Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 4
4 MiOvikuclagur 28. janúar 1981 Aðalmanntal 1981 Til starfsmanna við manntal. Starfsmenn við manntal 1981 i þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eru beönir að mæta til starfa i hverfamiðstöðum ikvöldkt. 18. Sveitarstjórnirnar. Aðalmanntal 1981 Mannta/seyðublöðum verður dreift i kvöld til ibúa i þéttbýli á höfuðborgarsvæði og á Akureyri. Fó/k er beðið að kynna sér eyðublöðin ve/, en láta útfyllingu þeirra biða ti/ he/garinnar, vegna sjón varpsþá ttar á föstudag og laugardag. Sveitarstjórnirnar. 1X2-1X 2-1X2 21. leikvika — leikir 24. janúar 1981. Vinningsröð: XI1 — Xll — 112 — XIX 1. vinningur/ 12 réttir — kr. 69.415. 6711 2. vinningur: 11 réttir kr. 3.305. 3827 10390 12810 35959(2/11)+ 3839 12162 25526 + 41003 Kærufrestur er til 16. febrúar kl. 2 á há- degi. Kærur skulu vera skriflegar. Kæru- eyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn ög , fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir lok, kærufrests. GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni Reykjavík Kennslugreinar, sem hefjast í fyrstu viku febrúarmánaðar: ITALSKA — SPÆNSKA flokkar 1 til 6 einnig ! byrjendaf lokkar. FORMSKRIFT/ VÉLRITUN, JARÐFRÆÐI, Enska fyrir þá, sem fyrst og fremst vilja læra að SKRIFA ENSKU, en hafa nokkra kunnáttu i að lesa og tala málið. Upplýsingar í símum: 12992 og 14106. vism Ífurstaiegu yflrlætí i Tait Khaled konungur Saudi-Arabiu sparaði ekkert til að ráðstefna leiðtoga múhammeðstrúarrikja, sem haldin var um siðustu helgi i bænum Taif (um 80 km frá Mekka), mætti takast sem best. Heyrðist, að Saudi Arabia hefði kostað til um tólf milljörðum nýkróna fyrir aðeins tveggja daga ráðstefnu. Megnið af fjárfestingunni verður þá nýtanlegt aftur. Miðdepill þessa tilstands var ráðstefnumiðstöðin sem er stærri en aðalstöðvar Sameinuðu þjóð- anna i New York, og er sögð sú stærsta og iburðarmesta, sem byggð hefur verið i heiminum. Umhverfis hana hafa verið reist- ar 42 hallir fyrir furstana og aðra þjóðhöfðingja allra islamskra rikja heims. Þar fyrir utan var svo byggð heil keðja hótela til aö hýsa ráðherrana og sendinefnd- irnar, sem vikuna lyrir leiðtoga- ráðstefnuna, funduðu i Ryad. Og loks lúxusgistihús fyrir aðkom- andi fréttamenn. Bærinn Taií er fáheyrt nafn og það er eiginlega naumast fyrr en nú við þessa ráðstefnu, sem það kemst á landabréí. Til þess þurfti að leggja þangað nýja vegi og gera flughöfn, og koma bænum i samband við fjarskiptahnetti, svo 'að unnt væri að halda þaöan simasambandi við umheiminn. Hinir arabisku furstar eru þæg- indum vanir og ekki á færi kot- unga að taka á móti þeim til gist- ingar og veita þeim, eins og þeir eiga að venjast. Konungur Saudi Arabiu lagði hverjum og einum til Mercedes-Bens, lúxusvagna, og þeir sem ekki komu á eigin einka* þotu, fengu til ráðstöfunar sér- stakar lúxusþotur konungs, sem flaug þeim frá Mekka til Taif, en þær lét konungur útvega sérstak- lega i þessu tilefni. Setning ráðstefnunnar l'ór lram i moskunni miklu i Mekka. Voru mættir aðeins 37 þjóðarleiðtogar, en iöng var bilalestin samt frá Taif til Moskunnar og þó gætt þess að raða bilum leiðtoganna eftir þvi, hverjir heföu setið lengst að völdum. En það hefði mátt verja marg- földu þessu fjármagni, án þess að menn gætu vænt sér ýkja mikils árangurs af ráðstelnunni. Óein- ingin hefur sjaldan verið meiri meðal Islama, sérstaklega þá arabalandanna. Egyptaland, mannflesta múhammeðstrúar- rikið, var útilokað vegna aðildar — sinnar að Camp David-samn- ingunum við erkifjendurna i tsrael. lranog Irak eiga i striði og íran tók ekki þátt i ráðsteínunni vegna nærveru erkióvinarins, Husseins Iraksíorseta. Sýrland og Suður-Jemen, sem bæði standa i vináttusambandi