Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 18
Elton og Nigel saman á ný I meira en þrjú ár annaðist Nigel Olsson undirleik á slagverk fyrir Elton John og kom fram með hljómsveit hans bæði á hljómleikum og hljómplötum. Siðar yfirgaf Nigel hljómsveitina og leitaði frama upp á eigin spýtur sem tókst bærilega þvi hann varð þekktur diskósöngvari og átti lög á vinsældarlistum i Bandarikjunum og viðar. Nú hefur Nigel komið aftur til liðs við Elton og eru þeir félagar. ásamt upprunalega bassaleikara hljómsveitarinnar Dee Murray, lagðir upp i hljomleikaferð þar sem þeir munu fara um þver og endilöng Bandarikin og að auki heimsækja Ástraliu, Nýja-- Sjáland, Japan og Hong Kong. Auk þess sem Nigel annast trommuleik i ferð þessari kemur hann fram sem sérstakt atriði og syngur fjögur lög á hverjum tón- leikum. Fréttir herma, að sam- kvæmt undirtektum sem þeir félagar hafa fengið á fyrstu tón- leikunum, bendi allt til að hér verði um mikla sigurför að ræða rétt eins og i þá gömlu góðu daga. Góðar gjafir til Hrafn- istu Carolina prinsessa af Monaco hefur nú aftur snúið til fyrra lifernis. eftir s t r a n g t samkvæmis- prógram sem fylgdi sam- búðinni við glaumgosan Filipus Junot. Prinsessan hefur nú aftur hafið heim- spekinám i Svartaskóla i París og stundar að auki uppbyggjandi iþróttir eins og s já má á meðfvlgjandi mvnd... i Nigel Olsson og Elton John að tjaldabaki eftir fyrstu tónleikana og verður ekki annað séð cn sam- starfið hafi tekist bærilega. Hinir ýmsu klúbbar, sem starfa i landinu, hafa á undanförnum árum snúiö sér i vaxandi mæli að líknarmálum. Starf þeirra hefur leitt af sér gjafir og styrki til þeirra stofnana sem hafa meö höndum slíka starfseini. Með- fylgjandi myndir voru teknar nýlega þegar Hrafnistu D.A.S. bárust gjafir frá Kiwanis- klúbbnum Heklu i Reykjavik og Lions- klúbbnum Fjölni i Reykjavík. ' A aðfangadag jóla afhentu félagar úr Lionskúbbnum Fjölni, Reykjavik, Sjúkradeild lirafnsitu D.A.S. vandað litsjónvarpstæki. A þrettánda dag jóla, afhentu félagar f Kiwaniskiúbbnum Heklu Reykjavik, fullkomna smásjá til rannsóknarstofu meinatæknis Hrafnistu i Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.