Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 20. janúar 1981. vtsm Mótmæiaaðgerðir í Hagaskóla: Krakkarnlr - En skólasllórinn segir að vilja „pæla P9 99 Pæiú ið l" sé of stór skammtur Þessi unga stúlka lagði áhersiu á mótmæli sln með kröfuspjaldi „Stjóri! — stjóri! — stjóri! .... Krakkarnir I Hagaskóla i Reykjavik gengust fyrir mikl- um mótmælaaðgerðum i skóla sinum i gærmorgun og settust að á ganginum fyrir framan skrifstofu skólastjórans. Þar var þröngt setið og mikið hróp- að og hæst báru hrópin er kallað var á „stjórann”, þ.e. skóla- stjórann Björn Jónsson. „Okkar skoðun er sú að krakkarnir i 7. bekk séu ekki of ungir til þess að sjá leikritið „Pæld’iði”, sagði Skúli Skúla- son úr 9. bekk, en tilefni mót- mælanna i' Hagaskólanum var einmitt það að skólastjórinn Björn Jónsson hafði ákveðið að krakkar i 7. bekk skyldu ekki fá að fara á skólasýningu á leikrit- inu ásamt krökkum úr 8. og 9. bekk. „Hann segir að I leikritinu sé Skólastjórinn Björn Jónsson segir leikritið ,,of stóran skammt” fyrir krakka I 7. bekk. Það var þröngtsetið á ganginum fyrir framan skrifstofu skólastjórans of mikill skammtur af kynlifs- fræðslu fyrir krakka i 7. bekk” sagði Skúli. „Þessu viljum við mótmæla harðlega og það standa allir bekkir að þessum mótmælum”. „Gott leikrit” „Það sem hér er að gerast er aðkrakkarniri 9. bekk hafa tek- ið 7. bekkinga upp á sina arma, en það gerist ekki oft” sagði Björn Jónsson skólastjóri. „Við sáum þetta leikrit ég, formaður foreldrafélagsins og hjúkrunar- fræðingur skólans og okkar álit er aðþetta sé ljómandi gott leik- rit fyrir 9. bekk, ágætt fyrir 8. bekk, en of stór skammtur fyrir 7. bekk”. — Mótmæla krakkarnir oft á- kvörðun skólastjóra á þann hátt sem nú er gert á göngunum hér? „Nei ekki er það nú, mig minnir að þetta sé i þriðja skipt- ið sem það á sér stað. Það áttu sér einu sinni stað mikil og kröftug mótmæli hér þegar á- kveðið var að hætta að hafa hljómsveitir á skólaböllunum, hverju var mótmælt i hitt skipt- en þvi var hætt sökum þess að ið”. þá safnaðist hingað mikið af — Þegar við yfirgáfum Haga- utanaðkomandi krökkum og má skólann sátu krakkarnir sem segja að skólalóðin hafi þá verið fastast á göngum skólans og sem minniháttar Hallærisplan kyrjuðu i kór: stjóri! — stjóri! með tilheyrandi áfengisvanda- — stjóri............ máli. Ég man ekki i svipinn gk-. Skúli Skúlason: „Allur skólinn stendur aö þessum mótmælum". J Boðunardagar nýrra líma Leikariog leikhússtjóri. Þessi starfsheiti sameina með vissum hætti elstu lýðræðisþjóð heims og þá yngstu og öflugustu — island og Bandarikin. i dag tek- ur við forsetastörfum i Banda- rikjunum gamall kvikmynda- leikari, sem var um árabil rikis- stjóri landsins, þar sem glóand- inið grær, eins og sagt var á öðr- um tíma og af öðru tilefni. Ron- ald Reagan mun hafa verið leik- ari I meðallagi, en hann er stjórnmálamaður af fyrsta klassa. Það sýndi hann sem rikisstjóri i Kaliforniu og sem frambjóðandi við forsetakjör að þessu sinni. Kannski er einn höfuðkostur hans að hann kann að láta aðra vinna i stað þess að sökkva sér