Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 19
 ■ ..Gefid Cliff Richard er nú fert- ugur og á meiri velgengni að fagna en nokkru sinni fyrr. Ummæli söngvarans Cliff Richard um kynvillu i viðtali við breskt blað nú nýverið hefur vakið tals- verða athygli þar í landi og þykir söngvarinn vera venju fremur opinskár og fjalla um málefnið af meiri hreinskilni en menn hafa átt að venjast af hon- um fram til þessa. Er þetta þeim mun athyglis- veröara, þar sem Cliff hefur byggt frama sinn á þvi að vera imynd hins vammlausa manns i huga almennings og lagt áherslu á að forðast neikvætt umtal. Hins vegar hefur ekki farið hjá þvi að lengi hefur orðrómur veriö á kreiki um aö Cliff sé og hafi lengi verið „hýr” eins og það er nú kallað. Cliff er þekktur fyrir áhuga sinn á trúmálum og kristindómi og ósjaldan hefur hann haldið hljómleika til stuönings kristinni kirkju og hann hefur lengi haft góða samvinnu við prédikarann Billy Graham i þeim efnum. Það aftrar honum þó ekki frá þvi að gagnrýna kirkjuna vegna afstöðu hennar til kynvillu og i áöur- greindu viötali segir Cliff m.a.: — „Ég held aö hin neikvæða af- staða kirkjunnar til kynvillu þjóni engum tilgangi og sé röng. Að minum dómi á kirkjan að reyna að skilja þetta vandamál og jafn- vel viðurkenna kyn- villu”, — segir Cliff. — „Það er jú staðreynd að kynvillingar eru um allan heim og kirkjan á ekki aö loka dyrum sinum fyrir þess- um mönnum”. I viðtalinu er ekki farið inn á persónuleg mál söngvarans i þessum efnum og hann hvorki viöurkennir né ber á móti þeim orörómi aö hann sjálfur sé „hýr”. Hins vegar leggur hann mikla áherslu á, aö menn almennt liti meö skilningi á vandamál kyn- villinga og samkvæmt skilningi Cliffsá notkun orðsins „kynvilla” ekki við i þessu sambandi. Cliff, sem nú stendur á fertugu, á meiri velgengni að fagna en nokkru sinni fyrr. Hann hefur nú loksins brotið sér leið inn á Bandarikjamarkað, meö hjálp vinkonu sinnar Olaviu Newton- John. Hann virðist i góður likam- legu og andlegu jafnvægi og litur út fyrir að vera mun yngri en hann er. Um ástæðuna fyrir þessu segir Cliff m.a.: „Ég hef aldrei notað fikniefni, áfengi eða tóbak til að krydda til- veru mina. Ef þú stendur með lappirnar á jörðinni þarft þú ekki á þess konar meðulum aö halda. Ef til vill hefur kirkjan og trúar- brögöin komið i staðinn fyrir þetta hjá mér. Ég hef lika passaö mig á að taka mig ekki of hátið- lega og reynt að lifa eðlilegu lifi. Um aldurinn getég sagt þaö, aö aldur er aðeins spurning um hugarfar. Ég var 39 ára gamall þegar ég sendi frá mér mitt vin- sælasta lag til þessa „We Don’t Talk Any More” og náði viður- kenningu i Ameriku. Mér datt aldrei i hug að ég ætti annaö eins , eftir”. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að setjast að i Banda- rikjunum svaraði hann: — „Ég efast um það. I augnablikinu stefnir hugur minn að þvi að gera góða rokkóperu og setja hana á svið i West End i London. Ég er orðinn of rótgróinn i Englandi til að breyta til”. 'Mritrhstfí tækiffæri” segir Cliff Richard, sem gagnrynir kirkjuna fyrir þröng- Varúö Pað eru fleiri sem stunda tennis en Karólina prinsessa i hinum hringnum. Hér er ameriska tennisleik- konan Betty Ann Stuart á fullu i Wimbledon keppninni frægu. Hún hefur látió prenta varnaðarorð á buxur sinar aftanverðar og stendur þar,, Watch it” sem gæti út- , lagst: ..Passið vkkur....” syni ,/Kirkjan á að reyna að skilja þessa menn og jafn- vel viðurkenna homosexu- alisma", — segir Cliff i viðtalinu. hommum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.