Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 16
16
MiOvikudagur 28. janúar 1981
^ytsm
lesendur hafa oiöiö
Pétur, beindu
krðftunum til
sjómanna
Sverrir Leósson, Akur-
eyri hringdi:
Ég verð að láta i ljós undrun
mina yfir að Pétur Sigurðsson
(Pétur sailor) skuli eyða dýrmæt-
um tima Alþingis utan dagskrár i
sameinuðu þingi til að ræða um
vörugjald á gosdrykkjum á i'yrsta
degi þings á nyju ári. Ég hélt að
sjálfstæðismenn vildu frekar af-
létta beinum sköttum og inn-
heimta skatta á óbeinan hátt...
Þeirsem viljakaupa gosdrykkina
á þessu verðigeraþað.aðrir ekki.
(Ég dreg þó i efa að um mikinn
samdrátt verðiaðræða). Éghefði
haldið að Pétur Sigurðsson skyldi
frekar hafa fundið sig knúinn til
að gagnrýna það í sameinuðu
þingi, að sjávarútvegsráðherra
yfirgefi landið enn á ný á sama
tima og fiskverð liggur ekki fyrir
(27. janúar), samningar eru laus-
ir við sjómenn og sjö hundruð sjó-
menná loðnuveiðiflotanum biða i
óvissu um hvað sé framundan
fyrir þá sjálfa og fjölskyldur
þeirra.
Nei, Pétur Sigurðsson, beindu
nú frekar kröftum þinum að þess-
um málum næstu daga, þau eru
margfalt mikiivægari en vöru-
gjald á gosdrykkjum ( sem eru
óhollir i þokkabót).
PétuV Sigurðsson alþingismaöur.
„ENN ER FELAGS-
VISINDADEILD KOMIN
A STÚFANA”
Guðmundur Guðmunds-
son, Flyðrugranda
skrifar:
Fyrir nokkrum árum tók svo-
köllub „félagsvisindadeild” Há-
skóla Islands að sér að sjá um
hlustendakönnun fyrir Rikisút-
varpið. Hafði ólafur Ragnar
Grimsson umsjón meö þessari
könnun, gegn sérstakri greiðslu,
að þvi er útvarpið hefur upplýst,
en annars átti verk þetta aö vera
unniö sem liður i námi og kennslu
i fyrrnefndri deild.
Hringið
í sima 86611
milli
Kl. 16-12
eða skrifið
til síðunnar
Ot af könnun þessari urðu siðar
mikil blaðaskrif. Þeim skrifum
olli einkum tvennt: 1 fyrsta lagi
einkum málfariö á skýrslu um
könnun þessa. Dæmi: „Hvaö
ensku knattspyrnuna snertir sker
hlustunin sig úr, hún er heldur
hærri en alltaf og oft til samans”,
(???). 1 annan staö segir og um
skýrsluna i ritdómi, að þótt allar
málvillur og ambögur skýrslunn-
ar væru leiðréttar, væri hún samt
illa skrifuö, illa skipulögð, óskýr
og orðmörg, og aö niöurstöður
hennar renni allar saman i graut.
Skýrsla þessi kom út i þremur
fjölrituöum heftum, og voru tvö
seinni bindin ekki annað en tölvu-
útskriftir. Hér er rétt aö staldra
ögn viö og minna á, að flokks-
bræöur ólafs Ragnars hafa
stundum ekki verið hrifnir af þvi
að setja upplýsingar um fólk og
skoöanir þess i tölvur, og hafa
fordæmt mjög notkun slikra
„vitisvéla”. Rétt er að menn hafi
I huga, aö aðalráðamenn I félags-
visindadeildinni hafa að sögn ver-
ið þeir Ólafur Ragnar, fyrrnefnd-
ur og flokksbróðir hans, Þorbjörn
Broddason.
Þvi er á þetta minnt hér, að enn
er hin svokallaöa félagsvisinda-
deild komin á stúfana. Og þótt
merkilegt sé, er hún að þessu
„Ráðherrarnir sjálfir voru ekki eins hugrakkir þegar fólkið kom niður I Stjórnarráö I stórum hópum..”
Hugrakkir launbegar
og hræddir ráðherrar
Nokkrir launþegar
skrifa.
Það voru hugrakkir ungir menn
og konur, úr hópi launþega, sem
gengu á fund rikisstjórnarinnar i
stjórnarráðshúsinu við Lækjar-
torg og mótmæltu gosdrykkja-
skattinum, sem frægur er orðinn
að endemum. Skattlagning írá
fjármálaráðherra, sem sendi
fjölda fólks atvinnulaust út á göt-
una.
