Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 9
VÍSIR Þriðjudagur 20. janúar 1981. r- Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri 9 T Skyldi nokkur hafa sporð- rennt eins stórum bita á gamlársdag og Alþýðubanda- lagiðsem virðistekki hafa orðið bumbult af. 011 stóru orðin voru gleymd: Samningana 1 gildi, — kjarasamninga ber skilyrðis- laust að virða — laun fólksins i landinu eru ekki orsök verð- bólgunnar, — stefna Alþýðu- bandalagsins er svar launa- fólksins við kaupránsstefnu hinna flokkanna — þeir væru brjótstvörn láglaunafólksins í landinu og þar fram eftir göt- um. Hver man ekki þessar setn- ingar; Og þegar þeir komast til valda i ríkisstjórn þar sem þeir ráða algerlega ferðinni með fjármálaráðherrann 1 broddi fylkingar eru öll stóru orðin gleymd. 1 fyrstu efnahagsað- gerðum þeirra — til að kveða niður verðbólguna er bað eina sem gripandi er á, — að ganga þvertá gerða kjarasamninga og skerða þá um 7 prósentustig. Skyldi nokkur stjórnmála- flokkur nokkum tima hafa staðið eins berstripaður frammi fyrir þjóðinni eftir þessar efna- hagsaðgerðir og Alþýðubanda- lagið': Siðlaust — sagði Lúð- vfk: Ég held að það væri fróðlegt að lita ögn nánar á þessa opin- berun. t bæklingi Alþýðubanda- lagsins, sem gefinn var út fyrir kosningarnar 1978, er að finna þessa setningu: „Gerða kjara- samninga ber skilyrðislaust að virða”. Engum kom þetta á ó- vartþá.þvi að nokkrum mánuð- um áður höfðu þeir dyggilega fylgt þessu boðorði eins og sjá má i Alþingistiðindum í febrúar 1978, þegar rikisstjórn Geirs Hallgrimssonarboðaði svipaðar ráðstafanir eins og þeir sjálfir ganga i' fararbroddi fyrir núna. Þar má sjá eftirfarandi gull- korn: „Ég sný ekki aftur með það, að ég tel þá aðgerð sið- lausa, að fjármálaráðherra landsins skuli fyrir hönd rfkis- stjórnarinnar gera launa- og kjarasamninga við opinbera starfsmenn fyrir rétt liðlega þrem mánuðum, og skrifa há- tiðlega undir slfka launasamn- inga, en svo skuli komið eftir þrjá mánuði og þeir samningar ógiltir að verulegu leyti”. Og hver skyldi eiga þetta gullkom, jú enginn annar en alsherjar- goð kommúnista um langt ára- bil, sjálfur Lúðvik Jósepsson. Og Lúðvikhafðilika þá sitthvað að athuga við hækkanir á opin- berri þjónustu: „En það vil ég segja hæstv. ríkisstjórn.að hún mun aldreiráða við þróun verð- iagsins i landinu eða hemja það á nokkurn hátt, ef hún heldur áfram þeirri stefnu að heimila verðhækkanir á opinberri þjón- ustu langt umfram það, sem gerist hjá öðrum. Haldi hún á- fram slikri stefnu, missir hún allt úr böndunum eins og það hefur verið i hennar tið” sagði Lúðvik þá, fullur vandlætingar. Árás á samningsfrelsi sagði Eðvarð Og ekki var minni hneykslan forkólfs Alþýðubandalagsins f verkalýðsmálum Eðvarðs Sigurðssonar við þetta tækifæri: „Höfuðefni þess (frumvarps- ins) er ný árás á samningsfrelsi verkalýðssamtakanna og stór- felld kjaraskerðing fyrir allt launafólk. Ollum ákvæðum f kjarasamningum launþega- samtakanna, sem gerðir voru s.l. sumar og haust og kveða á um verðbætur á kaupið vegna hækkandi verðlags, á nú að rifta. Fyrir fáum mánuðum var þessisama rikisstjórn beinn að- ili að gerð kjarasamninga við starfsmenn rikisins og einnig aðila að samningum ASt, þótt með öðrum hætti væri. Nú ætlar Jóhanna Sigurðardóttir alþm. skrifar um efna- hagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar og þá sér- staklega um hlut Alþýðu- bandalagsins í þeim. Rifjar hún upp fyrri orð og gerðir Alþýðubanda- lagsins í Ijósi nýjustu at- burða. Síðari hluti greinar hennar birtist i blaöinu á morgun. rikisstjórnin að nota löggjafar- valdið til að ómerkja undirritun ráðherra undir þessa samninga og rifta þeim. Samtimis er svo leitaðeftir stuðningi ails iauna- fólks og samtaka þess við þenn- an gerning. En i þvi efni mun hún áreiðaniega sannreyna að til of mikils er mælst.” Þetta voru orð eins af forystumönnum Alþýðubandalagsins i verka- lýðshreyfingunni og þáverandi alþingismanns, — þó minna fari nú fyrir vandlætingunni i þeim herbúðum á svipuðum aðgerð- um. Vinnubrögð sem mönn- um mislikai’/ sagði Ragnar En hvað skyldi sjálfur fjár- málará ðherrann, Ragnar Arnalds hafa haft að segja um þær aðgerðir þær.sem hann nú gengur i fararbroddi fyrir, en hannhefur nýverið orðið uppvis að þvi siðleysi, sem Lúðvik flokksbróðir fordæmdi