Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 13
Áskoranir um . v Innmatur kjúklingsins, sem kemur i litlum plastpoka innan i hverjum kjúkling, er soðinn og saxaður. Háls og vængir eru gjarnan soönir með og sóöið siðan notað i sósuna. Innihald- inu er nú bætt saman við brauðið og hrært vel i þar til það hefur blandast vel saman við brauðið. Ef brauðið er mjög blautt má minnka nokkuð smjörskammtinn. Nýttcelery má oftast fá oröið hérlendis, en sé það ekki fyrir hendi má nota Celery Salt i þess stað, en þá skal sleppa saltinu úr uppskriftinni. Poultry Seasonging má alls ekki vanta i uppákriftina sé um að ræða fyllingu i' kjúkling eöa kalkún. Er þaö ávallt fáanlegt i helstu matvöruverslunum. Fyllingin er siðan bökuð i ofni og má baka hana i venjulegu kökuformi til dæmis jólaköku- formi en best er að setja hana inn i kjúklinginn þvi þá nytur fyliingin safans frá kjötinu og kjötið kryddsins frá fyllingunni. Kjúklingurinn er siöan bakaður i 180 gr. ofni i um það bil 1 1/2 klukkustund. Hann má bera fram með til dæmis hrisgrjón- um, mais soðnum eplum og sveppasósu. Þegar nú kemur aö mér að skora á þann næsta er mér nokkur vaiidi á höndum. Með fullri virðingu fyrir matar- gerðarlist ættingja og vina kem- ur mér aðeins f huga ein manneskja: móöir, min Stasia Jóhannesson, Laugateigi 23. Hún hefur kennt mér flest þaö litla sem ég kann fyrir mér i matargerö og nratreiðir tvi- mælalaust þá bestu rétti sem ég hef fengið á öllum minum ferð- um um heiminn. Það kann aö finnast heldur ófrumlegt aö skora á sjálfa móður sina, en eiga jú lesendur Visis ekki rétt á aðeins hinu besta? heima og I forstjórastólnum f Kópavogi. Innfellda myndin er af Astu upDSkriftlr Verslunarmaðurinn Ásta Bjarnaddttir Uitla innfellda myndin) skoraði á forstjórann Ragnar J. Ragnarsson i siðustu áskorun. Asta taldi sig hafa vissu fyrir þvi að Ragnar væri kokkur góður. Sú vissa Astu er liklega á góðum rökum reist, þvi þessi uppskrift Ragnars af kjúklingum með gömlu visitölu- brauði gefur bragðlaukunum fögur fyrirheit. Matargerðalist- in i fjölskyldu Ragnars J. Ragnarssonar er i hávegum höfð en hæst bera réttir móður hans Stasiu Jóhannesson sem hann beinir áskoruninni til. Næstkomandi þriðjudag verður þvi móðir sem tekur við áskorun sonar síns. —ÞG Brauðfylltir kjúklingar Þegar á mig var skorað að gefa lesendum Visis uppskrift að einhverjum rétti var mér töluverður vandi á höndum, en ég átti enga tilbúna uppskrift til að láta frá mér fara, þar sem ég hef aldrei mælt, hvað þá skrifað hjá mér þá rétti sem ég hef mat- reitt. Við það bættist svo að ég hef sáralitið fengist við matar- gerö á undanfömum árum. Nú voru góð ráð dyr — og það kom i minn hlut að matreiða sunnudagsmatinn. Til að auðvelda sjálfum mér fyrir- höfnina urðu fylltir kjúklingar fyrir valinu og ætla ég að láta fylgja hér uppskrift að fylling- unni sem mér finnst jafn ómiss- andi með kjúklingum og kartöflujafningur er með hangi- kjöti. Brauðfylling er afar auðveld- ur og ódyr réttur, enda uppi- staðan gamalt visitölubrauð en fyllinguna má matreiða á ýms- an hátt, þannig að hún eigi vel við flesta kjöt- og fiskrétti. Ég hef valiö að gefa hér uppskrift að kjúklingafyllingu enda vel við hæfi þar sem kjúklingar eiga nú svo snaran þátt í mataræði okkar Islendinga að sjálfir landsfeðurnir sáu sig tilneydda að gripa f taumana til að forða hefðbundinni kjötframleiðslu okkar frá hættu. Kjúklingafylling 1 franskbrauð, helst nokkurra daga gamalt 2 1/2-3 bollar volgt vatn innmatur kjúklingsins soðinn og saxaður. 