Vísir - 20.01.1981, Side 16

Vísir - 20.01.1981, Side 16
lí vtsm Þri^udaguf, 2Q,. ja,njw, 1Q8J. Hættir Guðni að lýsa kðrfubolta? Hættir Guöni aö lýsa körfuknattleik? G.Ó. skrifar 1 útvarpsþættinum daglegt mál hlustaði ég fyrir stuttu á Guðna Kolbeinsson taka þeim tak sem lesa veðurfregnirnar i útvarpið, fyrir framburðarrlýti. Þótti mér pistillinn þarfur og þar ekki borið i bakkafullan lækinn. Upplýsti hann siðan i jiæsta þætti að verðurfregnaþulirnir hefðu óskað eftir tilsögn i framsögn en ekki fengið. Gat Guðni sér til um að fátækt Rikisútvarpsins væri um aðkenna. En þegar Guðni fann að við veðurfregnaþulina, fór hann þá ekki yfir lækinn til að sækja vatnið? Littu þér nær Guðni, taktu fyrst til bæna þánn sem klæmist hvað mest á islenskunni og hefur atvinnu af að tala i sjón- varp, — sessunaut þinn og starfs- bróður Bjarna Felixson um- sjónarmann iþróttaþátta. Guðni þarf ekki einu sinni útvarpið til að messa yfir honum, gæti sagt Bjarna til syndanna t.d. eftir aukavinnu. Það er hald manna að mállýti Bjarna sé svo magnað að telja megi hann málhaltan ef ekki draghaltan á tungunni. Til stuðnings þessari skoðun vil ég taka dæmi um framburð sem Bjarni viðhefur i nær hverjum þætti. A Mel-vellinum kepptu Ak-nes- ingar og Kebl-vikingar i kna- spyrnu og lauk leiknum með ja-tefli þrú þrú. 1 há-leik var keppt i átt-hund-metra hlaupi. Flest er fátækum fullgott fyrst svona framburöur er látinn við- gangast hjá starfmönnum sjón- varpsins, þeim er fram koma fyrir alþjóð i skjóli blarfkheita. Peningar eru vist engvir svo greiða megi fyrir talkennslu, hvorki fyrir Bjarna né veður- fregnaþulina. Það nema börn sem i bæ er titt. Ungt fólk horfir liklegast einna mest á iþrótta- þættina af öllu efni sjónvarpsins. Vonandi vita stjórnendur rikisút- varpsins hver ábyrgð þeirra er. Veldur hver á heldur. Að lokum fyrirspurn til Guðna Kolbeins- sonar honum til skapraunar. Nýverið kom Guðni fram i sjón- varpinu og lýsti landsleik i körfu- knattleik á milli Islendinga og Frakka. Gat hann þess þá að einn islensku leikmannanna hefði það sér til ágætis að misnota ekki vitaköst sin. Hvernig fara körfu- knattleiksmenn að þegar þeir misnota vitaköst sin Guðni? Taka þeir ef til vill viðbótarskot þegar dómara sjá ekki til? Var þessi leikmaður svona óvenju grand- var að ástæða þótti til aö geta þess sérstaklega að hann væri, sko, ekki einn af þeim sem misnotaði vítaköstin? Það er eins og mig minni að Guðni hafi opin- berlega skammast einhverntima yfir þessu bulli iþróttafrétta- ritara. Það sem helst hann varast vann varð að koma yfir hann. Og nú hættir Guðni liklegast að lýsa körfuknattleik i sjónvarpinu, eða hvað? R-BILAR GETA LIKA VERHK HÆTTULEGIR Sesselía hringdi: Sem eigandi G-bils þá langar mig að koma á framfæri smá at- hugasemd vegna greinar i Visi, þar sem mér fannst hallað veru- lega á okkur G-bilaeigendur. Ég er búin að vera I nokkur ár með G-númer og siðan ég fékk það hef ég tvivegis orðið fyrir óhappi af völdum R-bils. 1 bæði skiptin var það þannig að ég var i 100% rétti þannig aö það sýnir hvor svinar á hinn. Það eru ekki bara við sem brjótum umferðarlögin sem best sést á þvi að ekki hafa aðrir valdið mér skaða en menn á R- bilum. Ég keyröi lengi á R-núm- eri sjálf og þá var ég vör við það að fólk í Reykjavik svinaði gjarnan á utanbæjarbilum. Sem dæmi um þaö get ég nefnt að við hjónin vorum með bil með utan- bæjarnúmeri einn vetur og það var segin saga að þó að sömu bil- stjórarnir keyröu þann bil þá urð- um viö fyrir miklum óþægindum af ökumönnum R-bila. Seljum togara og kaupum snelðmyndatæki Ása i Garðabæ hringdi: Ég var að lesa um það i blöð- unum að ákveðið hefði verið aö kaupa ekki