og kall- aði svo 1978, að rifta nýgerðum kjarasamningum. Jú, hann hafði sitthvað við þær að athuga: og er rétt að gripa niður i nokkur gullkorn i ræðu hans við það tækifæri: ,,Það er ein- faldlega aðaiefni frumvarpsins, að kjarasamningum, sem gerð- ir hafa verið við allan þorra launamanna á liðnu ári, skulu rift Það er aðalefni frum- varpsins, að þær kjarabætur, sem fólust i þessum kjara- samningum skuli teknar aftur. Með þessu frumvarpi er því striðshanskanum bersýnilega kastað. Með þessu frumvarpi er friði á vinnumarkaðinum teflt f tvisýnu og raunar bersýnilega i hreinan voða.” Og núverandi fjármálaráðherra hefur ýmsu við þetta að bæra. „Sfðan þessir samningar rikisstjórnarinnar voru gerðir. hefur nákvæmiega ekkertgersti efnahagslifi okkar scm ætti að geta breytt þeirri mynd sem rflrísstjórnin átti að hafa fyrir augum þegar hún gerði þessi tilboð og gerði þessa samninga.” Eða lætur hún ekki kunnuglega i eyrum þessi setn- ing, að visu með öfugum for- merkjum, i öllu orðaflóði fjár- málaráðherra nú við að réttlæta bráðabirgðalögin, en þá voru viðbrögð hans við svipaðri laga- setningu þessi: „Einhver auð- virðiegasti orðaleppurinn, sem gengið hefur f gegnum þær miklu umræður um efnahags- mál. sem átt hafa sér stað nú seinustu dagana er sú fullyrðing hæstv. forsætisráðherra og fleiri stuðningsmanna hans, að eftir þessa samninga verði kaupmáttur launa á árinu 1978 jafnmikill eða jafnhár og kaup- máttur launa var á árinu 1977. Með þessu þykist ráðherra vera að sýna fólki fram á, — að það megi vel við una, það haldi nokkurn veginn alveg þeim kjörum.sem það hafði á s.l. ári. En þvi miður er þetta ákaflega auðvirðilegur hálfsannleikur.” — Þetta sagði núverandi fjár- málaráðherra þá, og á því sést best að Ragnar Arnalds metur það svo greinilega ekki sama hver flytur launafólki boðskap- inn. Og fleira hafði Ragnar Arnalds að athuga við riftun kjarasamninga þá: en þá sagði hann: „En fyrirkomulag vfsi- tölukerfisins kom frá rikis- stjórninni—kom frá fjármála- ráðherra, og nú eru aðeins þrir mánuðir liðnirfrá þvi að hæstv. fjármálaráðherra býður fram þetta kerfi og þar til hann og hans rikisstjórn stendur að þvi að brjóta það aftur niður. — Það er reyndar mál út af fyrir sig að þessi samningsrof af hálfu rflrísstjórnarinnar hljóta að koma harla spánskt fyrir sjónir þeim sem les lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna. i 17. gr. þeirra samninga segir ótvirætt, að hvor aðili um sig sé skuldbund- inn til þess að viðlagðri refsingu að standa við gerðan samning, standa við efni samningsins, og lögð eru þung viðurlög við þvi, ef annar aðilinn, hvort heldur sem er Bandalag starfsmanna rikis og bæja eða rikisstjórnin gerirtilrauntil þess að beita sér fyrir þvi að ákvæði samningsins séu rofin. Það er þvi ljóst að við- leitni ríkisstjórnarinnar þessa dagana til að koma fram þvi frumvarpi.sem hér um ræðir er beinlinis brot á ákvæðum þeirra laga.” Og núverandi fjármálaráð- herra hafði ýmislegt að athuga við það 1978 hvernig staðið var að samráði við verkalýðs- hreyfinguna, en þá sagði hann: „Aðeins örfá dæmi munu vera til um það, að ríkisstjórnir hafi ráðist á gerða kjarasamninga sköinmu eftir að þeir voru gerð- ir og án þess að unnt sé aö sýna fram á að nokkuð hafi breyst frá þvi að kjarasamningarnir voru gerðir og þar til efnahagsað- gerðin kom til.” Og áfram heldurhann. „Það er alveg rétt, að þegar átti að ræða þetta mál við nokkra forystumenn verka- Iýðshreyfingarinnar nú fyrir skemmstu gengu þeir út af slik- um fundi. Það var ekki vegna þess að þeir væru að lýsa þvi yf- ir, að þeir mundu ævinlega ganga út af fundi þegar þetta inál kæmi til umræðu, heldur einfaldlega vegna þess að þeim mislikaði vinnubrögðin. Þeim er ekkisýntþetta ákvæði fyrr en fáeinum klukkustundum áður en hæstv. forsætisráðherra ætl- ar að leggja tillögu þess efnis fram i þinginu. Þetta eru vinnu- brögð sem mönnum mislikar." Nei, núverandi fjármálaráð- herra Ragnar Arnalds hafði alveg gleymt þvi á gamlársdag, þegar hann boðaði fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar á sinn fund nokkrum klukkutim- um áður en þjóðinni voru til- kynnt efnahagsúrræðin, að svona vinnubrögð á ekki að við- hafa, þvi þetta séu vinnubrögð sem mönnum mislikar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.