persónulega i fjölrit- unarolíubaðið, sem fylgir á- byrgðarstöðum nú til dags. Ronald Reagan er maður sem tekur ákvarðanir samkvæmt minnisnótum samstarfsmanna i stað þess að naga á sér neglurn- ar út af atriðum, sem hann hefur hvorki þekkingu á eða tima til að velta fyrir sér. Það er jafnvel talað um að hann ætli að leyfa sér að hætta störfum klukkan fimm á daginn, sem hefur raunar verið óheyrt sið- ustu áratugi. Á liðnu sumri kusu islendingar leikhússtjóra fyrir forseta. Vigdis Finnbogadóttir stjórnaði litlu leikhúsi við Tjörnina og fórst það vel úr hendi. Þótt ólfku sé saman að jafna hvað þýðingu forsetaem- ■ bætta snertir, er það merkilegt timanna tákn, að tvær valda- mestu manneskjur vinaþjóða skulu sprottnar upp úr jarðvegi leiklistar. Þetta er ekki sagt hér til að gera litið úr lífsreynslu viðkomandi, miklu fremur til að benda á, að margt getur verið likt með lýðræðisþjóðum, þar sem einstaklingnum er gefið sjálfsagt tækifæri til áhrifa. Að þvi leyti stöndum við islendingar okkur ágætlega, og hin gamla þjóðsaga Banda- rikjamanna um hinn almenna mann i forsetastóli hefur ræst nokkrum sinnum. Ekki veit Svarthöfði hvort Vigdis Finn- bogadóttir kýs að senda Ronald Reagan leikhúskveðjur, en hún hefur svo sannarlega tækifæri til þess, til sæmdar fyrir báða forsétana. Mismunandi stjórnarhættir valda þvi að islenski forsetinn hefur fyrst og fremst með að gera stjórnarmyndanir. Banda- riski forsetinn er aftur á móti oddviti ríkisstjórnarinnar. Margsinnis hefur þvi verið haldið fram, að hin bandariska aðferð væri virkari þáttur i lýð- ræðisskipulagi en þingbundin rikisstjórn. Við skulum lofa þjóðunum að hafa sitt i þessum efnum. Okkur tslendingum er þingið kært og bæði af söguleg- um ástæðum og praktiskum viljum við ekki breyta til. Elsta þing I heimi veröur ekki skert þótt annað sýnist hagkvæmara i augnablikinu. Með tilkomu Ronalds Reagan i forsetastói verða þáttaskil i stjórnmálum Bandarikjanna. Kosningasigur hans og stefnu- mörkun benda til þess, að eftir áfall vegna Watergate-málsins séu Bandaríkjamenn að ná sér á strik og byrjaðir að hegða sér aftur eins og menn i stjórnmál- um. Strið þingsins við forseta- embættið var orðiö bæði langt og strangt. Eilifar yfirheyrslur i opinberum nefndum, þar sem jafnvel var þrefað um hver hefði drepiö mann og hver heföi ekki drepið mann, og hvaða rikisstjórnum hafði verið velt, eyðilögðu meira fyrir Banda- rikjamönnum en þeir unnu á heima fyrir i þvi sálarstriöi þjóðarinnar, sem fylgdi þvi að þurfa aö ábyrgjast og hafa for- ystu um frelsi manna i heimin- um. Engin heiðarleg þjóð þolir slikt álag án áfalla. Við skulum vona að áfallatimanum sé lokiö með forsetastarfi Jimmy Carters. Lýðræðissinnar um allan heim munu horfa vongóðir fram til forsetatíðar Ronalds Rea- gans. Hann mun fá sina hundrað eða þúsund daga án gagnrýni heimafyrir. í Vestur-Evrópu og austantjalds er gagnrýni þessi þegar hafin. Hún er eðlileg. Þar standa öfl á bak við sem vilja hafa rikisstjórnir Bandarikj- anna lamaðar af skelfingu timabilin út. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.