sneiðmyndatæki fyrir Borgarspitalann aö svo komnu máli. Mig langar að koma þvi á fram- færi við Islendinga svona almennt hvort ekki sé timi til þess kominn að viö hefjum peningasafnanir meðokkar eigin hagsmuni i huga. Við erum sifellt að safna pening um til að senda fólki út i heimi I löndum þar sem megnið af þjóðartekjunum fer i hervæðingu á sama tíma og fólkið sveltur. Ég hef eina góöa hugmynd. Hvernig væri aö selja einn af þessum togurum okkar sem eng- inn grundvöllur er fyrir aö reka og kaupa þetta tæki fyrir spital- ann sem nauðsyn er aö fá?. Ef hver og einn gæfi 100 krónur sem mér finnst ekki of mikiö þá yrðu ekki vandræði að kaupa þetta tæki. Það er skömm fyrir þjöðina að geta ekki keypt tækið. Frá afmælisveislu (Jtvarpsins f Þjóðleikhúsinu. sporum RAFORKU HID mlkla afmæii útvarpslns óprjótandl velslutilefni Guðm. Guðmundsson Flyðrugranda 4, skrifar: Undanfarnar vikur hefur alþjóð orðið vitni að hinum furöulegustu fyrirbærum i sambandi við af- mæli nokkurt, sem auðsjáanlega hefur ekki átt að fara framhjá landslýð. Hér er auðvitað átt við afmæli Rikisútvarpsins, — sem rétt er að viðurkenna, að hefur ýmislegt gott gert. En dag eftir dag, viku eftir viku, hefur útvarp- ið (stundum sjónvarpið lika), verið undirlagt af efni varðandi hið mikla afmæli. Auk þess hefur drjúgu verið potaö inn i aðra fjöl- miðla, þ.e. dagblöðin. Hérlendis hefur verið talað um fyrsta og annan i jólum, fyrsta og annan i páskum, og fyrsta og ann- an i hvitasunnu. Stundum einnig um þriðja i jólum. Kunnur gleði- maður hér i borg átti nýlega af- mæli, og töluðu vinir hans mjög um, hversu rösklega væri að afmælisveislunni staðið, en hún stóð i þrjá sólarhringa. Varð gest- um tiðrætt eftirá um fyrsta i afmæli, annan i afmæli og þriðja i afmæli. En hjá útvarpinu verður, ef svo heldur fram sem horfir, liklega talað um fimmtugasta i afmæli? En þaö er meira blóð i kúnni: Siðla á þessu ári, 1981, verður fimmtán ára afmæli sjónvarps- ins. Þá verður nú mikið um dýrð- ir, ef að likum lætur. Einhverjir þar á bæ hafa þó „talið það trygg- ara, að taka forskot á sæluna”, þvi að fyrir skömmu birtust i dag- blöðum myndir af fyrrverandi og núverandi sjónvarpsmönnum, með glös ihöndum. Þar var verið að minnast þess, að fimmtán ár voru liðin frá þvi að undirbúning- ur að sjónvarpi hófst. Töldu menn liklegt, að i umgetnum glösum væri brjóstbirta af einhverju tagi. Enn er þess að geta, að helst er svo að skilja, að verið sé að reyna að koma þvi inn hjá almenningi, ef slikt skyldi hafa farið fram hjá fólkinu i landinu, að hjá þessum stofnunum hafi alla tið unnið slik- ir snillingar til orðs og æðis, stils og stefja, tals og tóna, að þeirra jafningjar muni vart finnast hér á jörðu, — og þótt viðar væri leitað? Hitt er annað mál, að landslýður- inn hefur ekki alltaf komið auga á snilld þessara snillinga. En hér eftir verða augu fólks og eyru væntanlega betur opin. Menn sem komnir eru á minn aldur, munu margir hverjir minnast afmæla ýmissa annarra stofnana, sem eiga að baki engu ómerkari sögu en útvarpið, með fullri virðingu fyrir þvi sem sliku, Hér mætti t.a.m. nefna hundrað ára afmæli Menntaskólans i Reykjavik og fimmtiu ára afmæli Háskóla íslands. Forráðamenn beggja minntust afmæla sinna stofnana, en á yfirlætislausan og hógværan hátt. En við veislulok hjá útvarpinu, verður okkur, skattgreiðendum i landinu, á að hugsa sem svo: Eitthvað hefur þetta nú kostað. Og þá er komið að kjarna máls- ins. Forráðamenn umræddrar stofnunar hafa árum saman kveinað út af fjárskorti. Ég segi nú fyrir mig, að næst þegar ég heyri þær grátraddir, mun ég ekki taka slika kveinstafi alvar- lega.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.