—Ráðherrarnir sjálíir voru
ekki eins hugrakkir þegar fólkiö
kom niður i Stjórnarráðið i stór-
um hóp með fjölda áhorfenda.
Þeir læddust nefnilega i burtu,
rétt áður.
Þarna var okkur íslendingum
veitt timabær áminning um að
hrista af okkur slenið. Vöknum til
lifsins og sýnum þessum stjórn-
völdum að við munum ekki láta
meðhöndla okkur eins og þræla.
Gefum þessum stjórnvöldum að-
hald þegar þau ráðast á atvinnu
sinni í félagi við Hagstofu Islands.
Hagstofan er aftur sögð heyra
beint undir forsætisráðuneytið. —
Og nú verða varla maðkar i mys-
unni, að þvi er tölvunotkunina
varðar, þvi að yfirlýst er, aö
efnisinnihald fyrirhugaðra mann-
talsskýrslna eigi að „tölvukeyra”
á næstu þremur árum. Látiö er i
það skina, að mönnum sé skyltaö
svara allri spurningasúpunni i
hinu væntanlega manntali. — Að
viölagðri aöför að lögum, eða
hvað? Ef til vill ætla hinir mörgu
löglærðu menn i rikisstjórninni aö
sýna i þvi máli meiri rögg en i
hinu alkunna eftirliti meö réttvis-
inni og valdstjórninni aö Króki
við Sauðá?
okkar og fjölskylduöryggi.
Við metum framtakið á föstu-
daginn. Sýnum i verki samstöðu
okkar með launafólkinu i gos-
R.G.M. skrifar:
Undanfarin ár hefur mikið ver-
ið rætt og ritað um hiö mikla
forðabúr orku sem viö landsmenn
eigum i fallvötnunum. Skýrslur
hafa verið unnar til þess að meta
orku þess og orkuþörfin hefur
verið áætluð fram i timann. Ekki
veit ég hvort menn gera ráð fyrir
vatnsskorti á hálendinu i þessum
skýrslum.eða ýmsum töfum sem
hljóta að verða við okkar veður-
skilyrði, en hitt er vist að of mikið
hefur verið rætt og ritað um
þetta, miðað við framkvæmdir.
Undanfarin ár, hefur legið ljóst
fyrir að við verðum að gera stór-
átak i virkjun fallvatnanna, ef
þau eiga að nýtast okkur, hvort
sem um er að ræða stóriðju, inn-
lenda eða erlenda, eða annars-
konar iðnrekstur. Ennþá er
ekkert að gert nema fjölga nefnd-
um og ræða um vandann án þess
að vinna að lausninni. Stefna iðn-
aðarráðherra virðist vera sú að
hleypa erlendum aðilum ekki að,
það er að þeir eignist ekki hlut-
drykkjaiðnaðinum og látum sjá i
verki, áð við viljum ckki láta
pólitikusa framlciða atvinnu-
leysi. — Út með tílskattinn.
deild i stóriðju hér á landi, þótt
vitað sé að slíkir aðilar ráða hin-
um erlendu mörkuðum, ef við á
annað borð færúm út i sjálfstæðan
iðjurekstur, Einnig er það ljóst að
hið gifurlega f jármagn sem þarf i
slikan rekstur fæst ekki frá
Islendingum og þvi situr allt fast
á meðan iðnaðarráðherra hefur
þess afstöðu. Kaupmáttur fer
þverrandi og nefndirnar halda
áfram að framleiða setningar á
pappir, sem siðan fara væntan-
lega i endurskoðun eftir nokkur
ár.
Er ekki kominn timi til þess að
aðhafast eitthvað i þessum efn-
um, er ekki timi til þess að láta
hendur standa fram úf ermum,
áður en það verður um seinan?
Þá verður ekki spurt um hvort við
viljum fá erlenda aðila hingað,
þegar við stöndum gjaldþrota
gagnvart öllum þeim erlendu
lánastofnunum sem við höfum
þurft að leita til, svo við gætum
haldið áfram blekkingariðjunni,
að telja okkur meðal velferðar-
rikja á uppleið.
Ennþá er ekkert gert nema fjtílga nefndum og ræða um vandann án
þess að vinna að lausninni segir bréfritari.
Framkvæmdir í
stað nefnda á
nefndir ofan