Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 9
I osei : i'uXKbiBSus-* Laugardagur 20.- desember 1980 Iðnaðarráðherra kastaði meiriháttar álsprengju inn í þjóðlifið í vikunni. Sú uppákoma fór ekki framhjá neinum, en óljóst er enn hvort sprengjan springur eða er óvirk. Dómsmálaráðherra virðist nú sjá fyrir endann á máli Gervasonis. Sami ráðherra tók í vikunni röggsamlega af skar- ið varðandi brottrekstur lögregluþjóns norður í landi/ sem grunaður er um fíkniefnainnflutning og sölu. Sjávarútvegsráðherra hefur nú ákveðið/ hve mikið togaraflotinn okkar stóri megi veiða af þorski á næsta ári, hve mikið bátarnir megi færa á land og hve lengi fiskiskipin öll þurfi að vera frá þorskvAiAum betta eru miklar ákvarðanir. Hinir ráðherrarnir sitja líklega sveittir við aðj semja og endursemja tillögur um efnahagsaðgerð- irnar, sem þjóðinni hefur verið heitið um áramótin. Og á alþingi hafa þingmennirnir verið á jóla- sprettinum. Honum Ijúka þeir væntanlega í dag, en meða! afreka þeirra síðustu dagana er hækkun á flugvailarskatti, framtíðarskattur á ferðamanna- igjaldeyri og hækkanir á vörugjaldi, sem geta leitt til stöðvunar fyrirtækja i ákveðnum iðngreinum. bessi atriði eru meðal þeirra mála, sem borið hefur á góma nú i vikunni, en um þau verður ekki fjallað nánar hér aö sinni. Sum þeirra hafa þegar hlotiö umfjöllun i fréttadálkum og for- ystugreinum Visis og önnur eiga eftir að verða á siðum blaðsins næstu daga. Meginmál pistilsins i dag verða af öðrum toga spunnin. Afmælin og stereómálin. Desembermánuður hefur verið mánuður merkra áfanga fyrir fimmtiu árum. bá tóku bæöi Landsspitalinn og Rikisút- varpiðtil starfa. í þessum sama mánuði fyrir 70 árum hóf svo Visir göngu sina. Allra þessara timamóta hefir verið minnst með margvisleg- um hætti undanfarna daga en siðdegis i dag verður hápunktur útvarpsafmælisins, þegar stereo-útsendingar hefjast formlega hér á landi. betta er eins og gefur að skilja merkur áfangi, enda feikna munur á að hlusta á mónó, einrása útsendingu-,eða tvirása sendingu, einkum þegar um tónlistarflutning er að ræða. bessum áfanga hefði útvarpið komin i lag fyrr en i fyrsta lagi á sextugsafmæli stofnunarinnar. Við hér á elsta f jölmiðli landsins sendum auðvitað bestu afmæl- iskveöjurtil útvarpsmanna með von um að óskir þeirra rætist sem fyrst. Starfsfólkinu á Landsspital- anum, sem mun vist vera fleira en á nokkrum öðrum vinnustaö landsins, eru héðan einnig sendar afmæliskveðjur á fimmtugsafmæli þeirrar merku stofnunar en þeim fylgja vonir um að við hér á Visi þurfum sem minnst á þjónustu þeirra að halda á komandi árum. Undirbúningur og jólaá- lag. t þessum siðasta ritstjórnar- pistli fyrir jól er eðlilegt að jóla- undirbúninginn beri á góma, enda hefur ekki farið fram hjá lesendum Visis fremur en ann- arra blaða, hvað i vændum er. Efniö hefur borið mikinn keim af jólaundirbúningnum um allt land og þá ekki siður auglýs- ingarnar i blaðinu. Reynt hefur verið að halda ákveðnum hlutföllum milli efnis og auglýsinga i blaðinu, sem 8 9 árabil talið sig mikla bókaþjóð. Fróðir mann hafa jafnvel bent á, að nánast sé sama hvaða mælistika sé notuö til þess að meta stöðu okkar meðal bóka- þjóða — niðurstaðan verði ein- faldlega sú, að við séum mesta bókaþjóð veraldar, miðað við fólksfjölda. Við gefum út fleiri bækur