Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 16. desember 1980 VÍSIR 27 Jólagetraun Vfsls: Samningar tókust! Er þrengingum Jólasveinsins engin takmörk sett? Samningar náðust i kjaradeilu hreindýr- anna og Jólasveinsins i morgun, en félagsfundur hreindýranna á eftir að samþykkja samning- ana. Félagsfundur hefur verið ákveðinn á fimmtudaginn en heimsreisu Jólasveinsins lýkur á föstudaginn þannig að ekki koma hreindýrin Jólasveininum að gagni fyrir þessi jól. Það er mjög farið að styttast i það að Jólagetraun Visis ljúki. t dag birtist sjöundi hluti og eru þá aðeins eftir þrir. Frést hefur að þátttakan sé mikil i ár enda Fötin, sem stúlkan á myndinni erl, gætu orðið þfn ef þú hlýtur önnur verðlaun i Jólagetraun Visis, fataúttekt f FACO fyrir 75 þúsund krónur. eru verðlaun afar glæsileg þannig að það borgar sig að vera fljótur að senda inn. A föstudaginn kemur birtist siðasti hluti Jólagetraunarinnar og þa um leið upplýsingar um hvert og hvenær ber að senda lausnir. Eins og allir vita eru verð- launin glæsileg, JVC Utvarps- og kasettutæki frá FACO að verð- mæti 330 þúsund krönur, fataút- tekt i FACO fyrir 75 þúsund krónur og tiu islenskar hljómplötur að eigin vali i Hljómdeild FACO. ..Finnst yður hvitlaukslyktin ekki jafn góð grenilyktinni, monsieur Jóla Sveinn?” JÚLAGETRAUN VlSIS 7. HLUTI Jólasveinninn er staddur i: A) Portúgal B)[ [ V-Þýskalandi C) | | Frakklandi Nafn .................................................... Heimilisfang Sveitarfélag . ÚTIFUNDURINN SEM TÝNDIST TNUDAGS 3 BLADIÐ 36 SIÐUR llt'lj'in 13.—14. desember I9HU. 283.-284. tbl. 45. árg. Tvö blöð í dag BLAÐ I Verd kr. 500 Útifundur á Lækjartorgi í dag, laugardag, kl. 14.00 Til stuðnings Gervasoni Með fundinum vilja stuftningsmenn Frakkans Patricks Gervasoni minna á aft fyrst og fremst ber aft lita á mál Patricks Gervasoni út frá mannúftar- Pílur PélartlM SigurAur A. Mi|Uiim Forsíða sunnudagsblaðs Þjóðviljans, sem kemur út á laugardegi, var helguð tilkynn- ingu um útifund til stuðnings Patreki Gervasoni. Þarna voru m.a. stórræðumenn á borð við Heimi Pálsson, Sigurð A. Magnússon og Anton Helga Jónsson. Maður bjó sig undir það strax á laugardagskvöldið klukkan sjö að heyra viðtöl og frásagnir af útifundinum i fréttatima gufuradiósins. En það kom ekkert. Þá var að setj- ast framan við sjónvarpið klukkan átta, en það kom ekkert. Hverskonar fréttastofn- anir eru þetta eiginlega, að segja ekki frá svona útifundi, sem auk þess var haldinn á miklum annatima i miðbænum, svo búast mátti við fjölmenni fyrir forvitnissakir, þó ekki væri annað. Sfðan hefur Svarthöfði reytt hár sitt og leitað dyrum og dyngjum að þessum utifundi, en hann virðist hafa týnst hjá fjöl- miðlunum. Lögfræðingur Gervasoni er nýkominn frá Danmörku, en þangað var hann sendur á kostnað launþegahreyfingar- innar á íslandi, að manni skilst mest vegna þess að dómsmála- ráðherra var talinn ljúga upp sögum um viðhorf Dana. Heim- kominn skilaði hann reikningn- um til ASt og upplýsti stöðuliði Gervasoni til nokkurrar furðu, að dómsmálaráðherra heföi engu logið. Jafnframt lýsti lög- fræðingurinn þvl yfir, sem ann- að hvort er f Alþýöubandalaginu eða lögfræðingur allra innan þess bandalags, sem þurfa á lögfræðiaðstoð að haida, að hon- um væri það harmsefni. að svo virtist sem einhver pólitfk væri komin i málið. Það var nú meira slysið, að pólitfkin þyrfti jafnvel aðsmeygja sér inn á Gervasoni lika. Innrásin i sendiráð tslands i Paris, rúðubrot í dómsmála- ráðuneytinu og varðstaða i and- dyri með tilheyrandi uppsópi og skúringum er auðvitað ekki pólitik heldur ástúðleg afskipti af íslenskum lögum og réttar- venjum. Þetta er eitthvað sem við brosum að og teljum til meiriháttar vináttubragða. Hefði mátt haida að útifundur- inn þætti tíðindum sæta, enda kom hann eins og endir á góðri og árangursrikri baráttu, sem var bæði kurteins og ópóiitfsk. Þess vegna sætir það furðu, að fjölmiðlar, sem eru yfirleitt út- vaðnir i vináttumerkjum og flaðri viö þá sem vilja brjóta rúður, skuli láta útifundinn týn- arst. Það eina sem sést hefur i fjölmiðlum er stórgrein unnin af vinnuhópi ungra mikilmenna, og hafa blöð ekki haft annað meira að gera en birta hana hvert á fætur öðru. Morgunblaö- ið þurfti jafnvel að birta skýr- ingar vegna dráttar á birtingu væntanlega til aö móðga hvorki Gervasoni eða sinn mikla áskrifendaskara, sem auðvitað beið i ofvæni eftir. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa okkar, sem höfum eigin- lega allt vit okkar úr fjölmiðl- um, að þeir birti fréttir af úti- fundinum á Lækjartorgi s.l. laugardag. Þaö stendur f Þjóð- viljanum að hann hafi átt að byrja klukkan tvö. Þetta er tek- ið fram hér. svo fjölmiöiar fari ekki að segja manni frá ein- hverjum öðrum mannfundum I Lækjartorgi, tveggja manna tali eða yfirsöng Iljálpræðis- hersins. Að visu hefur Svarthöfði aidrei haft mikla trú á fjölmiðlum. Þeir vilja bregöast eins og ann- að I þessu blessaða þjóðfélagi. En af þvf að Gervasonimálið voru aðalfréttir a.m.k. hjá út- varpi og sjónvarpi, kann maður illa við að botninn skuli detta svona úr fréttaflutningnum nú, einmitt þegar fólk cr virkilega farið að taka á málinu með úti- fundi. Kannski er þetta ein teg- undin af frjáislyndinu, sem einstaka páfar fjölmiðlanna eru að flagga með, sjálfum sér til lofs og dýrðar. Mér finnst að þótt stundum geti veriö erfitt að ástunda þaösem skyldi.ætti það að ná til útifunda út af nterkum málum. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.