Vísir - 02.01.1981, Síða 11
Föstudagur 2. janúar 1981
11
vísm
Nlyntbreytingin:
BREVTINGAR A TÆKJARÚHAÐI
I FULLUM GANGI FRAM Á ÁR
Þótt óneitanlega megi búast við
þvi að myntbreytingin eigi eftir
að valda almenningi hugarangri
á næstunni, hafi hann ekki stund-
að námið af kappi fyrir áramót,
er ljóst, að á starfsliði bankanna
mæðir mest álag. En starfskraft-
ar bankanna eru ekki aðeins
manneskjur, þar eru einnig vélar
sem gegna mikilvægu hlutverki.
Svo er um hlutverk mynttalning-
arvéla bankanna. 1 tfu ár hafa
slikar vélar þjónað fslenskum
viðskiptavinum bankanna, stillt-
ar fyrir þá mynt sem nú er að
kveðja. Enskyídu skapast vanda-
mál varðandi vélarnar þegar ný
mynt kemur fram? Við leituðum
til Einars Þ. Mathiesen fram-
kvæmdastjóra E.Th. Mathiesen
hf., en fyrirtækið hefur f áratug
selt mynttalningarvélar til bank-
anna og er lang stærst á þvi sviði
hér á landi.
Að sögn Einars er um þrjár
vélagerðir að ræða, flokkunarvél-
ar og talningsvél, fyrir smá-
mynt. Þá eru sérstakar talninga-
vélar fyrir bankana, og siðan
seðlatalningavélar. Engin vand-
kvæði koma upp varðandi seðla-
talningu.
Flokkunarvélarnar taka við
biandaðri mynt, eins og algengt
er að berist til bankanna Ur spari-
baukum landsmanna. Vélar þess-
araðgreina og telja hverja mynt.
Talningavélarnar eru hins vegar
til þess að telja i poka fyrir bank-
ana en þá er ekki um að ræða
greiningu á mismunandi mynt.
Það sem ræður i talningu hjá
þessum vélum er þvermál pen-
ingsins, sem fellur i viðkomandi
rauf og ljósgeisli telurumleið.Við
spurðum Einar hvort ekki kæmu
upp vandkvæði ef nýju myntinni
væri ruglað saman við þá gömlu
og einnig varðandi breytingar á
vélunum yfir i talningu á nýju
myntinni.
Einar taldi að vandkvæði ættu
ekki að koma upp, þar sem unnið
hefði verið nýtt prógram fyrir
vélarnar út frá nýju myntinni I
marsmánuði, og allir hlutir til
breytinga væru komnir til lands-
ins, svo hægt er að staðla vélarn-
ar mjög fljótlega.
„Innstreymi i bankana verður i
gamalli mynt, svo það er ekki
ráðlegt að breyta flokkunarvél-
unum strax, en útstreymi verður i
nýju myntinni og þvi er nauðsyn-
legt að talningavélarnar, séu til-
búnar fyrir nýju myntina. Til
þess að brúa þetta bil hefur
fiokkunarsvið talningarvélanna
verið aukið þannig, að hún getur
talið nýju myntina f poka, auk
gömlu, 5, 10 og 50 krónanna”,
sagði Einar Þ. Mathiesen.
Einu vandkvæðin sem gætu
skapast væru þau, að innan um
nýju myntina laumaðist gamla
myntin i flokkunarvélarnar, og
þvi er nauðsynlegt að aðgreina
myntina vel. —AS.
ERLINGUR PÁLMASON VFIR-
LðGREGLUÞJÚNN Á AKUREVRI
- Olafur Asgeirsson aðstoðarmaður hans
Erlingur Pálmason hefur verið
ráðinn yfirlögregluþjónn á Akur-
eyri, frá og með áramótunum.
Erlingur var i starfi varðstjóra
hjá lögreglunni á Akureyri. Gísli
Ólafsson lætur þvi af starfi yfir-
lögregluþjóns, en hann hefur ver-
ið I starfi frá 1941 og yfirlögreglu-
þjónn frá 1959.
Hinn nýi yfirlögregluþjónn. Er-
lungur Pálmason, hefur verið i
starfi frá 1948 og varð varðstjóri
1959. Hann er 55 ára gamall.
Samkvæmt upplýsingum
Hjalta Zophaniassonar, deildar-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu,
var einnig ráðið i stöðu aðstoðar-
yfirlögregluþjóns, sem er nýtt
embætti á Akureyri, og hliðstætt
þvi sem gildir i Hafnarfirði,
Kópavogi og Keflavik. Ólafur As-
geirsson var skipaður i það starf,
en hann var áður aðstoðarvarð-
stjóri. Ólafur hefur starfað frá
1964, en hann er 35 ára gamall.
—AS.
\
&
&
wr
& &
INNRITUN
I
hefst þriðjudaginn
6. janúar.
Innritun þridjudag,
miðvikudag og
fimmtudag
frá kl. 10-12 og 13-19
alla dagana
ATH: Innritun
aðeins þessa
þrjá daga
I-
Dansstúdíóið
Sóley Jóhannsdóttir
Dansskóli
Sigurðar Hákonarsonar
Dansskóli Sigvalda
Dansskóli
Heiðars Ástvaldssonar
*
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
Gtaldmiðilsskipti
2. janúar
Bankamir og útibú þeirra verða opnir
eingöngu vegna gjaldmiðilsskipta föstu-
daginn 2. janúar 1981 kl. 10-18.
Komið og kynnist nýja gjaldmiðlinum með
því að skipta handbærum seðlum og mynt
í Nýkrónur.
Viðskiptabankarnir
t5
<S>