1 laukur, saxaður 1 1/2 bolli celery, saxað 1 bolli rúsinur 1/4 tesk. svartur pipar 1 tesk. salt 1 matsk. poultry seasoning 1/2 bolli bráöið smjör 2 egg Uppskrift þessi nægir til að fylla tvo kjúklinga Brauðið er rifið I litla bita (ca. 2 sm.) og sett i skál. Vatninu er siðan bætt smámsaman við brauðið sem er samtimis hnoðað i höndunum þar til blotnað hefur vel i þvi öllu. Vatnsmagnið fer nokkuð eftir þvi hversu þurrt brauðið er en varast skal að bleyta það um of, þar sem smjörið og eggin eiga eftirað bleyta i þvi frekar. Þeg- ar brauðið hefur verið bleytt og hnoðað, skal láta það standa i skálinni helst i nokkrar klukku- stundir, sé þess kostur. Ragnar J. Ragnarsson forstjóri Jöfurs sómir sér jafnvel i eldhúsinu Bjarnadóttur áskoranda siðustu viku. VATRYGGINGAR - NE YTEND AÞ JÖNIIST A ,,Frá þvi að Tryggingaeftirlit rikisins tók til starfa, sem var árið 1974, hefur þessi þjónusta fyrir viðskiptavini verið fyrir hendi, en ekki verið auglýst svo að fáir hafa vitað um þetta”, sagði Guðný Björnsdóttir lög- fræðingur tryggingaeftirlitsins í viðtali við Visi. Hjá Tryggingaeftirliti rilíisins hefur, þau ár sem eftirlitið hefur starfað, verið tekið við kvörtun- um viðskiptavina vátryggingafél- aga, sem til eftirlitsins hafa leitað. Slikar kvartanir geta verið vegna þess, að ágreiningur er um atriði i vátryggingarskil- málum eða viðskiptavinurinn er óánægður með tilboð félags um bætur eða aðra afgreiðslu hjá þvi, til dæmis ef uppgjör bóta dregst of, lengi að hans mati. Upplýs- ingar og ráðleggingar, hafa verið veittar, reynt hefur verið að kanna sannleiksgildi og réttmæti kvartana, og eftir að fengin hafa verið sjónarmið viðskiptavinar- ins og félagsins, reynt að eyða misskilningi og stuðla að sann- gjarnri og eðlilegri lausn. „Þessi starfsemi eftirlitsins felst þannig i ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og milligöngu til að stuðla að sátt- um, en um úrskurðarvald er ekki að ræða”, sagði Guðný enn- fremur. Þessi þjónusta fyrir neytendur mun helst vera i höndum Guðnýjar en hún er lög- fræðingur tryggingaeftirlitsins. Þar sem þjónusta þessihefur lik- lega verið almenningi lítt kunn, hefur verið ákveðið að kynna hana og efla að mun. Verður hún veitt endurgjaldslaust milli klukkan 10 og 12 á miðvikudög- um„ fimmtudögum og föstudög- um á skrifstofu eftirlitsins að Suðurlandsbraut 6. Fólk getur einnig leitað ráðlegginga með bréfaskriftum og símleiðis. Sima- númer Tryggingaeftirlits rikisins eru 85188 og 85176. „Við vonum að fólk hvar sem er á landinu, geti nýtt þessa þjónustu, ef það þarf á að halda” sagði Guðný Björnsdóttir lögfræðingur Tryggingaeftirlits rikisins. —ÞG. spörum RAFORKU spörum RAFORKU 3® ©

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.