við Sovétrikin, styðja lran i striðinu, en Saudi Arabia og hin arabarfkin styðja trak, og þó ekki eins heilshugar. Að auki er frændsemi Sýrlend- inga og Suður-Jemena við meiri hluta islama ekki of góð um þess- ar mundir vegna innrásar vina þeirra, Sovétmanna, ínn i Afghanistan. Libýa á i úi inn i við Saudi Arabiu og raunar fleiri múhammeðstrúarlönd, og hélt sig fjarri ráðstefnunni i Taif. Alsir og Marokkó sitja á sárshöfði vegna Vestur-Sahara. En um eitt geta allir þessir striðandi aðilar þó alltal veriö sammála, og það er óvildin i garð israelsmanna og kröfuna um að þeir skili Falestinuaröbum hernumdu svæðunum. 1 lok ráðstefnunnar skoraði Faha Ibn Abdulaziz, krónprins Saudi Arabíu, á hina nýju rikis- stjórn Reagans Bandarikjafor- seta, að breyta stefnu sinni i mál- efnum austurlanda nær og leita að viðunandi lausn deilu mála þar. Sakaöi hann Bandarikin um að styðja Israela i hernámi þeirra. í leiðinni og i óþökk Sýrlands og Suður-Jemen sakaði krónprinsinn Sovétrikin um árásarhneigð og yfirgangsstefnu og skoraði á Sovétstjórnina að kalla heim her- lið sitt frá Afghanistan. Einn ræðumanna ráðstefnunn- ar var ekki múhameðstrúar, enda sérstakur gestur hennar, og það var Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Skoraði hann á hin islömsku riki að styðja frum- kvæði S.Þ. við lausn deilunnar milli trans og traks. I ráðstefnulok urðu menn ásátt- ir um að halda næsta fund utan- rikisráðherra sinna i Baghdad i mai. Um leið var samþykkt sú breyting á ráðstefnuhaldi ICO, eins og enskir skammstafa sam- tök múhammeðstrúarrikja, á þann veg, að ráðstefnurnar verði hér eftir á þriggja ára íresti. Sú fyrsta var haldin i Rabat i Marokkó 1969, en önnur i Lahore i Pakistan 1975. Gömui eyði- merkurrotta Peter O’Toole var hér fyrr á ár- um oft nefndur til Óskarsverö- launa, sem aldrei varö þd af, en margra átti hann samt leiksigr- ana að baki, áður en skyndilega varð hljótt um hann. Menn minn- ast hans t.d. úr myndinni ,,Ara- bíu-Lawrence". Eftir nokkurra ára deyfö fer hann nii aftur mcö stórt hlutverk og að þcssu sinni í sjónvarpsþátt- um, sem gcröir veröa um hið sögufræga fjallavirki „Massada” I ísrael. Um þaö eiga Israels- menn mikla hetjusögn frá upp- reisn sinni gegn Rómarveldi á sinum tima. „Þaö var einmitt hlutverk fyrir mig”, sagði O’Toole. „Eg er jú gömul eyöimerkurrotta". Saxast á borgar- skærullðana Vcstur þýska lögreglan hefur ...... % ....... ' loks haft hendur I hári Peter- Jurgen Boock, hryöjuverka- manni, sem grunaður er um hlut- deild i mannránum og morðum borgarskæruliöa 1977. Hans var leitað vegna ránsins og morösins á leiðtoga atvinnu- rekcnda. Uanns-Martin Schleyer, og morðsins á bankastjoranum Jurgcn Ponto. Boock var handtekinn I Ham- borg, þar sem lögreglunni hafði verið vlsað til hans. Leyndist hann þar undir fölsku nafni og með falskt vegabréf. Fékk hann engum vörnum við komið. Hann hefur einu sinni veriö handtekinn áöur, en þaö var I Jdgóslavíu, þar sem yfirvöld neituöu aöframselja hann og þrjá aðra grunaöa borgarskæruliða. V-þýska lögreglan hefur legiö undir nokkru ámæli vegna þess að enn ganga lausir nokkrir hryöjuverkamenn, sem fylgdu i slóð Baader-Meinhof giæpa- flokksins. Ein þeirra, Julianne Plambeck, fórst þó i bilslysi i júli i fyrra nærri Stuttgart. konurnar Hinn ihaldssami Barry Gold- water, ö Idu ngadeild ar þing - maður, lét nýlega eftir sér hafa, að gjarnan vildi hann fleiri konur til embætta hjá þvi opin- bera. — Er þá hinn 72 ára gamli stjórnmálajálkur aö slást I fylgd með frjálslyndum I kvennajafn- réttisbaráttunni? Ekki beinlinis það, en.kon- urnar þekkja af reynslunni, að það tjóar ekki aö eyða fleiri peningum, en fyrirvinnan aflar”, segir Goldwater.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.