á mann en aðrar þjóðir, við kaupum fleiri bækur, og aö öllum likindum lesum viö meira af bókum en aðrar þjóðir. Ég minnist þess, að framá- menn i hópi bókaútgefenda lýstu fyrir nokkrum árum áhyggjum sínum yfir þvi, aö bókin ætti undir högg að sækja, vegna þess að fjölmiölun af ýmsu tagi keppti við hana um sálir fólksins, ekki sist eftir til- komu sjónvarpsins hér á landi. Lækir úr flóðinu mikla. Hugsanlega hefur verið ástæða til aö óttast um stööu bókarinnar, um tima, en sú gifurlega útgáfa, sem nú blasir við okkur ætti aftur á móti aö benda til þess, að enn sé hér góður markaöur fyrir bækur. Varla eru menn aö gefa út þessi kynstur, ef þeir gera sér ekki vonir um aö meginhluti bók- anna standi undir sér. Aftur á móti hefur litil breyt- ing orðið á aöalútkomutima islenskra bóka siðustu árin. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru jólagjafabækur, — bækur, sem fólk kaupir handa öörum, en .i færri tilvikum handa sjálfu sér. Auðvitað eignast flestir landsmenn einhverjar eiguleg- ar bækur, þvi að svolitlir lækir úr þessu mikla jólaflóði seytla sennilega inn á hvert einasta heimili. Vist er að bókaþjóöin verður vel birg af andlegu fóðri þegar jólapakkarnir hafa verið opnaðir aö kvöldi næstkomandi miövikudags, -aðfangadags jóla. Gjafabækur og aðrar bækur. Af eðlilegum ástæðum freist- ast útgefendur til aö gera sem allra flestar bækur að gjafa- bókum. Auðmelt afþreyingar- bók, sem á erlendum bóka- markaði hefði verið gefin úr sem pappirskilja og seld á jafn- virði svo sem tveggja biómiða, er hér á landi hin vandaðasta að gerð, vel innbundin og með lit- skrúðugum kápumyndum, sem gefa henni aðlaðandi svip. Slika A SIÐUSTU DOGUM JÓLABÓKAFLÓÐSINS átt að vera búið að ná fyrir langa löngu, enda stereómót- tökutæki búin að vera á fjölda islenskra heimila um árabil. Af innflutningi þeirra og tilheyr- andi hljómflutningstækja hafa ómældar milljónir runnið i rikiskassann, en þegar rætt hefur verið um fjárveitingar til kaupa á tækjabúnaði i útvarpið til upptöku og útsendingar á efni fyrir þessi tæki hafa við- komandi fjármálaráðherrar setið sem fastast á kassanum. Kveðjur og framtíðar- vonir. Nú þurfti að gera eitthvað til hátiðabrigða i tilefni hálfrar aldar afmælisins, og þá var rokið til og keypt svolitið af stereóbúnaöi þannig að hægt sé aðsenda afmælissamkomuna út I tviviðum hljómi. Svo verða spilaöar stereóplötur i útvarpið á næstunni, en litið af heimatil- búinni dagskrá verður i þeim búningi, einfaldlega vegna þess að það vantar enn nauðsynleg tæki til þess að taka upp i stereó. En þetta stendur nú vonandi allt til bóta. Útvarpsmenn hafa aftur á móti orðið að sýna mikla þolin- mæði gegnum tiðina og að feng- inni reynslu ættu þeir ekki að gera sér i hugarlund að húsnæð- is- og tæknimál þeirra verði hefur leitt til þess að um leið og auglýsingamagnið hefur vaxiö, hafa blöðin verið stækkuð að blaðsiðufjölda og efnið aukist. Þetta eykur auðvitað álagiö á starfsfóiki i öllum deildum blaösins og margir verða aö leggja á sig meiri vinnu en góöu hófi gegnir. En það eru allir sáttir við það, enda sömu sög- una að segja af fjölmörgum öðrum sviöum þjóðlifsins, ekki sist þeim, sem beint eða óbeint tengjast jólakauptiðinni, og þau svið eru mörg. Fæstir eru vist farnir að leiða hugann að helgi hinna kristnu jóla ennþá, enda