Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 28. janúar 1981 VÍSIR Aurskriða á gripahús: 12 gripir drápust Snjóskriða féll á gripahús i Borgarfirði um klukkan 21.30 á mánudagskvöldið. Tók hún með sér hluta fjóssins að Lundi i Lundareykjadal ásamt hlöðu og hesthúsi sem var við gafl hlöð- - Mikið lión á húsum unnar. 9 mjólkurkýr drápust er skriðan féll á fjósið en 4 kýr héldu velli. Einnig drápust tvö tryppi sem voru inni i hesthús- inu. Utan húsa og gripa varð tjón ekki ýkja mikið, þar sem skriðan féll ekki langt og engin tæki eyðilögðust. Ljóst er að tjón bóndans Þor- björns Gislasonar er mikið, en hann býr að Lundi ásamt for- eldrum sinum. — AS ■ I Byggingarlóðin séð frá suð-vestri. Pálsbær til vinstri og Mýrarhúsaskóli til hægri. Göð g|öf lil Seltjarnarnessainaðar SVSTKIN UNDIR Eigendur Pálsbæjarlands á Seltjarnarnesi, systkinin Guðlaug Sigurðardóttir, Pálsbæ, Pétur Sigurðsson forstjóri, Hróífsskála og Ólafur Sigurðsson, búsettur i Sviþjóð, hafa afhent sóknarnefnd að gjöf lóð undir kirkju austantil i Valhúsahæð. Gjöfin var afhent i Pálsbæ, æskuheimili þeirra systkinanna miðvikudaginn 21. janúar 1981. Sóknarnefnd telur gjöf þessa ómentanlegt framlag til samein- GAFU LOÐ KIRKJU ingar i safnaðarstarfinu og bera vott um stórhug og höfðingsskap frumbyggja Seltjarnarness og niðja þeirra. Undanfarin sex ár hefur sóknarnefnd undirbúið kirkju- byggingu, en ekki getað hafist handa fyrr en nú þar sem staðið hefur á afgreiðslu lóðar frá bæjaryfirvöldum. Verður gjöfin seint fullþökkuð, þvi með henni er rudd brautin fyrir söfnuðinn til að hefjast handa um bygginguna. Löngu uppfuiit njá Gimli hf. Eins og frá var skýrt i Visi i gær, hefur nýtt byggingafélag, Gimli hf. fengið úthlutað 50 ibúðum i nýja miöbænum. Haft var eftir Gyðu Jónsdóttur einum stjórnarmanna að enn væri möguleiki fyrir fólk að fá ibúðir hjá félaginu, en þar sem dregist hafði um nokkra daga að birta fréttina, reyndust öll sæti fullskipuð er fréttin birt- ist. Auglýsið I Visi Sýnd k/. 5 og 9. „Mynd Bertoluccis, Luna, býr yfir dásamlegu og einstæðu tilfinningaauögi. Jill Clayburgh hefur aldrei verið eins áhrifarík ... tælandi, samúöarfull og þvingandi... Jack Kroll, Newsweek. „Ljómandi og hömlulaus ferö fram á ystu nöf mannlegs hátternis. Myndir Luna eru svo seiðmagn- aðar, ástleitnar og fagurtega teknar. Bertolucci tælir okkur með þróttmikiili myndtækni sinni. Bæði mynd og stjarna, Jill Clayburgh, eru fullkomin.“ Frank Rich, Time. „Jill Clayburgh er einstæð — þetta er glæsileg, margslungin túlkun." Vincent Canby, New York Times. • Þú tekur upp tólid og hringir t síma 86611 (opið til kl. 22) • Þú gerist Vísisáskrifandi • Þú biður afgreiðslu Vísis að fylla út getraunaseðilinn • Fulltrúi borgarfógeta dregur þinn seðií út (ef heppnin er með) • Þú ekur á brott í nýjum gulllituðum Colt AUir Vtsisáskrifendur eiga kost á Coltmum (Itka þeir, sem koma á seinustu stundu) Þannig gæti Coltinn unnist

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.