Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 8
8 II n,J K -;l Hl I | V' Þriftjudagur 20. januar 1981. VlSIR utgefandí: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Ástvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, sími 86611. 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. LAUSN GISLADEILUNNAR Lausn gisladeilunnar er mikil gleöitiftindi. Glslunum mun sjálfsagt verða fagnaö sem þjóðhetjum við heimkomuna. Áhrif og afleiðingar þessarar viðkvæmu deilu, munu hinsvegar verða viötækar, og þá ekki sist I Bandarikjunum sjáifum. Fréttin um lausn gíslamálsins er mikil gleðitíðindi. Rúmlega fimmtíu bandarískum sendiráðs- mönnum hefur verið haldið sem gíslum í (ran í fjórtán mánuði. Fá mál í seinni tíð hafa valdið jafn miklu róti í Bandaríkjunum og reyndar víðar. Það hefur ver- ið mikill hnekkir fyrir hið banda- ríska stórveldi að geta engu þok- að i svo langan tíma, frá því íranskir „námsmenn" komust upp með að hneppa starfslið bandarísku þjóðarinnar i fangelsi. Sú auðmýking hefur sært metnað bandarísks almenn- ings, og vakið efasemdir þar í landi um raunverulegt gildi hern- aðarmáttar. Stórveldishugsjónin hefur orðið fyrir áfalli. Gísladeilan hefur einnig haft örlagaríkar afleiðingar í banda- rískum stjórnmálum. Ummæli Kennedy í upphafi forkosning- anna um íranskeisara og gísla- málið urðu honum vafalaust að falli. AAisheppnuð tilraun Carters Bandaríkjaforseta til að frelsa gíslana með áhlaupi-varð forset- anum til álitshnekkis og van- máttur hans til að grípa til ann- arra aðgerða olli óþreyju og óþolinmæði, sem hafði áhrif á kosningaúrslitin i nóvember. Bandaríkir frystu allar inni- stæður Irana í þarlendum bönk- um, Efnahagsbandalagið gerði tilraun til efnahagsþvingana gegn íran og enginn veit hvort ‘stríðið milli íraks og Irans var sprottið með óbeinum hætti af gísladeilunni. Þræðir leyniþjón- ustunnar liggja viða. Lengst af virtust þessar að- gerðir og sviptingar lítt hagga Khomeini og írönskum stjórn- völdum. Nú er hinsvegar Ijóst, að mjög hefur sorfið að efnahag írans. Styrjöldin hefur kostað sitt, og fá ríki geta séð af 10 milljörði{m dollara frystum í erlendum bönkum, jafnvel þótt olíuauðurinn sé mikill. Ekki liggur enn fyrir hvaða verði frelsi gíslanna er keypt. Þó hefur verið staðfést, að Banda- ríkin hafa lofað Irönum aukinni hernaðaraðstoð og ekki er víst að því verði vel tekið á öllum víg- stöðvum. Hitt er einnig öruggt, að verðið sem Bandaríkin greiða verður ekki mælt í tölum. Fögnuðurinn verður án efa mikiil og einlægur í Bandaríkjunum við heimkomu gislanna. En hin lang- varandi auðmýkt skilur eftir sín spor þegar til lengdar lætur. Hvers virði er það fyrir stórveldi á borð við Bandaríkin að búa út óvígan her um alla heimsbyggð- ina, en standa síðan uppi hjálpar- vana gagnvart nokkrum „náms- mönnum"? Hvaðá traust ber al- menningur þar í landi til alríkis- stjórnarinnar, sem ekki getur veitt fulltrúum sínum meiri vernd en raun ber vitni? Þetta eru spurningar, sem munu verða ofarlega á baugi i næstu framtíð. Allar slíkar bollaleggingar víkja þó til hliðar þessa stundina. Heimurinn mun samgleðjast gíslunum heimtum úr helju, og fjölskyldum þeirra. Farsælum endi verður fagnað og lof borið á þá.sem að samningum hafa stað- ið. Sér í lagi hlýtur það að verða Carter Bandaríkjaf orseta ánægjuefni að hafa það sem sitt siðasta embættisverk að fagna sendiráðsmönnum sínum sem frjálsum mönnum. Það eru sér- kennileg örlög, að sjá nú fyrir endann á þeirri deilu, sem að verulegu leyti varð forsetanum að falli. Kapp var lagt á lausn málsins áður en Reagan tæki við. Talið var/að Reagan yrði harðari í horn að taka en fyrirrennari hans. Hvort þetta er rétt.skal ósagt lát- ið, en ef það þýðir að einræðis- þjóðir beri meiri virðingu fyrir Bandaríkjunum með tilkomu hins nýja forseta, þá er vel. Stjðrnin féll á fyrsta prófinu Það hefur greinilega komið rikisstjórninni í opna