tekur marg- vislegur jólaundirbúningur huga landsmanna og jólagjafa- innkaupin eru i algleymingi. Jólatré og jólaskreytingar bæði utan húss og innan minna þó á þaö sem I vændum er, og lands- menn hyggja gott til glóðarinn- ar, að njóta þessara hátiðlegu og helgu daga i faðmi fjölskyld- unnar, hvila sig og lesa jóla- bækurnar. Já, vel á minnst, fátt setur meiri svip á aðdraganda jólanna hér á landien bækurnar, sem flæða á markaðinn á að- ventunni, — jólabækurnar, sem eru þungamiðja jólagjafanna hér norður i höfum. Útgefendur og f jölmiðlar. Ekki liggja enn fyrir endan- ] ritstjórnar pistill Ólafur Ragnarsson ritstjóri skrifar ••••••••••• lega tölur um það hve margar bækur islensk bókaforlög senda á markaðinn nú fyrir þessi jól, enda þess ekki vart að vænta, sökum þess, að enn voru að koma i bókabúöir nýjar jóla- bækur allt fram aö þessari helgi. Trúlega eru bækur þessa árs, sem nú er nær á enda runnið, sist færri en útgáfubækur sið- ustu ára, og auglýsinga- og kynningarstarfsemin i tengsl- um við útkomu bókanna eflaust meiri en I fyrra. Þar eru sjónvarps- og út- varpsauglýsingar fyrirferðar- mestar ásamt viðamiklum blaðaauglýsingum, sem jafnvel eru margar siður i einu frá samaforlagi. Þessu til viðbótar eru svo birtar fréttir um hverja bók i fjölmiðlunum og fjöldi manns hamast við aö skrifa rit- dóma um bækurnar siðustu vik- urnar fyrir jólin. Árangur bókagerðar- manna. Ef gerður er samanburður á bókaútgáfu nú fyrir þessi jól og fyrir nokkrum árum er ljóst, aö allur frágangur bókanna og gerö er vandaðri en áður var. Ný og fullkomnari tækni á hinum ýmsu stigum bókagerö- arinnar veldur þarna allnokkru um, en varla leikur vafi á þvi, aö aukin þekking og reynsla islenskra bókagerðarmanna og vönduö vinnubrögð þeirra vega þyngst i þessu sambandi. Þeir hafa á siöustu árum mætt auk- inni samkeppni frá erlendum prentsmiðjum meö siauknum gæðum innlendrar framleiöslu. I jólabókaflóðinu núna eru frábærlega vandaðir prent- gripir með erfiöustu litprent- unarverkefnum, lýsandi dæmi um það besta sem gerist i islenskri bókagerð i dag. Keppt um sálir fólksins. Islendingar hafa um langt bók getur íslendingurinn verið þekktur fyrir aö gefa vinum sinum og ættingjum. Pappirs- kiljur eða bækur i einföldustu gerð bands sjást varla hér á markaði fyrir jólin. Slikar bækur telja Islendingar tæplega hægt að gefa i jólagjafir. Ef bókamálin þróuðust i þá átt, að meginhluti útgefinna bóka hér á landi yrði keyptur af fólki, sem ætlaði sjálft að lesa og eiga bækurnar, myndu bækurnar að likindum. fara að koma út jafnt og þétt allt áriö. Jafnframt mætti ætla að ein- faldari og ódýrari búningur bóka myndi ryðja sér meira til rúms en raun hefur oröið á. Þetta er þó alls ekki vist, meðal annars vegna þess að hérlendis mæla margir bóka- eign sina i hillumetrum. Þeir kaupa bækur meöal annars til þess að punta upp á stofuna eöa aðrar vistarverur ibúðarinnar og aðhyllast mjög margir glæst band og gullsleginn kjöl. En hvað sem öllu liður er bókin þó umfram allt keypt meö það fyrir augum að hún sé lesin. Svo mun verða áfram og er þvi vart ástæða til að óttast um framtið bókarinnar, — þessa gagnmerka menningar- miðils, sem um aldir hefur myndað eina sterkustu stoð islenskrar þjóðmenningar. ólafur Ragnarsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.