Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 17
Þí48ju‘dargruff 201.- ja'nu&Ý;’í 98l. 51. þáttur. Umsjón: Háitdán Helgason. HeímsÞing frímerkiasafnara Svo sem fram kom hér i þætt- inum fyrr i vetur varhaldið þing Alþjóðasamtaka frimerkjasafn- ara (FIP) i Essen i Vestur- býskalandi. Þing þetta, sem var hið 49. i röðinni, var allfjöl- mennt en alls sóttu það fulltrúar frá 53aðildarþjóðum. Af íslands hálfu sátu þingið þeir Sigurður R. Pétursson, formaður Land- sambands islenskra frimerkja- safnara og Sigurður H. Þor- steinsson, en hann var formaður L.I.F. um margra ára skeið og kunnugur þingum sem þessu. Á þinginu voru málefni sam- takanna tekin til gagngerrar endurskoðunar og m.a. var til- laga samþykkt eftir langar um- ræður sem lögð var fram af full- trúum hollenska landsam- bandsins, en hún fól i sér veru- legar breytingar á uppbyggingu stjórnarinnar. A þinginu var kjörinn nýr for- seti samtakanna. Ladislav Dvoracek frá Tékkóslóvakiu en hann hafði verið varaforseti allt frá árinu 1971. Auk þess hefur hann verið dómari á mörgum alþjóðlegum sýningum og fram- kvæmdarstjóri var hann fyrir alþjóðasýninguna PRAGA 68, sem haldin var i Tékkóslóvakiu árið 1968. Norðurlöndin eiga nú einn af þremur varaforsetum FIP, þvi á þinginu i Essen var George B. Lindberg, forseti sænska landsambandsins, val- inn til þess embættis auk þeirra J. D.Voss frá Bandarikjunum og S. Ichida frá Japan. A þing- inu var einnig ákveðið að aðal- skrifstofur samtakanna verði framvegis I Sviss og i stað frönsku verði ensk tunga hið opinbera mál samtakanna. Innan vébanda Alþjóðasam- taka frimerkjasafnara eru starfandi allmargar nefndir, reyndar eru þær 10 talsins og sinnir hver sinu ákveðna sér- Fulltrúar tslands á þinginu I Essen. Sigurður Pétursson, formaður LtF og Sigurður Þorsteinsson fyrrverandi formaður. sviði. Þar er m.a. nefnd um hefðbundna söfnun, nefnd um mótifsöfnun, póstsögu einnig unglinganefnd og bókmennta- nefnd svo eitthvað sé nefnt. Þessar nefndir starfa allar mjög mikið og má segja að i þeim fari fram það starf sem snýr að söfnurum. Á þinginu hlutu aðild að sam- tökunum 6 þjóðlönd en þau eru: Saudi Arabia, Zaire, Siam, Malasia, Perú og Nýja Sjáland en ákvarðanatöku varðandi að- ild Ástraliu var frestað til þings- ins, sem haldið verður i Vinar- borg nú i sumar. Hins vegar óskaði Guatemala að ganga úr samtökunum af ástæðum, sem mér eru ekki kunnar. Sam- kvæmt þessu ættu þvi 60 þjóðir að vera aðilar að samtökunum. Fram hefur komið hjá full- trúum þeim, sem þingið sátu af Islands hálfu, að framkvæmd öll og skipulag varðandi þingið hafi verið óaðfinnanlegt en þau mál voru i höndum vestur-þýska landsambands- ins sem naut stuönings póst- stjórnarinnar i ýmsum málum. Vestur-þýska landsambandið bar einnig allan kostnað af þing- haldinu, sem trúlega vex mönn- um hér nokkuð i augum en hann er sagður hafa numið 500000 mörkum eða 1,5 milljónum ný- króna. Kostnaður þessi var tek- inn úr sjóði, sem er til styrktar starfsemi frimerkjasafnara og færaðaltekjur sinar af umfram- burðargjaldi þeirra frimerkja, sem gefin eru út á Degi fri- merkisins i Þýskalandi. Mun þar vera um svipað fyrirkomu- lag að ræða og við þekkjum frá Sviþjóð og fyrirfinnst reyndar i fleiri löndum. Það eru sem sé fyrst og fremst safnararnir sjálfir sem styrkja sin eigin samtök og um leið fá póst- stjórnir ómældan hagnað i sinn hlut. Smælki Eitthvað hafa þeir i smárik- inu Andorra undarlegar hug- myndir um sumarólympiuleik- ana þvi á siðastliðnu sumri gáfu þeir út frimerki i tilefni af Moskvuleikunum og var mynd- in af skiðamanni. Ef mér skjátl- ast ekki er þar á ferðinni brun- meistari mikill en hvort hann hefur haft erindi sem erfiði á leikunum er mér ekki kunnugt um. Nú, þetta rifjar upp að i til- efni af sumarólympiuleikunum i Montreal i Kanada árið 1976 gáfu þeir i Andorra út tvö merki og sýndi annað þeirra skiða- mann. Nú biður maður bara eftir þvi að fá frá þeim frimerki með stangarstökkvara þegar næstu vetrarólympiuleikar verða haldnir. Þann 10. október s.l. gáfu Bretar út fjögur iþróttafrimerki i verögildunum 12,13.5 15 og 17.5 pence. Sýna þáU öll nema eitt (hlauparar) iþróttir sem flest- um íslendingum eru allsendis ókunnar en þær eru rugby- knattleikur, hnefaleikar og krikket. Og frá Finnlandi berast þær fréttir að 2. janúar hafi komið út bréfspjald með áprentuðu verðgildi 1.00 marks i tilefni af væntanlegri norrænni sýningu i Helsingfors. Hefur sú sýning hlotið nafnið NORDIA 1981 og hefur litillega verið minnst á hana hér i þættinum en verður væntanlega meira siðar. iwmi i«M(i«n«f •••!•••• • «| ; ■ MOSCU 1980 co : y CORRFl K PRINCIPAT D'ANDORRA \ litnaioauRfi Frímerki íslensk og erlend, notuð, ónotuð og umslög Albúm, tcuigir, stœkkunar- gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi. Póstsendum. FRUÍERIOAIilÐtTOÐIN SKÓLAVÖROUSTÍG 21A, PÓSTHÓLF 78, 121 RVK. SfMI 21170

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.