skjöldu, hve málefnalega stjórnarand- staðan hefur tekið á bráða- birgðaráðum rikisstjórnarinn- ar. Nú er ekki lagt út i slagorða- baráttu eins og kommúnistar stóðu að 1978 með aðstoð póten- táta sinna i forystusveit verka- lýðshreyfingarinnar. „Samn- ingana i gildi”, „Kjósum gegn kaupránsflokkunum” og fleira i þeim dúr voru aðalslagorðin þá. Nú er kyrjað i Þjóðviljanum dag eftir dag, að náöst hafi fram „slétt skipti”. Fyrstu daga marsmánaðar 1978 var efnt til verkfalla og siðan var efnt til út- flutningsbanns til aö mótmæla kjaraskerðingunni. Ekkert heyrist um að slfkar aðgeröir séu i aðsigi nú af hálfu Guö- mundar J. Guðmundssonar. Mest fer þó i taugarnar á rikisstjórninni, þegar stjórnar- andstaðan harmar, hve illa var farið með gott tækifæri, sem gafst við gjaldmiðilsbreyting- una. Bráðabirgðaráð rikis- stjórnarinnar leiða nefnilega aðeins til þess að áfram er hjakkað i sama verðbólgufarinu og vinstri stjórnin gerði 1978 og 1979. Aðgerðir gegn eigin verðbólgu Rikisstjórnin telur sig gera kraftaverk, þegar hún gerir ekki annað en.að koma i veg fyrir gifurlega 'verðþenslu, sem hefði oröið ef óbreyttri stefnu úrræða- og aðgeröaleysis heföi verið fylgt. Rikisstjórnin ræður sér ekki fyrir fögnuði, þegar Dagblaöið gerir heyrum kunn- ugt, að fleiri vilji þessar aðgerð- ir en engar aðgerðir. Hún ætlar hins vegar af göflunum aö ganga, þegar á það er bent, að árangurinn af starfi rikisstjórn- arinnar i baráttunni við verð- bólguna sé nánast enginn. Henni hefur ekki tekizt að draga úr ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ neöanmóls Friðrik Sófusson alþm. minnir á, að markmið rikisstjórnarinnar í upp- hafi var að koma verð- bólgunni niður í 31% 1980 og 19% 1981. Það sé því litið afrek, þegar nú eru gerðar ráðstafanir, sem hafa það eitt í för með sér, að halda verðbólg- unni í horfinu. verðbólgunni — heldur aðeins að koma i veg fyrir enn meiri verðbólgu, sem annars hefði oröið af hennar völdum. Ráðherrar rikisstjórnarinnar kvarta undan þvi og telja það ó- sanngjarna gagnrýni, þegar rifjuð eru upp þau markmið rikisstjórnarinnar að koma verðbólgunni niður á sama stig og gerist i helstu viðskiptalönd- unum á næsta ári. En verða menn ekki að sætta sig viö að vera dæmdir af verkum sinum? Hvervoru markmiðin? Rikisstjórnin mótaði stefnu sina i upphafi og opinberaði stjórnarsáttmálann að vand- lega athuguðu máli. Stjórnar- sáttmálinn er ekki kosninga- stefnuskrá stjórnmálaflokks, sem nauðsynlegt reyndist að hvika frá i samstarfi við aðra flokka eftir kosningar. Þvert á móti er stjórnarsáttmálinn nið- urstraða itarlegra umræðna aö- standenda stjórnarinnar, þegar allrar upplýsingar um efna- hagshorfur lágu á boröinu. Þannig smiðaði rikisstjórnin sér sjálf mælistokk i upphafi ferils sins. Og hún verður að sætta sig við aö vera vegin og mæld á sinn eigin mælikvarða. Verðbólgumarkmið rikis- stjórnarinnar fólust i þvi að koma verðbólgunni i 31% 1980 og 19% 1981, Arangurinn varð 55% á siöastaári og stefnir i 50% á þessu ári, þrátt fyrir efna- hagsaðgerðirnar. Svo eru stjórnarherrarnir hissa á þvi að fagnaðarlætin skulu láta standa á sér. Segja má þó, að tviræð þögn Alþýðubandalagsforyst- unnar i verkalýðshreyfingunni sé samt eins konar húrrahróp. Féll á eigin prófi Hefði það verið markmið rikisstjórnarinnar i upphafi að nota fyrstu ellefu mánúði ferils sins til að undirbúa tillögur um óbreytta verðbólgu með þvi að skerða umsamið kaup án sam- ráðs við verkalýðshreyfinguna, mætti stjórnin nokkuð vel við árangurinn una. Staðreyndin er hins vegar sú, að fyrirheitin voru allt önnur og háleitari eins og rækilega hefur verið bent á. Þess vegna þarf ekki að gagn- rýna rikisstjórnina fyrir það eitt, að efnahagsaðgerðirnar séu á sumum sviðum skaðlegar fyrir atvinnu- og efnahagslifið. Hún hefur þegar fallið á fyrsta prófinu, sem hún samdi sjálf fyrir tæpu ári siöan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.