Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 17
Miövikudagur 28. jániiár 1981 VÍSIR Gömlu brýrnar viöósa Eyjafjaröarár eru orönar lasburöa og mjög er nú tii umræöu aö leggja nýjan veg yfir Leirurnar. Þessar framkvæmdir breyttu þó engu um hagkvæmni þess aö byggja brú viö Hrafnagil verður Eyjafjarðará brúuð við Hrafnagil? - Yrðl miklð ðryggisatriði fyrir Hitaveitu Akureyrar „Við höfum bent á að þarna fari saman tvö opinber verk- efni, en til þess að vegar- og brúargerðin yfir Eyjafjarðará hjá Hrafnagili komi Hitaveit- unni að gagni, þá verður framkvæmdum að vera lokið siðla sumars, þannig að búið verði að tryggja flutning á vatn- inu úr Botnsholunni til bæjarins næsta haust”, sagöi Vilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri á Akureyri, i samtali við Visi. Lárus Jónsson, alþingis- maöur, flutti á sinum tima þingsály ktunartillögu um brúargerðyfir Eyjafjarðará hjá Hrafnagili. Sú hugmynd var svæfð þá, en hefur nú aftur fengið byr undir báða vængi, eftir að vatn fannst fyrir Hita- veitu Akureyrar hjá Botnslaug viö Hrafnagil. Leiöa þarf vatnið austur yfir Eyjafjarðará, i virkjunarmannvirki Hitaveit- unnar sem þar eru. Kom fram i viðtalinu við Vilhelm, að öruggasta leiðin yrði að leggja leiðsluna neðan i brú og i vegarkanti. Það yrði þvi hag- kvæmast að framkvæma þessi verkefni samtimis. Verði það ekki gert, þarf aö grafa vatns- leiðsluna i jörðu og þá undir ána. Slik framkvæmd kostar um 300m. gkr. en vegagerðin ásamt brú mun kosta um 700 m. gkr. Sveitarstjórnarmenn i hreppunum beggja vegna ár- innar hafa mikinn áhuga á að brúargerðin verði að veruleika i sumar. Yrði þessi framkvæmd til að styrkja samskipti hrepp- anna á mörgum sviöum, ekki sist á skólasviöinu. A Hrafnagili er heimavistarskóli og beint á móti handan árinnar er Lauga- land. Þar er barnaskóli öngul- staðahrepps og skólahús Kvennaskólans, litið nýtt eftir að kvennaskólahald var aílagt. Framkvæmdin er ekki inni i vegaáætlun fyrir yfirstandandi ár, en vonast er til að koma megi henni inn á lánsfjáráætl- un, samkvæmt heimildum Visis. ,,Ég vona að það takist, þvi nú er tækifærið til að koma þessari framkvæmd i höfn. Verið þaö ekki notaö er hætt við að brúargerð á þessum stað geti dregist um ófyrirsjáanlegan tima," sagði Lárus Jónsson, alþingismaður, aðspurður um þann möguleika, i samtali viö Visi. G.S. 1T Allt í unglingaherbergið. Kr. 600 útborgun og kr. 600 pr. mánuð. T3r r>o l'»®llii'*» Bflds.höföa 20, Reykjavlk Simar: 81410 og 81199 Tökum að okkur að annast fermingar og brúðkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Utvegum vistlega og skemmtilega sali eöa sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VElTlNSAilÚSIÐ HSÍ HSÍ Landsleikur í handknattleik. ÍSLAND - FRAKKLAND í Laugardalshöll kl. 20.00 í kvöld. Dómarar: Kalle Tomansen og Steen Andersen. Mætum öll og styðjum okkar menn. Forsala hefst kl. 17.30 í Laugardalshöll. Handknattleiksamband ísland.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.