskan að tafli.
1 formálsorðum Friðriks
Ólafssonar, forseta F.I.D.E.,
segir m.a.:
„Með útgáfu þessarar bókar
er brotið blað i sögu skákfræðslu
hér á landi. Nú verður unnt að
ÆSKAN AÐ TAFLl
samræma skákkennslu um land
allt og beita skipulegum vinnu-
brögðum i framtiðinni. Þetta
framtak boðar að minu mati
bjarta framtið fyrir útbreiðslu
skákarinnar.
Höfundur bókarinnar, Hol-
lendingurinn Berry J. Withuis,
er þekktur I heimalandi sinu
fyrir skrif sin um skák og er
höfundur fjölmargra skákbóka.
Þykir hann einkar laginn við að
skrifa fyrir börn á skemmtilegu
og aðgengilegu máli og hafa þau
kunnað vel að meta bækur hans.
Vona ég, að sama verði upp á
teningnum hjá ungukynslóðinni
hér á landi.”
Skáksamband íslands hefur
látið gera próf, sem nemendur
geta þreytt að loknu námi hvers
hinna þriggja hluta bókarinnar,
og ætti það að verka hvetjandi á
alla þá er vilja auka þekkingu
sina á skáklistinni.
Skólar, taflfélög og einstakl-
ingar geta pantað próf og próf-
skirteini hjá Skáksambandi
islands, pósthólf 674, Reykja-
vik, og verða umbeðin gögn þá
send i póstkröfu.
verðlauna-
barnabók
komin út
Um þessar mundir kemur út
hjá Námsgagnastofnun bókin
Undir regnboganum eftir
Gunnhildi Hrólfsdóttur.
1 tilefni alþjóðaárs barnsins
1979 efndi Rikisútgáfa námsbóka
til samkeppni um bækur handa
börnum á skólaskyldualdri.
28handrit bárust til samkeppn-
innar og varð dómnefnd sammála
um að veita Gunnhildi Hrólfsdótt-
ur viðurkenningu fyrir haridrit
sitt.
Þetta er fyrsta bók höfundar,
sem er húsmóöir i Mosfellssveit.
„Sagan fjallar um Döggu, 11
ára telpu, sem á heima i þorpi
norðanlands. Henni virðast öll
sund lokuð, þegar móðir hennar
slasast, og Dagga verður að fara
til ættingja sinna i Reykjavik.
Ekki líður þó á löngu, þar til
hún er orðin þátttakandi i lifi
hinnar glaðværu fjölskyldu i
Brekku, hinu nýja heimili sinu,
þar sem hver dagur er ævintýri
likastur.”